Ernesto 'Che' Guevara Ég er alltaf að rekast á fleiri og fleiri manneskjur í bolum með mynd af Che Guevara. Oftast nær þykir þessu fólki þetta bara vera kúl gaur, en hafa ekki hugmynd um hver hann er. Það kemur þó stundum fyrir að þau “vita” að hann sé söngvarinn í Rage Against the Machine :/ Ég ætla hér í þessari grein að reyna að gera fólki betri grein fyrir því hver þetta var.



Byrjunin
Ernesto Rafael Guevara de la Serna fæddist 14. Maí, 1928 í Rósaríó í Argentínu. Að vísu stendur 14. Júní á fæðingarvottorðinu hans, en því var breytt til að forðast það ‘hneyksli’ að mamma hans hefði verið ólétt fyrir hjónaband. Mamma hans, Celia de la Serna, var af spænskum ættum, en faðir hans Ernesto Guevara Lynch var af írskum ættum. Þau áttu saman fimm börn og var Che elstur þeirra. Hann fór í Háskólann í Bueons Aires 1948 og lærði læknisfræði. Hann þótti skara fram úr og útskrifaðist í Mars 1953. Hann hafði þó tekið sér ársfrí 1951 til að ferðast um Suður-Ameríku á mótórhjóli með félaga sínum Alberto Granado. Che skrifaði bók um þá ferð og heitir hún á ensku; the Motorcycle Diaries. Gerð var kvikmynd úr henni árið 2004. Eftir ferðina kláraði hann læknisfræði eins fljótt og hann gat, en Alberto varð eftir og vann á einhverjum holdsveikisspítala.



Guatemala
Eftir útskriftina úr Háskólanum í Buenos Aires, 1953, fór Che til Guatemala. Jacobo Arbenz Guzmán, forseti Guatemala og mikill vinstri maður, var að reyna við sósíalíska byltingu. Um þetta leyti fékk Che einmitt viðurnefnið ‘Che’, en það er notað yfir einhvern frá Argentínu, en samt svipað og félagi, eða mate á ensku. Ríkisstjórn Arbenz ætlaði að taka 225.000 hektara af plægjanlegu landi eignarhaldi frá Ameríska Ávaxta Fyrirtækinu (American Fruit Company). Fólkið í Guatemala var, bókstaflega, að svelta til dauða og það varð að gera eitthvað. En allt kom fyrir ekki, John Foster Dulles, utanríkisráðherra og lögmaður Ameríska Ávaxtafyrirtækisins, sem átti fyrir tilviljun einnig hlut í fyrirtækinu, kom í veg fyrir það. Það kenndi Che að Bandaríkin myndu alltaf reyna að bæla niður hverskonar sósíalisma. En það sem drepur mann ekki gerir mann sterkari og hafði Che aldrei verið vissari um að sósíalismi væri rétta leiðin í átt að betri heimi. Che reyndi að berjast en Guatemalísku hermennirnir (þeir sem höfðu ekki selt sig til CIA) neituðu að berjast og Che lést nærri því í átökum. Til allrar hamingju fékk hann hæli í Argentíska sendiráðinu í Guatemala. Síðar var samið um örugga leið fyrir hann til Mexíkóborgar þar sem hann hitti Hilda Gadea Acosta, stelpu frá Perú sem hann hitti fyrst í Guatemala, og giftist henni. Þau eignuðust eina dóttur.



