Rússland hefur alltaf verið frekar ófriðsamlegt land. Brjálaðir Keisarar og allir íger til að fara í stríð við þá, þeir hafa aldrei verið nein blávötn og hafa núna síðustu 200-300 árin verið stærsta land í heimi. Þegar Rússland var stærst, náði það frá St. Landamærum Póllands til Beringshafs í austri. Frá eynni Novaya Zemlya í norðri til svæða þar sem Pakistan og Afganistan eru núna!
Í byrjun fyrir og uppúr byrjun 20. aldar, var keisarastjórnin svo vond að smábændur og leiguliðar í Rússneska keisaradæminu voru verra settir en þrælar í Ameríku. Þeir unnu og unnu allann sólahringinn og fengu nokkrar brauðskorpur í staðinn. Þrælar í ameríku fengu þó þau forréttindi að þeir voru einhvers smá virði innan um aðra þræla þegar þeir voru keyptir og seldir en Leiguliðarnir voru lægri en skíturinn úr þeim sjálfum! En það voru ekki bara leiguliðarnir, heldur fólkið í verksmiðjunum…fólkið á ökrunum sem þrælaði út dag og nótt og fátæklingarnir sem voru á móti stjórninni!
Það voru stofnuð allskonar leynifélög og má þar helst nefna Bolsévikana undir stjórn Lenins nokkurns og Trotsky! Bolsévikarinri fóru eftir ritum Marx og voru þeir rauðir kommúnistar sem ætluðu að bylta landinu eins og stendur í kommúnistaávarpi Marx og Engels! Þeir reyndu uppreisn árið 1905 en hún var bæld grimmilega niður. Þá var Lenin sendur í útlegð og snéri ekki heim fyrr en um 1917… Fyrri heimstyrjöldin braust út árið 1914 og Rússneskir keisarahermenn voru sendir út í dauðann á móti Þýskum og Austurískum - Ungverskum herjum. Þar var barist endalaust í skotgrafalínum sem færsðust lítið sem ekkert.
Sumir hermannanna sameindust bosévikunum og saman gerðu öreigar og liðhlaupar stjórnarbyltingu undir nafni Lenins og Trotsky. Ráðist var á Vetrarhöllina (höll keisarans í höfuðborginni St. Petersburg) í nóvember 1917 sem endaði með sigri Rauðliðana og Rússland var frjálst…með hjálp Lenins og félaga hanns var keisarinn loksins skotinn og Rússar drógust úr heimstyrjöldinni.
Landið fékk Nýja ríkisstjórn. Hið nýja frjálsa Rússland. Undir forsæti Lenins og Bolsévikaflokkurinn var stofnaður og breytt í kommúnistaflokkinn. Kommúnistaflokkurinn réði ríkjum fleiri lönd voru innlimuð og árið 1922 voru Sovétríkin stofnuð. Einn maður var sammt sem Lenin óttaðist! Það var Stalín. En Stalín var klókur og kommst til valda í kommúnistaflokknum og varð aðalritari árið 1924 þegar Lenin dó.
Stalín varð fasískur einræðisherra sem óttaðist samsæri meira en allt svo hann hóf þjóðernishreinsanir og drap marga og sendi margar miljónir manna í útlegð til síberíu í gúlagið (sovéskar fangabúðir) Hann drap flesta herforingja sína því hann óttaðist að þeir væru honum ótrúir.
En Stalín gerði sumt gott. En það var ekki margt!
Hann bætti iðnaðinn í landinu og stjórnaði landinu í gegnum Seinni heimstyrjöldina!
Eftir Stalínstímann bættust kjör Sovétmanna. Margir komu heim úr gúlaginu og landið varð aðeins frjálsara. Samskiptin við verstrið batnaði og Kalda Stríðið var ekki eins kalt! Bandaríkin og Sovétríkin fóru á marga fundi um t.d. eyðingu kjarnavopna og fleira sem átti að binda enda á stríðið. Þeir höfðu m.a. skrifað báðir undir samning um að eyða öllum kjarnorkuvopnum í geimnum.
Kaldastríðið byggðist líka á lífsgæðakapphlaupi. Þess vegna voru Sovétríkin fremst í flokki íþróttamanna, iðnaðarmanna vísindamanna og alls konar afreksfólks. Þeir fóru út í geiminn og voru fyrstir manna til þess að var út úr geimfari í geimgöngu.
En Uppúr 1980 var fólk í Sovétríkjunum og austurblokkinni óánægt með það ófrjálsræði sem ríkti þar. Alls konar uppreisnir og friðsamlegar kröfugöngur spruttu upp. Aðalritari Sovétríkjana á þeim tíma var Gorbashev nokkur. Ólíkt forverum stóð hann fyrir stjórnarfarslegu, félagslegum og efnahaslegum umbótum innan landsins. Í kjölfar betrumbóta Sovétríkjana fóru lönd Austurblokkarinnar að krefjast sjálfstæðis. Litháen lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétstjórninni og þá fóru aðrar þjóðir innan Sovétríkjana að gera slíkt hið sama. Sovétríkin hrundu svo í 15 ríki árið 1991.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,