3 Kafli. fyrri hluti…….

Það sama gildir um ást og hugrekki, vonin glæðir hvort tveggja…
Napoleon…..


Árið er 1944 og vorið er komið með allri sinni dýrð og fegurð í þessu afskekta franska þorpi. La Roche-Guyon er hin fullkomni staður til að finna sálarró, stokka upp spilin og huga að þeim verkefnum sem eru framundan. Eins er þetta kjörin staður til að láta hugann reyka og líta aðeins um öxl. Þetta er önnur heimstyrjöldin sem þessi mikli riddari var að taka þátt í. Hann er hokin af reynslu og með mörg ör sem sanna það að hann hafi verið staddur í miðju átakasvæðana.
Það voru liðnir apeins nokkrir mánuðir af fyrri heimstyrjöldini þegar hann var sæmdur Járn Krossinum. Hann hafði orðið skotfæralaus í baráttu við þrjá franska hermenn. En með byssustinginn einan að vopni sem var spenntur á rifilinn hans, réðist hann samt til atlögu við frönsku hermennina og lágu svo þeir allir í valnum á eftir, en hann særðist á fæti. Hans mesti heiður kom er hann vann sigur á ítölskum her við Caporetto fjall.
Hann hafði sínt ótúlega skipulagshæfni og útsjónarsemi við að ráða niðurlögum 150 yfirmanna, 9000 óbreittra hermanna og 81 fallbyssum ítalska hersins. Frægt er það þegar hann gekk einn síns liðs ásamt nokkrum hermönnum sem voru aðeins vopnaðir riflum inn í þorpið þar sem ítalski herinn var niðurkomin, og á bæjartorginu hitti hann fyrir ítölsku herforingjana. Óbylandi sjálfstraust og einbeiting hans gerði Ítalana skelkaða og óstyrka er hann fyrirskipaði þeim að gefast upp án tafar….

Hann var einn af þeim yngstu yfirmönnum sem höfðu verið heiðraðir með “Pour le Merite” orðuni miklu og hann var hækkaður í tign sem “Captain”…

Ást Erwin Rommels á föðurlandinu og það hugrekki sem hann sýndi í orrustum gera orð Napoleons ódauðleg…..



Þekking eyðir ótta…
R. W. Emerson……



Eisenhower hafði þann hausverk að reyna ná, að púsla saman þeirri miklu áætlun sem “Overlord” var. Winston Churchill, var sem oft sem áður ekki sannfærður um ágæti hennar og sýndi ekki þann stuðning sem Eisenhower þurfti. Það var ekki fyrr en í lok maí 1944, að eftir að þeir tveir höfðu snætt saman hádegisverð, að Churchill greip í handlegg Eisenhowers, og sagði að hann væri að harðnast gagnvart þessu mikla verkefni og að hann væri farin að hafa trú á því. Þetta fannst Eisenhower vera full til seint en varð þó sáttur. Churchill var ekkert ennað en drykkfeldur tækifærisinni og í æviminningum sínum hreikti hann sér að því, að hafa sagt Íslendingum að nýta sér jarðhitann til að hita húsin sín í Reykjavík. Það var eftir að hann kom hingað á fund Roosevelt Bandaríkjaforseta í ágúst 1941, þar sem Bandaríkin og Bretar gerðu með sér samning. “Atlantic Charter” eða Atlandshafssamninginn, þar sem þjóðirnar lýstu yfir samvinnu sín á milli í seinni heimstyrjöldinni…

En Eisenhower hafði kynnt sér í hvívetna hvernig þýski herinn vann, helstu galla og kosti. Eisenhower hafði kynnt sér hvernig Rommel hugsaði og hans hernaðartækni. Eisenhower vissi hve vel þjálfuðum sveitum hann hafði á að skipa. Eisenhower hafði á að skipa frábærri leyniþjónustu þar sem Bretar báru höfuð og herðar yfir alla aðra hvað leyniþjónustu snerti. Bretinn var mjög klókur í að leysa dulmál Þjóðverja…

Eisenhower hafði unnið með aðstoðarmönnum sínum áður við undirbúning á orustum við Miðjarðarhafið og hann valdi þá sérstaklega því að vissi að þeir voru starfi sínu vaxnir, og ekkert endilega vegna þess að hann líkaði betur við þá frekar en hitt. Eins valdi Eisenhower alla þá sem stjórnuðu herfylkingum bandamanna. reynda líkaði Eisenhower aldrei við Montgomery en Eisenhower vissi mikilvægi þess að hann yrði að hafa sitt fylki því hann var hetja í sínu landi og var geysi vinsæll leiðtogi og fékk sína hermenn til að leggja allt sitt í verkin.