Byltingin í Kúbu
En fleira en það gerðist í Mexíkóborg. Þar hitti Che mann að nafni Raul Castro, bróðir Fidel Castro. Þeir voru að plana aðra byltingu í Kúbu, eftir að sú fyrri hafði misheppnast. Che náði fljótt að tala sig inní byltinguna, sem síðar fékk nafnið 26. Júlí Hreyfingin, sem læknirinn í hópnum. Um 80 manna hópur fór um borð í bátinn Granma og lögðu af stað úr Mexíkóflóa í Nóvember 1956. Che var sá eini um borð sem var ekki kúbverskur. Stuttu eftir að þeir gengu í land nálægt Niquero í suð-austur Kúbu var fljótlega ráðist á þá af hersveit frá Batista, sem var einræðisherra Kúbu á þessum tíma. Aðeins 12 uppreisnarmenn lifðu þá árás af. Che, lagði frá sér pokann með læknadótinu sínu í og tók upp skotfæri sem einhver hafði misst. Hann sagði seinna að þá hafði hann breyst úr lækni í stríðsmann.
Uppreisnarmönnunum fjölgaði hægt en örugglega og fengu þeir fleiri vopn og meiri styrk frá innfæddum þegar tíminn leið. Virðing Castro fyrir Che óx einnig og varð hann fljótt skipaður major. Che tók síðan sök á sig fyrir að drepa marga svikara, óhlýðna, liðhlaupa og njósnara. Árás hans á Santa Clara, þar sem sveit hans setti lest fulla af mönnum Batista útaf sporinu, var síðan síðasta hálmstráið og Batista flúði land. Che skrifaði niður atburði þeirra tveggja ára sem liðu meðan byltingin var í gangi í smáatriðum í bókinni Pasajes de la Guerra Revolucionaria, eða Minningar frá Kúbverska Byltingarstríðinu.



Kommúnistaríkið Kúba
Eftir að uppreisnarherinn hafði náð völdum í Havana, höfuðborg Kúbu, 2. Janúar 1959, var stofnuð ný sósíalísk ríkisstjórn. Che var einnig gerður að Kúbverskum ríkisborgara og hann skildi við konuna sína og gott betur, hann giftist annari, Aleidu March, sem hafði verið í uppreisnarher Castros. Þau áttu saman 4 börn. En núna byrjaði erfiði parturinn. Það var að breyta kapítalíska efnahag Kúbu yfir í sósíaliskan iðnaðar-efnahag (Soicialist Industrial Economy, ég er hræðilegur í svona þýðingu). Hann gerði viðskiptasamning við Sovétríkin árið 1960, sem og hann fór í ótal viðskiptaráðstefnur hér og þar í heiminum í nafni Kúbu. Einnig var hann herforingi í La Cabana virkinu, sem var fangelsi, átti stóran þátt í landbúnaðarendurbætunum, forseti yfir ríkisbanka Kúbu og iðnaðarráðherra. Che átti stóran þátt í að hjálpa ríkisstjórn Castros á kommúnistabrautina og gagnrýndi Bandaríkin harðlega á ráðstefnum hér og þar. Che var einnig í fulltrúanefnd, ásamt Raúl Castro, sem fór til Moskvu, snemma árs 1962, þar sem hann féllst á þá hugmynd að setja Sovéskar kjarnorkusprengjur í Kúbu. Che trúði því að þær myndu vernda Kúbu gegn beinum árásum frá Bandaríkjunum. Hann sagði seinna meir, í viðtali við breska sósíalíska fréttaritið Daily Worker, að ef sprengjurnar hefðu verið undir stjórn Kúbu, hefði þeim verið skotið. Það er eitt af því fáa góða sem Stalín fyrirskipaði.
Ein af bókum hans, Guerilla Warfare, fjallar í rauninni um það hvernig á að gera uppreisn. Sú aðferð virkaði þó engan veginn í Bólivíu, sökum skorts á aðstoð almennings, en almenningur í Kúbu tók vel í byltingu. Hann átti líka eftir að læra það að þó svo að menn standi sig vel undir stjórn góðs uppreisnarleiðtoga, er það ekki sjálfgefið að þeir verði góðir uppreisnarleiðtogar.



