Í byrjun 19. aldar var Þýskaland troðið niður í eindir af Rússneskum og Frönskum sveitum. Þar sem þetta var niðurlægjandi fyrir Þýsku þjóðina vaknaði upp rosaleg þjóðernishyggja og löngun til að sannfæra sigurvegarana um að Þjóðverjar væru í raun æðri þeim. Mörgum Þjóðverjum fannst að Þýskaland ætti að sameinast og virkja varnir sínar og vígbúast í gagnárás. Þýskir heimspekingar litu á þýsku þjóðina sem “siðferðislega æðri þjóð en þjóðir annara ríkja” og eins og Gottlieb Fichte, fyrsti rektor Berlínarháskóla hélt framm “að hafa sterkann persónuleika og vera þýskur” væri “án efa sami hluturinn”. Því var haldið framm að Þjóðverjar hefðu komið í stað Grikkja og Rómverja sem síðasta stigið í “sögulegri þróun andans”.
Otto von Bismarck hefndi fyrir niðurlæginguna sem Þýska þjóðin þurfti að gjalda og sameinaði landið árið 1871. Þjóðverjar vildu að allir þeir staðir sem töluð væri þýska ætti að tilheyra Þýska ríkinu. Fólksflutingar voru algengir um aldir áður og voru því þýskumælandi fólk dreift um mikin hluta Austur Evrópu og á svæðum tilheyra Frakklandi og Belgíu. En Þjóðverjarnir voru/eru aríar sem litu niður á gyðinga og slava og varð þetta allt meðal annars orsakir hinna gríðarlegu stríðsátöka í Evrópu á 20.öld, þ.e.a.s. fyrri og seinni heimstyrjöldunum.
Adolf Hitler var hrokagikkur, fullur af þjóðernishyggju til Þýskalands, þótt Austurrískur væri. Hann hefði seint komist til valda ef Þjóðverjar væru ekki fyrir fullir af þjóðernishyggju. Gyðingahatur var mikið fyrir í Evrópu og Hitler “reprisentaði” það. Umburðarlyndi brast í Evrópu eftir sem gyðingum fjölgaði og voru menn hræddir um heimsyfirráð þeirra. Þetta átti sér stað á tíma í Evrópu sem gerfivísindaleg kynþáttahyggja varð afar útbreydd. Í Rússlandi og Póllandi upp úr 1870-1880 varð ofbeldi gegn gyðingum mjög algengt og breyddist það út til Vestur Evrópu með m.a. flóttamönnum til landa eins og Þýskalands og Frakklands.
Hitler sagði um gyðinga:
“Þeir eru tóm sníkjudýr… Þá þarf að meðhöndla eins og berklasjúklinga…Það er ekki grimmdarlegt… Hví skildi hlífa skepnum sem vilja færa okkur bólsévisma? Þjóðir sem ekki losa sig við gyðingana farast!”
Nasistar í Þýskalandi létu útrýma gyðingum í tonnatali og sem leiðtogi Þýskalands lofaði Hitler að gera Þýskaland, hreinu af gyðingum og slövum að mesta og besta landi í heimi. “Þúsundáraríkið”. Þetta allt var hægt með áralöngu gyðingahatri í Evrópu og þjóðernishyggju og trú þýsku þjóðarinnar á að þeir væru æðri öðrum.
Heimildir: Hugmyndir sem breyttu heiminum eftir Felipe Fernández-Armesto
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,