Hér kemur smá fróðleikur um daglegtlíf Víkinganna

Víkingar voru norrænir menn, uppi á 9.-11. öld. Flestir þeirra voru bændur með fjölskyldu og vinnufólk. Þeir stunduðu búfjárrækt og ræktuðu aðallega nautgripi og sauðfé og í Danmörku voru svín líka ræktuð. Einnig ræktuðu þeir korn, svosem bygg, rúg og hafra og sumir ræktuðu hveiti en það þótti munaðarvara í þá daga. Auk korns ræktuðu þeir baunir og ýmsa rótarávexti.
Ýmis tæki voru notuð við uppskeru, plægt var með þar til gerðum áhöldum og sérstakir vagnar eða kerrur voru notaðir til heyflutninga. Víkingar við strendur Noregs byggðu afkomu sína á fiskveiðum og auk þess veiddu þeir seli og rostunga. Við veiðarnar notuðu þeir net, línur og skutla. Talið er að þeir hafi saltað fisk og geymt hann þannig. En að sjálfsögðu var líf víkinganna ekki eintóm vinna. Í tómstundum gerðu þeir margt sér til dægradvala. Ýmis taflspil voru spiluð, fólk söng eða kyrjaði vísur, dansaði skoplega dansa sér og gestum til skemmtunar og sýndi jafnvel töfrabrögð. Ásumrin voru stunduð böð í vötnum og ám og á veturna renndi fólk sér á skíðum.

Útlit víkinganna var ekki mikið í líkingu við þá stórkarlalegu mynd sem oft er dregin upp af þeim. Karlar voru aðeins um 172 cm á hæð og konur um 158-160 cm. Hæstu karlar voru aðeins um 185 cm og fylgni var milli hæðar fólks og þjóðfélagsstöðu - Því ríkara sem fólkið var því hærra varð það. Víkingar urðu ekki gamlir miðað við það sem gerist í dag. Beinagrindur þeirra sýna að fáir urðu eldri en 55 ára. Að þessu öllu frátöldu var þetta fólk mjög svipað öðrum norðurlandabúum. Það sem einkenndi víkinga öðru fremur var hárprýði þeirra. Hárið var sítt og áberandi vel greitt. Skegg karlanna var líka sítt og vel snyrt - og dæmi eru um fléttað skegg! Það lítur einnig út fyrir að a.m.k. sumir hafi verið afburða snyrtimenni miðað við fólk á þeim tíma, því þeir böðuðu sig á laugardögum - reyndar allir úr sama vatninu. Föt víkinganna voru oftast úr ull eða vafin úr dýrahárum. Skinn var einnig mikið notað, t.d. í skikkjur. Aðeins þeir allra ríkustu áttu föt úr silki en silkið var þá innflutt.

Fatnaður

Efnin sem notuð voru í fatnaðinn var þrenns konar, skinn, heimaunnið vaðmál og útlend vefnaðarvara. Á hverju heimili var unnin vefnaðarvara, það voru oftast grófgerð efni í sauðalitunum en aðkeyptu efnin voru oft fínleg og litrík. Það voru efni eins og líndúkar, skarlat og silki. Það var oftar ríkara fólkið sem gekk í ytri fötum úr lituðu vaðmáli eða skarlati. Þær flíkur voru oft nefndar litklæði.
Bæði karlar og konu voru í einhverskonar kirtli.
Karlmannskyrtlar voru ermalangir og náðu niðurundir hné.

Stríðsmenn víkinga voru í brynjum eða leðurkirtlum. Leðurkirtlar voru þó algengari.

Kvenkyrtlarnir voru ermastuttir, víír í hálsinnn og skósíðir. Að auki voru þær að sjálfsögðu í sokkum og skóm og oft brugðu þær sjali yfir axlirnar.
Yfir kyrtlunum höfðu bæði karlar og konur möttul eð skykkju sem haldið var saman með nælum, engir vasar voru á fötum þeirra og báru þær lítil verkfæri og greiðu í keðju. Stundum var skykkjan úr skinni og nefndist þá feldur. Um mittið spenntu bæði kyn belti og voru þau mismunandi allt eftir efnum viðkomandi. Karlarnir gengu svo í þröngum buxum sem féllu að fótleggjunum og voru sokkarnir áfastir

Sniðin á flíkum karla og kvenna voru mismunandi eftir tíma og stöðum. Oft voru fötin skreytt með útsaumi eða lituðum þráðum eða fléttum, bæði hjá körlum og konum. Stundum hafði fólk líka höfuðföt eða ennisbönd.
Undirklæðnaður er nánast óþekktur hjá körlum og konum og sama er að segja um klæðnað barna. Víkingarnir virðast í engu hafa verið minni puntdúkkur en við sem lifum á tuttugustu öldinni. Auk hárprýðinnar og útsaumuðu fatanna áttu þeir töluvert af skartgripum, allavega miðað við það hversu erfitt það hefur verið að útbúa slíka hluti.
Bæði menn og konur notuðu nælur, hálsmen, hringi og armbönd úr málmum, steinum og perlum. Jafnvel gull- og silfurskartgripir prýddu hina ríku og voldugu. Sú mynd sem hér hefur verið dregin upp ætti að gefa einhverja hugmynd um það hverskonar fólk víkingar var. Þó að þeir séu þekktastir fyrir óspektir og yfirgang benda fornleifar frá þessum tíma til að hinn venjulegi víkingur hafi ekki verið í eilífum slagsmálum og barningum. Mjög fáar beinagrindur hafa fundist með far eða ör eftir áverka. Þessi víkingaímynd er að mestu sprottin úr sögum sem skrifaðar voru löngu eftir víkingaöld.

