Í þessari stuttu ritgerð hef ég ákveðið að tala um Péturskirkjuna í Róm, eða San Pietro eins og hún er kölluð þar. Vegna þess hversu gífurlega löng ritgerðin yrði þá hef ég reyndar ákveðið að taka eingöngu fyrir ytra borð kirkjunnar og einnig torgið sem tekur á móti gestum þegar þeir koma að kirkjunni. Þessi kirkja er næst stærsta kirkja í heiminum en í henni eru um 450 styttur, 500 súlum og 50 altörum. Hún er alsett marmara og listaverkum. Kirkjan er rúmlega 200 metra löng, með 140 m. háu og 40 m. breiðu hvolfþaki yfir krossmiðju. Allt í allt er hún um 23.000 m2. Hún er staðsett í Vatíkaninu en er ekki ólíkt því sem flestir halda, kirkjan sem páfinn messar við (það er Jóhannesarkirkja). Við kirkjuna er einstaklega fallegt torg sem ég kem til með að fjalla sérstaklega um síðar í ritgerðinni.
Áður en hægt er að fjalla beint um kirkjuna þarf aðeins að útskýra söguna í kringum staðsetningu hennar. Vatíkanið hefur verið aðsetur páfans í rúmar 6 aldir eða frá 1377. Frá árunum 1309-1377 var páfadæmið í Avingnon. Síðan þá hefur varla verið sá páfi sem hefur ekki lagt sitt af mörkum til að gera Vatíkanið glæsilegra. Vatíkanið hefur frá 11. febrúar 1929 verið sjálfstætt ríki innan Rómar. Vatíkanið er staðsett þar sem Símon Pétur var grafinn eftir að Neró lét krossfesta hann. Þar sem kirkjan er í dag var hringleikahús sem var byggt frá árunum 45-60. Þar var hestvagnakappakstur og einnig voru kristnir menn teknir af lífi í miklu magni þar meðan ofsóknir á hendur kristnum mönnum stóðu sem hæst. Var þeim hennt fyrir villidýr eða þeir voru krossfestir. Var hringleikahúsið þannig gert að það lá veggur meðfram aksturs-brautinni sem aðskildi leikvanginn frá henni. Á honum voru menn jafnan krossfestir. Það var jafnvel gengið svo langt að löðra menn í olíu og kveikja í þeim svo hægt væri að halda leikum áfram eftir að dimmdi á sumrin. Þarna var Pétur krossfestur og tóku vinir hans hann niður og jörðuðu hann í næsta kirkjugarði sem var staðsettur rétt fyrir utan hringleikahúsið. Yfir gröf hans byggði Constantínus 1. kirkju, árið 324, sem var svo glæsileg að í tímans rás var kirkjan jafnvel talin með undrum veraldrar. En á þeim 73 árum sem páfinn var í Avignon þá var svo lítið hugsað um han að hún grotnaði niður svo illa að varla var hægt að gera við hana. Það var svo ekki fyrr en um miðja 15. öld að það var farið að vinna í að byggja nýja kirkju. Nicholas V fékk Bernardo Rosselino til að teikna nýja kirkju. Framkvæmdir við þá kirkju hófust aldrei þar sem páfinn dó áður en kirkjan komst af teikniborðinu. Í staðin lét Sixtus IV gera Sistínsku kapelluna í lok 15. aldar.
Árið 1506 fékk Júlíus II Donato Bramate, einn af fremstu arkítektum síns tíma til að teikna kirkjuna. Eins og Rosselino entist Bramate ekki aldur til að klára kirkjuna og lifði í raun ekki mikið lengur en til að sjá verkamennina mæta á svæðið. Lítið er vitað um hvernig hann hafði hugsað sér að hún væri nákvæmlega því það eina sem lifir af upphaflegri hönnun hans er teikning sem hann gerði af grunnfleti kirkjunnar og peningur sem var gerður af einum lærisveina hans til að minnast upphafi verksins. Hann teiknaði hana sem jafnarma grískan kross með miklu hvolfþaki og með minni sali og turna til að fylla upp í hornin.
