Sprengingin á Hírósíma Hírósíma

8. ágúst árið 1945 klukkan 08:15:17 þegar að menn voru að fara í vinnuna gerðist svoldið óvenjulegur atburður. Kjarnorkusprengja var sprengd í Hírósíma. Sprengjan var sprengd í 580 metra hæð yfir borgini svo að sprengingin næði yfir alla borgina. Sprengjan sem var sprengd heitir á íslensku “Snáðinn” .
Sprengjan var með 15 kílótonna sprengjikrafti.


Sprengjan hafði eyðilagt 92% af borginni.
Við sprenginguna dóu 66.000 manns og 69.000 manns slösuðust af hita. Hitinn við miðpunkt sprenginnarinnar var 6.000 °C þannig að allt í 4 kílómetra radíus gufaði hreinlega bara upp. Hitinn hafði valdið þess að eldstormar komu upp í borginni og var þá vindhraðin 18 metrar á sek.


Eftir þetta atvik fór að rigna. Þetta var þá ekki allveg venjuleg rigning, þetta var svört geislavirk rigning sem brenndi holdið af öllu fólki sem lenti í rigningunni.
Vegna þess hvað rigningin var geislavirk þá eyddi hún frumum líkamans og leiddi af sér krabbamein, geislavirknin sem er en til í dag og er fólk ennþá að fæðast vanskapað.


Talið er að við sprenginguna hafi 140.000 manns dáið, af þeim sem dóu er talið að 25% hafi dáið að völdum bruna, 20% af geislavirkni, 50% af öðrum áverkum og 5% er ekki vitað.


Snáðinn var 3 metrar á lengd og var á milli 4 og 4 ½ tonn á þyngd. Kjarnaefnið sem leiddi til sprengingarinnar var Úraníum sem er samsæta Úraníums-238, það er gott til þess að koma af stað keðjuverkum í kjarnorkisprengju.


Flugvélin sem að bar “Snáðann” bar nafnið Enola Gay sem flugmaðurinn Paul Tibbets skýrði eftir móður sinni Enolu Gay.
6. ágúst kl 02:45 var allt troðið af ljósmyndurum þegar Enola ( B-29 ) var að taka á loft ásamt tveimur öðrum B-29 flugvélum. En áður en að flugvélin var kominn að Hírósíma höfðu Bandaríkjamenn sent út aðra B-29 veðurathugunnarflugvél á undan Enolu til þess kanna veður á áætluðum sprengistað.


Héraðshöfuðborgin Hírósíma er vestan á Honshu við Setonaikai og um hana rennur áin Ota í sex kvíslum. Það var talið að svæðið yrði óbyggilegt í áratugi en það tókst að hefja uppbygginguna árið 1949. 1975 var íbúafjöldinn orðinn u.þ.b. tvöfaldur frá 1945.
Eftir uppbygginguna var Hírósíma stærsta borg Chugokuhéraðs og er nú mikil menningarmiðstöð.
U.þ.b. 2 km vestan aðalbrautarstöðvarinnar er kastallinn Karfaborg. Kastalinn er nú 5 hæða safn sem var endurbyggður 1958. Þaðan er gott útsýni yfir borgina, höfnina og eyjuna Miyajima. Sunnan við kastalann er rústir húss iðnaðar- og verslunarráðsins, sem var miðja sprengingarinnar.


Í dag búa um 1.000.000 manns í Hírósíma og þar sem sprengjan sprakk hefur verið reistur minnisvarði og á honum stendur: “Hvílist í friði, þessi mistök má aldrei endurtaka.”
En er fjöldi manna geislavirkir, 60 árum eftir stríðið.