Það var áður en seinni heimsstyrjaöldin byrjaði að það kviknuðu hugmyndir um gerð kjarnorkusprengju en það var ítalski prófesorinn og vísindamaðurinn Enrico Fermi ásamt vísindamanninum Szilard sem voru búnir að gera drög að klofningi atómkjarnans sem myndi búa til mikla orku. En nokkrum árum síðar tókst Enrico Fermi að framkvæma keðjuverkun en þá var búið að stíga stórt skref í byggingu kjarnorkusprengju.
Eftir þetta eða árið 1944 skipaði bandaríski herinn öllum vísindamönnum að vinna samman að gerð kjarnorkusprengjunnar. Þetta leynilega verkefni vísindamannana var kallað Manhattan-verkefnið og kostaði það 2 milljarða Bandaríkjadala. Árið 1945 eða áður en sprengjurnar í Japan voru sprengdar var einni kjarnorkusprengju varpað í Nýju Mexiko í tilraunaskini. En þessi sprengja var sögð svo öflug að blind stelpa hafði séð hana í margra kílómetra fjarlægð. En þegar þessi tilraunabomba var sprengd voru þá þegar tvær bombur til en þær hétu “Drengsi” og “ Feiti maðurinn”. Vísindamennirnir voru eiginlega ekki búnir að rannsaka afleiðingarnar sem sprengjurnar mundu valda. Þess vegna vildu vísindamennirnir að þessar tvær sprengjur yrðu ekki sprengdar heldur notaðar til að sýna mátt Bandaríkjamanna. En það vildi herinn ekki.
Árið 1945 lést Roosevelt forseti Bandaríkjanna og við tók Harry Truman. Hann tók þá miklu ákvörðun að gera árás á Hiroshima.
Þann 6. ágúst, 1945, klukkan 02:45 hóf flugvélin Enola Gay sig til lofts með kjarnorkusprenguna “Drengsa” sem var um 4,5 tonn af þyngd og 3 metrar á lengd. Nokkrum klukkutímum seinna eða klukkan 8:15 var sprengjunni sleppt yfir Hirosima. Spengjan sprakk í um 600 metra hæð yfir borginni. Var spengingin allsvakaleg og í miðri sprengingu var um það bil 6000°c hiti og það brann allt sem brunnið gat í um það bil 4 km radíus frá þeim stað þar sem sprengjan lenti. Það urðu til gríðalegir eldstormar og á eftir þeim kom baneitruð svört rigning sem brenndi húð fólks og þessi sár gátu síðar orðið að krabbameini. Það voru um 100 þúsund manns sem drápust í sprengingunni sjálfri. En við þá tölu má bæta tugum þúsunda manna sem létust vegna brunasára og geislunar.
Eftir þessa sprengingu vildu Bandaríkjamenn að Japanir myndu gefast upp strax á stundinni en Japanir svöruðu ekki. Þá var “ Feita manninum” varpað á Nagasaki. Þessi sprengja var stærri en hin sprengan. Hún var 21 kílótonn á þyngd. Þessi sprenging var eiginlega endurtekning á hinni fyrri nema að eldstormarnir voru minni í þessari sprengingu og það voru líka ákveðin náttúruleg skilirði sem Nakasaki bjó yfir sem gerði það að verkum að hún varð ekkert mikið kröftugri.
Banaríkjamenn sögðu að þetta væri betri og fljótfarnari leið en að gera venjulega innrás vegna þess að Japanir væru mjög illskeyttir hermenn og myndu berjast til síðasta manns og því myndu bæði löndin missa mikið af mönnum.
Margir sögðu að seinni sprengjan hafi verið alveg óþarfi vegna þess að Japanir höfðu hvort sem er gefist upp. Bandaríkjamenn hefðu einungis verið með þessari seinni sprengju að sýna Sovétríkjunum mátt sinn.
Svona grein um þetta mál hefur kannski komið áður en ég vona að það komi eitthvað nýtt í þessari.
Ég afsaka allar stafsetningavillur.