Húsakynni og daglegt líf á víkingaöld

Bæir víkinganna hafa sennilega bara verið eitt hús, en þó þiljað í fleiri en eina vistarveru. Talið er að meðalstærð á húsunum hafi verið ca. 16,5m á lengd og 5,6m á breidd. Með báðum veggjum voru upphækkaðir bjálkar, kallaðir set. Einnig var stundum búfé inni í húsinu líka. Þess ber að geta að hér er miðað við miðlungs hýsi og gætu höfðingjasetur hafa verið miklu stærri en óneitanlega er þessi lýsing á húsakynnum spennandi vistarstaður

Húsnæði Landnámsmenn voru vanir timburbyggingum úr Noregi því að þar voru nógir skógar. Á Íslandi þurfti því að byggja öðruvísi hús. Á langflestum bæjum voru útveggir allir úr grjóti og torfi. Sterk timburgrin og torfþak. Það hafa fundir bæjarrústir frá söguöld þar sem aðaltóftin var um 30 metrar á lengd og 10-12 m á breidd. Þessu langhúsi var skipt með timburskilvveggjum í þjrú herbergi sem voru öll undir sama risi. Það var stofan, skálinn og eldhúsið. Mjög þekktur fornleifafundur er í Þjórsárdal en þar hefur verið reist hús sem líkir eins mikið og hægt er eftir þessu húsnæði sem víkingarnir bjuggu í.


Matur

Aðalmatvæli fólks var kjöt, fiskur og mjólkurmatur. Einnig kornmeti en það var af skornum skammti. Brauð var gert úr mjöli og var það helst notað til hátíðarbrigða. Öl var líka drukkið en þó aðallega í veislum. Þá var að sjálfsögðu étinn harðfiskur sem og nýr fiskur. Matur var ekki steiktur en þó var kjöt ekki etið hrátt nema í neyð. Úr mjólkinni var unnið smjör, ostar, mysa, áfir, skyr og mjólkurhlaup.

Veislur

Mörg tækifæri voru notuð til að halda veislur og gleðskap til dægrastyttingar. Þetta voru miklar matar veislur og mikið drukkið. Á haustin var meira um þær þar sem að sláturtíðin var nýbúin og næg matvæli til. Þá var einnig kornuppskera klár eða korn komið til landsins og hægt að brugga vín. Veislur voru yfirleitt af trúarlegum ástæðum eða kannski öllu heldur trúin notuð sem tilefni til veisluhalda.

Skemmtanir

Sér til skemmtunar hafði fólkið ýmsar íþróttir og listir. Haldnar voru íþróttastefnur þar sem keppt var í glímu, sundi, knattleikjum og vopnfimi. Þar fyrir utan dunduðu sumir listfengnir menn sér við að skera út í tré og málm, mála skildi eða rista þiljur. Skorin voru út lítil líkneski sem höfð voru sem heillagripir á ferðalögum. Þau voru gerð úr tönnum, málm eða tré og tengdust trúnni, ásatrú. Sumir áttu hof við heimili sín, full af stórum útskornum goðlíkneskjum og einnig skáru menn út trúarlegar myndir í þiljur sem þeir skreyttu heimili sín með.

Skartgripir

Skartgripir víkinga voru fjölbreyttir en helsta einkenni þeirra var þó hvað þeir voru efnismiklir. Bæði menn og konur notuðu nælur, hálsmen, hringi og armbönd úr málmum, steinum og perlum. Jafnvel gull- og silfurskartgripir prýddu hina ríku og voldugu.

Mikið af skartgripum hafa fundist í uppgreftri frá víkingatímanum

Vopn
Algengustu vopn víkinganna voru bogi, öxi, sverð, sax og spjót. Hlutir úr þessum vopnum hafa fundist við forleifauppgröft svo sem sverðs- eða spjótoddar.

Boginn var gerður úr seigum, stæltum viði og festur á snærisstrengur. Mikla æfingu og afl þurfti til að skjóta vel með boga.

Sverð hefur verið algengast allra vopna. Sverðin voru borin í slíðrum svo að eigi yrði tjón að þó eggjarnar væru beittar.

Hjálmar voru húfur úr stáli. Brynjur munu lítið hafa verið notaðar á Íslandi en brynjur frá landnáms og söguöld voru hringabrynjur, þ.e. skyrtur ofnar úr stálhingum. Einnig hafa verið til leðurbrynjur. Vopnin þóttu gersemi og fóru menn vel með vopn sín. Góð vopn gengu í erfð mann fram af manni.
Atgeir var nokkurskonar spjót.
Hlífar voru þrennskonar, skjöldur, hjálmur og brynja. Skildir voru úr tré, járnbentir að utan og handfang að innan.
Allar heimildir eru teknar af www.ismennt.is