Federalistar taka völdin
Árið 1797 hætti George Washington sem forseti. Hann lést þremur árum síðar. Sá sem tók við af honum hét John Adams. John Adams hafði verið varaforseti George, þar áður hafði hann verið sendiherra víðsvegar í Evrópu á tímabilinu 1778-1788, en þá hafði enginn forseti verið yfir hinum þrettán fylkjum BNA heldur þing stýrt ríkinu öllu.
John Adams var Federalisti. Federalistar voru flokkur sem voru leiddir af Alexander Hamilton eins og ég minntist á í fyrri greininni. Þeir vildu sterka ríkisstjórn með mikla miðsstýringu. Þeir nutu mikils stuðnings landeigenda, verslunarmanna og verksmiðjueigenda. Þeir vildu líka sterk tengsl við England. (Sem er svolítið skrítið miðað við að Federalistar höfðu barist gegn Bretum, en sennilega hafa flestir BNA manna sem þá voru nær allir af breskum ættum litið á Bretland sem nokkurskonar föðurland og því ekki viljað slíta tengslum alveg).
John Adams leist illa á þróunina í frönsku byltingunni og litlu munaði að stríð brytist út á milli BNA og Frakka, svo fjandsamur var hann frönsku ríkisstjórninni.
Sérkennileg varaforsetalög
Á þessum tíma voru lög BNA þannig að sá sem fengi næstmesta fylgið í forsetakosningum yrði varaforseti. Þannig varð Thomas Jeffersson formaður flokks sem hafði hlotið nafnið Repúblikanar varaforseti John Adams, þrátt fyrir að vera stjórnarandstæðingur.
Ekki rugla saman þessum Repúblikana flokki saman við þann sem er í dag. Repúblikana flokkurinn sem er í dag var stofnaður um miðja 19. öld. Í fyrri grein minni tala ég um Democratic-Republicans, þetta eru sömu aðilar, einungis búnir að stytta heiti flokksins.
Á kjörtímabili John Adams komu upp margar deilur. Repúblikana flokkurinn mótmælti því að Federalistar hækkuðu skatta. Einnig settu Federalistar á ströng innflytjenda lög en flestir innflytjendur gerðust kjósendur Repúblikana. Þetta voru Repúblikanar að sjálfsögðu ekki sáttir við.
Þegar ofan á bættust skattahækkanir brutust út uppreisnir í Pennsylvaníu. Kentucky og Virginía hótuðu að segja sig úr sambandinu og John Adams átti á sama tíma í deilum innan flokksins við Alexander Hamilton um stefnuna gagnvart Frakklandi, en Hamilton var ekki sáttur við það að BNA væru búin að lýsa óbeint sjóstríði á hendur Frökkum sem þrátt fyrir allt höfðu jú aðstoðað þá í sjálfsstæðisstríðinu.
Það kemur því sennilega lítið á óvart að John Adams var ekki endurkjörinn árið 1800, og Thomas Jefferson sem var yfir Repúblikönum valtaði yfir hann.
Thomas Jefferson
Ég er sjálfur, persónulega örlítill aðdáandi Thomas Jefferson. En ég ætla að reyna að skrifa hlutlaust um hann.
Thomas var höfundur sjálfsstæðisyfirlýsingarinnar. Hann var einn af aðalhugmyndasmiðum uppreisnarmanna. Þegar hann svo varð einn af þingmönnum Virginíufylkis lagði hann fram lagafrumvarp þar sem kveðið var á um afnám erfðaréttar elsta sonarins. Héðan af myndu öll systkini erfa jafnt nema erfðaskrá taki annað fram. Þegar stríð BNA fyrir sjálfsstæði hófst varð hann fylkisstjóri Virginíu fylkis og slapp tvívegis naumlega frá því að vera handsamaður af Bretum meðan átök stóðu á. (Hann var seinna á ferlinum ásakaður um að vera heigull, því hann varð ekki eftir til að berjast gegn Bretum heldur flúði). Hann var sendiherra BNA í Frakklandi eftir stríðið, og sennilega útskýrir það að hluta til andstöðu hans við stríð gegn Frakklandi síðar.
Þegar Thomas Jefferson var beðinn um að samþykkja stjórnarskrá BNA var hann í vafa. Hann vildi ekki fá sterka ríkisstjórn eins og var lýst í stjórnarskránni, sem eginlega var samin af Federalistum. (Jefferson var alltaf svolítill anarkisti í sér). Hann samþykkti þó stjórnarskrána með einu skilyrði: The Bill of Rights.
Thomas Jefferson samdi The Bill Of Rights, sem eru í stuttu máli fyrstu tíu viðaukar stjórnarskrárinnar. Thomas krafðist þess að BNA hefði málfrelsi, trúfrelsi og fundafrelsi. Þetta neyddust Federalistar til að samþykkja því Thomas var afar vinsæll í Virginíu (enda fyrrum fylkisstjóri þess), stærsta fylkinu á þeim tíma. Það má að vissu leyti kenna Jefferson um byssuvesenið í könum, því að í þessum tíu viðbætum (ten amendments) gengur 4. viðbótin út á frelsi til þess að eiga byssur.
Thomas Jefferson sem forseti
Thomas Jefferson var utanríkisráðherra (secretary of state) á tímum Washingtons, en lenti í deilum við Alexander Hamilton fjármálaráðherra (secretary of treasure) um hvort að það ætti að stofna landsbanka. Thomas var á móti ríkisreknum banka en Alexander studdi hann. Þessar deilur leiddu til þess að 1793 sagði Thomas upp starfi sínu. 1796 Bauð hann sig fram á móti John Adams og endaði sem varaforseti, árið 1800 tókst honum þó að vinna sigur.
Fyrra kjörtímabil Jefferson var afar rólegt. Hann skar niður í herkvaðningu, einbeitti sér að því að borga upp skuldir ríkisins og lækkaði skatta. Þetta gerði hann óhemju vinsælan. Einnig þá tókst honum að koma því í gegn Federalistum til gremju, að aðskilja framkvæmdavald og dómsstóla. En þrátt fyrir að Jefferson væri forseti voru Federalistar en með tögl, haldir og ítök víðsvegar í framkvæmda og dómsvaldinu.
1804 vann Jefferson stórsigur í kosningum. En á næsta kjörtímabili áttu ýmis vandamál eftir að koma upp. Meðal annars fyrstu stríðsátök í sögu BNA að frelsisstríðinu undanskildu.
Framhald í “Forsetum BNA 3. hluta”