Hvarf Ches
Í Maí 1965 hvarf Che. Mönnum þótti það frekar furðulegt þar sem einungis Castro sjálfur hafði meiri völd en hann. Kínverksu skoðanir hans, ef svo má að orði komast, urðu sífellt meira og meira vesen fyrir Kúbu, þar sem efnahagurinn þrufti meira og meira á stuðningi Sovétríkjanna að halda. Samkvæmt vestrænum ‘áhorfendum’ voru það samþykktir Castros á Sovéskum skilmálum sem létu Che hverfa. Að vísu var hann orðinn mjög vantrúaður á sovéska kommúnismanum. Þrátt fyrir það var hann mikill stuðningsmaður kommúnistahliðarinnar í Víetnam, sem var mjög sovésk, og hvatti Suður-Ameríska komrada til að búa til fleiri Víetnama. En 3. Október, sýndi Castro fólki ódagsett bréf frá Che. Í stuttu máli sagt, sagðist hann hafa farið frá Kúbu, með sorg í hjart. En hann sé á leiðinni að hjálpa öðrum gæjum og það minnki sorgina. Að vísu mun betur orðað. Hann sagðist hafa ákveðið ætla að fara og gera uppreisnir annarsstaðar í heiminum. Einnig sagði hann sig úr öllum embættisstörfum, sagði sig úr flokknum, hernum og afsalaði sér kúbverskar ríkisborgararéttinum. Ekkert fréttist meira af honum í rúm 2 ár.



Bólivía
Pælingarnar héldu áfram og enginn vissi fyrir víst hvar Che væri. Juan Almeida, þáverandi hernaðarráðherra Kúbu, sagði í ræðu að hann væri að aðstoða uppreisnarmenn einhversstaðar í Suður-Ameríku. Sem var alveg dagsatt. Innfæddur Bólivískur Kommúnisti hafði keypt landsvæði í Nancahazu í Bólivíu og breytt því í æfingarsvæði fyrir uppreisnarmenn. Lítið gerðist þó, því hættulegt var að æfa sig á þessu landsvæði. Che hafði þó með sér 120 manna hóp sem voru vel vopnaðir og gekk þeim vel í fyrstu, en um leið og Bandaríkin fundu út hvar hann var fór allt í kássu. Che hafði búist við því að hann myndi kljást við Bólivíska herinn, sem var illa þjálfaður og útbúinn litlu. Hann vissi ekki af CIA spæjurum sem voru útum allt í Bólivíu, né af því að nú var US Special Forces Army'inn farinn að þjálfa herinn, sérstök áhersla var lögð á frumskógarhernað. Herinn fór að yfirheira Kommúnista í Bólivíu og pyntaði suma fyrir upplýsingar. Að lokum komust þeir að því hvar campinn hans var. 8. Október var síðan farið og ráðist á þann stað. Che gafst upp eftir að hafa verið skotinn í fæturna og rifillinn hans ónýtur eftir byssuskot. Hann var tekinn til fanga og geymdur í gömlum skóla.



“I know you've come to kill me. Shoot, coward, you're only going to kill a man.”
Daginn eftir löbbuðu tveir hermenn inní skólann. Che mælti orðinn þarna uppi, nenni ekkert að fara að skrifa þetta aftur, og var skotinn í hjartað. Skipunin á að hafa komið frá Lyndon B. Johnson, þáverandi forseta Bandaríkjana. CIA agent, Felix Rodriguez, stjórnaði aðgerðunum til að ná Che. Eftir að hann hafði drepið hann tók hann Rolex úrið hann og veifaði því fyrir fréttamenn næstu árin. Einnig skar hann af honum hendurnar og senti víðsvegar um heiminn sem sönnun fyrir dauða hans. Dauði Che Guevara markaði stór tímamót í sögu kommúnismans. 15. Október viðurkenndi Castro að Che væri fallinn og lýsti yfir 3. daga almennri syrgjun um alla Kúbu. Árið 1997 voru DNA gögn síðan staðfest og leifar hans sendar til Kúbu, þar sem hann var grafinn 12. Júlí, þar sem hann fékk fulla hermannsvirðingu, í borginni Santa Clara, þar sem hann hafði leitt kúbverska uppreisnarhermenn til sigurs í byltingunni.



Frekar lauslega byggt á:
http://en.wikipedia.org/wiki/Che_Guevara

Sem og greinum af:
http://www.che-lives.com


Takk fyrir mig.
indoubitably