Smá upplýsingar um Hirohito. Hirohito (1901-1989) var keisari Japans frá árinu 1926 til 1989.

Hirohito var fæddur í Tokyo 29. apríl 1901. Hann lærði mest af alþekktum japönskum liðsforingjum. Hann fór til Evrópu árið 1921 og var fyrsti japanski keisarinn sem hefur farið frá þjóð sinni.

Hirohito kom aftur heim árið 1926 og varð stjórnandi á þeim tíma þegar faðir hans Yoshihito var mjög veikur. Hann varð keisari í 25 desember árið 1926. Hirohito gifti sig árið 1924. Sonur hans, Akihito, var fæddur árið 1933 og varð svo keisari árið 1989.

Fyrstu 19 árin hans sem keisari tók hann engan þátt í stjórnmálum, og lét hervaldsstefnuklíkurnar ráða yfir japanska ríkinu, Seinna fóru þeir í stríð við Kína, eða frá árinu 1937 til 1945, og gengu þeir í lið með möndulveldin (Þýskaland, Ítalíu og bandamenn þeirra) árið 1940. Tengsl Japana við möndulveldin leiddi þá inn í seinni heimsstyrjöldina.

14. ágúst árið 1945 sagði Hirohito í útvarpsútsendingu að Japan hefði gefist upp og að bandamenn hefðu unnið.

Hirohito vann svo með bandamönnunum við að breyta Japan í lýðræði. Þetta gerðist fyrsta janúar árið 1946.

Bandamenn ákváðu að rétta ekki yfir Hirohito í dómstól fyrir stríðsglæpina en í staðinn var réttað yfir Tojo Hideki sem var stríðsráðherra Japans. Hirohito byrjaði að auka sín sambönd við venjulegt fólk.

1970-1980 heimsótti keisarinn og kona hans Vestur-Evrópu og Bandaríkin.

Hirohito var yfirlætislaus maður. Hann hafði mikinn áhuga á sjávarlíffræði og er líka mjög þekktur fyrir rannsóknir sínar í þeim fræðum.