Uppruni og einkenni sjúkdómsins.
Sjúkdómurinn byrjaði árið 1344 í Kína og Indlandi. Hann barst til Evrópu árið 1347 frá Asíu Móngóla barðist í Krímskaga (Suður-Rússlandi). Hermenn Móngólíu byrjuðu að skjóta líkum úr slöngum yfir múrana sem Ítalir voru að verja og þegar þeir voru að fara heim þá voru þeir með svarta dauða með sér. Svarti dauði var skaðvæn lungna- og kýlapest sem kom úr rottum og fór á menn með flóabit og svartir blettir komu á mennina þess vegna var þessi sjúkdómur kallaður “svarti dauði”.
Svarti dauði í Evrópu
Læknar vissu ekki orsök þessa sjúkdóms og þá gátu þeir ekki læknað þennan sjúkdóm. Fólk byrjaði að drepa gæludýrin sín af því það hélt að þau væru sýkt af sjúkdómnum. Margir menn töldu svarta dauða vera refsingu guðs og þá fór fólkið í kirkju og viðurkenndi syndir sínar. Svarti dauði barst allt frá Kína til Norðurlandana (hann barst samt ekki Íslands).
Fólkið varð hrætt og byrjaði að flýja úr borginni en tók pláguna með sér. Það dóu svo margir að það er sagt að 1/3 Evrópu hafi dáið. Það eyðilagðist allt, akrar brunnu og bæirnir lögðust í eyði. Margir prestar dóu. Plágan geisaði samt áfram til 14. og 15. aldar og náði þá líka til Íslands (1402-04). Sagt er að hún hafi lagt að velli um eða yfir þriðjung landsmanna. Plágan kom niður á klaustrum og var kirkjunni áfall. Í Englandi lagðist hún á næstum helming allra munka og nunna og í sumum kirkjum lifðu bara örfáir af það dóu þrír prestar í Kantaborg.
Svarti dauði á Íslandi
Skip komust ekki til Ísland um það leyti þegar svarti dauði geisaði í Evrópu vegna þess mennirnir dóu áður en þeir komust út á sjó. Svarti dauði barst til Ísland árið 1402. Svarti dauði kom með skipi sem kom til Hvalfjarðar, örugglega frá Englandi. Menn dóu innan þriggja daga eftir að hafa fengið pláguna. Gekk hún fyrir sunnan landið um haustið frá Englandi. Menn dóu innan þriggja daga eftir að hafa fengið pláguna. Það var ekki vitað hvað margir dóu. Svarti dauði barst með rottuflóm sem stökkva á menn en þriðjungur Norðmanna hafi lifað pláguna af. Það voru engar rottur á Íslandi fyrr en á 18. öld og getur pestin gengið sem lungnapest. Svarti dauði hafði áhrif á bókmenntir því þær lögðust af árið 1400.