Þann 31. október 1517 hengdi Marteinn Lúther upp lista með 95 greinum sem lýstu óánægju hans yfir kaþólsku kirkjunni og hvernig hún varð spillt og meira að segja seldi fyrirgefningu Drottins. Hann sagði líka að það stæði ekki í biblíunni að fólk yrði dýrlingar ef það væri gott og að fólk ætti ekki að trúa á hluti af því að það væri fjölgyðistrú. Þetta var upphaf siðaskiptanna eða þegar kirkjan klofnaði í tvennt: Kaþólsku kirkjuna og lúthersku kirkjuna (mótmælendur).
Á þessum tíma var kaþólska kirkjan voldugasta stofnun í Evrópu, ef ekki heiminum, og urðu kirkjunnar menn gífulega reiðir og vissi Lúther að hann mundi ekki lifa lengi ef hann fengi ekki vernd, svo hann gerði lútherskuna að ríkistrú, sem merkir að ríkið verður yfir kirkjunni. Þegar þetta gerðist var Þýskalandi skipt í mörg smáríki eða furstadæmi og voru margir fúsir til að taka lútherstrú, t.d. Norðulöndin, meirihluti Breta og Þjóðverja, en í Frakklandi bjuggu áfram mótmælendur og kaþólikkar.
Á Íslandi, sem var einangrað frá heiminum, vildu umboðsmenn konungs að Íslendingar yrðu gerðir að mótmælendum, en prestar og biskupar neituðu.
Á þessum tíma höfðu nokkrir Íslendingar farið til Þýskalands og urðu hrifnir af kenningum Marteins Lúther. Það voru þeir Oddur Gottskálkson, sem síðar þýddi Nýjatestamentið, og Gissur Einarson sem varð biskup í Skálholti. Árið 1541 var siðaskiptunum komið í Skálholtsumdæmi.
Þegar Gissur Einarson dó hertók Jón Arason Skálholt og gerði það aftur kaþólskt, en staða hans var vonlaus. Hann hafði verið eini kaþólski biskupinn á Norðurlöndum í mörg ár, en árið 1550 var hann drepinn og einu ári síðar var lútherstrú lögtekinn sem ríkistrú á Íslandi.
Á meðan braust út styrjöld á milli trúarflokkanna í Evrópu sem stóð í 100 ár og þurftu báðir aðilar að sæta miklum ofsóknum frá hinum. Blóðugasta styrjöldin var tvímælalaust Þrjátíuárastríðið sem byrjaði á því að fólk í Bæheimi var komið með trúfrelsi, en var samt ofsótt af kaþólikkum. Ekki sættu þeir sig við það og einn vordag réðust þeir inn í höllina í Prag og hentu þremur ráðgjöfum keisarans út um svalirnar. Lentu þeir á skítahaug og var keisaranum ekki skemmt. Ekki leið á löngu þar til Þjóðverjar voru komnir í stríð innbyrðis.
Keisarinn hafði betur í fyrstu, herforingi hans Wallenstein var eins og villimaður og rændi og ruplaði eins honum sýndist og hengdi fólk ef það var með eitthvert múður.
Nú voru mótmælendur orðnir hræddir og leituðu hjálpar hjá Kristjáni 4. Danakonungi. Hann var mótmælandi og var hræddur um að keisarinn yrði of voldugur. Danakonungur beið ósigur fyrir Wallenstein, en þá kom Gústaf Adolf Svíakonungur kom til hjálpar. Hann hafði ekkert á móti því að ná landi af keisaranum til að gera Svíþjóð enn þá stærri. Adolf sótti hratt fram og sigrar mörg furstadæmi. Keisarinn missir völd vítt og breytt um Þýskaland og í lokaorustunni árið 1632 við Lutzen fóru Svíar með sigur af hólmi, en
konungur þeirra dó og Wallenstein komst undan.
Eftir þetta fengu mótmælendur að stunda trú sína í friði og lauk þannig siðaskiptunum.
heimildir:
Gunnar Karlsson. Sjálfstæði Íslendinga. Námsgagnastofnun, 1986.
Nils Hartman, Kristen Raagard. Heimurinn breytist. Skjaldborg, 1998.
Alfræði unga fólksins. Skjaldborg 1994.