Árið 1890 þann 22. nóvember fæddist Charles André Marie Joseph deGaulle í borginni Lille þar sem hann ólst upp. Hann var sonur skólastjóra jesúíta-skóla. deGaulle menntaðist í París og var góður námsmaður. Árið 1908 fór hann í herskólan St. Cry og útskrifaðist með prýðindum árið 1912.
Stuttu síðar fór hann í herinn og barðist í fyrri heimsstyrjöldini og varð 2. lieutenant. Þegar hann meiddist í orustunni um Verdun handtóku Þjóðverjar hann og létu í fangabúðir, þar sem hann skrifaði fyrstu bók sína sem hann gaf út árið 1924. Á frummáli heitir hún La discorde chez l'ennemi, en seinna gaf hann út fleiri bækur.
Í seinni heimsstyrjöldinni var deGaulle ritari varnarmálaráðineytisins og eyddi hann mestum tíma sínum að koma viti fyrir Frakka að verja sig því hann óttaðist Þjóðverja og á endanum réðust Þjóðverjar inn í Frakkland, en
hann náði með naumundum að komast til Bretlands og varð leiðtogi Frjálsra-Frakka í London. Hann flutti útvarpsávarp í BBC, þar sem hann sagði að Frakkar ættu að berjast fyrir frelsi sínu. Fljótlega varð hann tákn allrar andspyrnu í Frakklandi. Brátt fór hann með hluta franska hersins sem komst undan Þjóðverjum til Afríku og vann smá landsvæði af Ítölum. Þótti þetta mikið afrek fyrir Frjálsa Frakka. deGaulle sneri aftur til Frakklands þegar árásin á Omahaströnd var í nánd.
Eftir að stríðinu lauk var hann kosinn forseti Frakklands. Hann sagði fljótlega af sér af polítískum ástæðum, en varð aftur forseti árið 1958 þegar Alsírstríðið geysaði, og var þá endurkjörinn með 78% atkvæða og var hann forseti þangað til 1968. Árið 1970 dó hann skyndilega, þessi maður sem hafði tryggt Frakklandi frelsi.
Blessuð sé minning hans.
Heimildir: http://www.terrace.qld.edu.au/academic/lote/french/yr5chdeg.htm