Í þessari grein tala ég um hryðjuverk á fremur kuldalegan máta, sem er ekkert endilega til fyrirmyndar. Hryðjuverk eru náttúrulega aldrei svöl og ekki heldur hryðjuverkamenn, ekki einu sinni Ché Guevara.
Hvað er stærsta hryðjuverk sögunnar. 11. sept stekkur upp í huga manns sem eitt vel heppnaðasta hryðjuverk sögunnar. Sumir vilja meina að sprengjuregnið yfir Dresden eða sprengjurnar yfir Hiroshima og Nagasaki hafi verið mestu hryðjuverk sögunnar og vísa þá til mannfalls.
Eitt frægt hryðjuverk sem ætti vel heima inn á topp tíu lista er eflaust gíslatakan á ísraelska ólympíuliðinu á ólympíuleikunum í Munchen, sem minnir mig voru 1971 eða 72.
Og fyrst við erum nú að pæla í slíkum hlutum, þá getum við velt fyrir okkur á hvaða skala hryðjuverk gyðinga voru þegar þeir ýttu palestínumönnum út úr Ísrael 1948.
Morðið á Kennedy er líka gott dæmi um helvíti svalt og vel heppnað hryðjuverk.
Nei, þessi hryðjuverk eru fín, en jafnast allsekki á við mesta hryðjuverk sögunnar. Mesta hryðjuverk sögunnar var framið af einum manni og minnir að mörgu leyti á morð Kennedys. (Hér er ég ekki að tala um Abraham Lincoln, en það er þó margt óhemju líkt með morðinu á honum og Kennedy, morðingji Lincolns myrti hann í leikhúsi og faldist í vöruhúsi, en morðingji Kennedys skaut hann úr vöruhúsi en faldist í leikhúsi).
Hryðjuverkið sem ég er að tala um er morðið á Franz Ferdinand erfingja Austurríkis-Ungverjalands. Það var framið af Gavrilo Princip, en með honum í þessu voru tveir aðrir: Nedjelko Cabrinovic og Trifko Grabez. Þeir voru allir meðlimir í hryðjuverkasamtökunum Svarta höndin, sem að mínu mati er með miklu svalara nafn heldur en t.d. Al-Queida.
6.Október 1908, gerði Austurríkiskeisari Bosníu og Herzegovínu að hluta af ríki sínu. Fram að þessu höfðu þetta verið “verndarsvæði”. Þetta sættu m.a. ekki tyrkir sig við, en þeir höfðu misst þessi svæði til Austurríkis í stríðum fyrir löngu síðan. Rússar mótmæltu einnig og í örstutta stund virtist allt vera komið í bál og brand í Evrópu.
Guði sé lof náðist sátt…
Austurríki borgaði Tyrklandi peninga skaðabætur og bæði Tyrkir og Rússar virtust sáttir við það. Því miður voru Serbar ekki á sama máli. Þeir töldu að þessi landsvæði ættu að tilheyra Serbíu en voru í raun máttlausir gagnvart Austurríska risanum. Serbía var tiltölulega ungt smáríki.
Árið 1914 kom erfinginn Austurríkis til Sarajevo í opinberri heimsókn. Svarta höndin vissi þegar af því og hafði gert ráðstafanir. En sökum stærðar þessa leynifélags tókst þeim ekki að leyna áformum sínum algjörlega fyrir stjórnvöldum. Stjórnvöld grunuðu að tilraun til morðs yrði gerði og það kom í hlut Jovans Jovanovich að aðvara Austurríki. Jovan var sendiherra Serbíu í Austurríki.
Jovanovich var róttækur og studdi frelsi eða a.m.k sameiningu Bosníu og Herzegóvínu við Serbíu. Þrátt fyrir það ákvað hann að vara utanríkismálaráðherra Austurríkis við. Aftur á móti var honum ekki tekið vel sökum skoðanna og þess vegna talaði hann frekar við fjármálaráðherra Austurríkis Dr. Leon Von Bilinski sem var vinalegri gagnvart Jovan.
Ég treysti mér ekki til að þýða þetta svo ég skelli þessu bara inn á ensku:
On June 5, Jovanovic told Bilinski, that it might be good and reasonable if Franz Ferdinand were to not go to Sarajevo. “Some young Serb might put a live rather than a blank cartridge in his gun and fire it.” Bilinski, unaccustomed to subtle diplomatic innuendo, completely missed the warning. “Let us hope nothing does happen” he responded good humoredly. Jovanovic strongly suspected that Bilinski did not understand, but made no further effort to convey the warning.
sem sagt, Jovan varaði Austurríkismenn við en gerði samt ekki ýkja góða tilraun til þess að sjá til þess að þeir færu eftir aðvöruninni.
Franz Ferdinand líkaði illa við að hafa lífverði í kringum sig. Það var því ekki mikið vesen að myrða hann. Þennan dag hélt hann einnig upp á 14 ára brúðkaupsafmæli sitt og því var kona hans með honum í för.
En afleiðingarnar af morðinu ættum við öll að þekkja. Þær leiddu til fyrri heimsstyrjaldarinnar og þess vegna tel ég að í ljósi þess:
að hryðjuverkið heppnaðist vel
vakti mikla athygli
mikinn ótta
kom af stað heimsstyrjöld
hefur haft mest áhrif á sögu mannkynsins af öllum hryðjuverkum sem ég veit um.
Þá sé þetta stærsta hryðjuverk sögunnar.