Eftir að Bramate deyr halda lærisveinar hans áfram með kirkjuna en lítið gerist þangað til Páll III fékk engan annan en Michelangelo til að halda áfram með hana. Hann tók upp hugmyndir Bramates um að hafa kirkjuna í laginu eins og grískan kross en það gleymist oft að hann hafi gert nokkuð annað en að hanna hið glæsilega hvofþak sem er stolt kirkjunnar í dag. Þegar Michelangelo hefst handa við kirkjunna þá er hann orðinn háaldraður eða um 71 árs gamall og þegar hann deyr 18 árum síðar þá er grunnur hvolfsins tilbúinn. Þegar hann deyr þá tekur lærisveinn hans, Giacomo della Porta við smíðinni og hann klárar hvolfþakið ásamt Domenico Fontana, sem var án efa fremsti verkfræðingur síns tíma, árin 1585-1590 og árið 1593 var toppurinn að lokum settur á það en Fontana hafði verið að smíða hann í rétt um 2 ár. Hvolfþakið varð ekki eins og Michelangelo hannaði það heldur var það gert léttara útlits áður en það var byggt og er ekki ólíklegt að Michelangelo hefði snúið sér í gröfinn hefði hann heyrt um það að hvolfið yrði gert svona þar sem hann dáðist að þyngra útliti bygginga.
Eftir að þeir klára hvolfið þá ákveður Páll V að kirkjan sé of lítil eins og hún líti út, þannig að hann fær Maderno sem var þá yfirarkitekt til að láta rífa framhliðina af og bæta við göngum þannig að kirkjan hætti að líta út eins og grískur kross heldur leit hún út eins og keltneskur kross.
Framhliðin á kirkjunni er hönnuð af Maderno og yfir honum stendur “IN HONOREM PRINCIPIS APOST PAVLVS V BVRGHESIVS ROMANVS PONT MAX AN MDCXII PONT VII” (Til heiðurs prins lærisveinanna; Páll V Borhese (er ekki klár hvað það þýðir) árið 1612, sjöunda ár frá víxlu hans. Þýð:Ég). Inngangurinn er 114,69 m. breiður og 45,55 m. hár. Ofan á honum eru styttur af Jóhannesi skírara og hinum 11 lærisveinunum (styttan af Pétri er inni í kirkjunni), auk þess sem tvær klukkur eru á sitthvorri hliðinni.
Það eru þrír inngangar að kirkjunni og til að komast að þeim gengur maður inn undir súlnagöng sem eru eins og framhliðin hönnuð af Maderno. Þó er stytta af Karlamagnúsi frá 18. öld, gerð af Cornacchini og önnur af Constantínusi gerða af Bernini í kring um 1670. Syðsta hurðin er kölluð hurð hinna dauðu, miðjuhurðin er aðalhurðin og er af gömlu Péturskirkjunni og sú síðasta er Hin heilaga hurð og er aðeins opnuð á 25 ára fresti.
Torgið sem er fyrir utan kirkjunna er stærsta torgið í Vatíkaninu og jafnvel í allri Róm. Það er hannað af Gia Lorenzo Bernini á árunum 1656 til 1667. Það er hannað í klassískan stíl sem grunn en til að bæta við meiri tilfinningu í það hefur verið blandað barrokk stíl við það líka. Súlnagöng liggja kringum torgið og marka útlínur þess. Eru súlurnar allar í dórískum stíl. Uppi á göngunum eru styttur af 162dýrlingum. Á miðju torginu er 25,5 m. steinsúla sem er gerð einhverntíman um 13. öld f/kr. en var flutt af Neró til Róm til að standa fyrir utan hringleikahúsið. Á toppi súlunnar er kross en áður en hann var settur þarna var kúla með ösku Júlíusar Sesars (að því er sögur herma). Var súlan flutt á þann stað sem hún er á núna árið 1585 af Sixtusi V páfa. Er torgið í raun hannað þannig að það er risastórt sólúr þar sem súlan er miðjan. Sitt hvoru megin við súluna eru gosbrunnar sem eru meistaraverk útaf fyrir sig. Annar er gerður af Bernini 1675, fimm árum áður en hann lést. Hinn veit ég ekki hver gerði þar sem ekki er neinstaðar fjallað um hann í þeim heimildum sem ég fann.
Þetta var í raun aðeins stuttur úrdráttur úr sögu Péturskirkjunnar í Róm en ég hefði í raun getað haldið áfram endalaust í viðbót. Að lokum vill ég benda á að kirkjan er í raun eins og safn að innan, þar sem þar er eitt magnaðasta höggmyndasafn í heimi þar sem ber hæst á Maríu með Jesú (Pieta) sem Michelangelo gerði.
,,Always do sober what you said you´d do drunk. That will teach you to keep your mouth shut" -Ernest Hemmingway