Rommel aftur á móti þekkti varla neinn af þeim stjórnendum sem hann vann með á vestur vígstöðunum.




Stríð skerpir skilningsvitin, fullkomnar þjálfun líkamans, setur menn í svo bráða og þétta snertingu á ögurstundu, að maður mælir mann…..
R. W. Emerson……


Þegar Bandaríkjamenn mættu þýska hernum í fyrsta skiptið í orrustu, urðu Bandaríkjamenn fyrir miklu áfalli og voru kjöldreignir í orrustuni við Kasserine skarð í Túnis, Norður Afríku. Bandaríkjamenn misstu 6000 menn, 183 skriðdreka og 200 stórskotaliðsbyssur. Á meðan Rommel misst einungis 20 skriðdreka en 1000 manns.

En áður en það gerðist, hafði hann unnið 8 her Breta í Tobruk og hafði þá rústað 260 skriðdrekum og náð 30.000 stríðsföngum, og þrátt fyrir að breski herinn var töluvert stærri og umfangsmeiri, bæði með skriðdreka, mannskap og stórskotalið. Rommel hafði nefnilega þá útsjónarsemi, þor og greind til að koma óvini sínum alltaf á óvart. Nokkur dæmi um hæfileika þessa mikla meistara sem bæði vinir hans og Bretarnir kölluðu “Eyðimerkurefinn…”, því hann var ótrúlega frjór með nýjar aðferðir til að ráðast gegn óvininum.
Þið eflaust hafið heyrt um hinar ógurlegu 88mm Flak loftvarnarbyssur Þjóðvera. Í orrustuni um Frakkland hafði þeim verið beitt gegn skriðdrekum Breta með góðum árangri og fengu þær þá heitið “Tank Killers”….

Rommel beitti þeim óspart í Afríku og gott dæmi um hvernig hann náði yfirhöndinni gegn miklu stærri her Breta, er að hann skipaði fyrir að 88mm byssurnar yrðu grafnar niður í eyðimerkusandinn. Þegar þær stóðu á undirstöðunum sem halda þeim uppi (þær hafa engan hjólabúnað), voru þær tæluvert háar eða um 5 metrar og var auðvelt að koma auga á þær langar leiðir. En við það að grafa þær niður í sandinn stóð aðeins um 30 til 60 sentimetrar upp úr sandhólnum, svo var tjald dregið yfir hólinn þannig að ómögulegt var að sjá þær, og ekki einu sinni með góðum sjónauka, því þetta virtist vera bara einn af fjölmörgum öðrum sandhólum í eyðimörkini.
Rommel hafði skipað svo fyrir að þeim yrði raðað upp í svokallaða U-laga röð.

Allt var tilbúið og Eyðimerkurefurinn sendir svo af stað mjög létta og fljóta skriðdreka. Bresku sveitirnar verða svo varar við mjög freistandi bráð. Bresku herforingjarnir gáfu skipun að ráðast gegn þýsku skriðdrekunum. Þýsku skriðdrekarnir snúa svo við í snarhasti og hörfa til baka í ærslafullum og mjög svo tilkomumiklum flótta, að virtist. Gjörsamlega grandlausir um gildruna, þá elta bresku skriðdrekarnir bráðina og reyna að ná sér loksins niður á þýskurunum sem voru búnir að lumbra svo ærlega á þeim undanfarið, að líkja mætti því við einelti, og voru nú engin samtök til á þessum tímum sem hétu Regnbogabörn. Um leið og færið gafst, og bráðin var komin í gildruna dundi þvílíkur sprengjugnýr og blossar lýstu upp himininn…

Bresku hershöfðingjarnir vissu ekki hvaðan af þeim stóð veðrið, og í óttaslegnum andlitum þeirra mátti lesa undrun og algjöra örvringlun, því það eina sem þeir sáu var eldhaf og reyk sem lagði frá flökum skriðdrekaflota þeirra. Bresku skriðdrekarnir rifnuðu eins og pappír þegar öflugar sprengikúlurnar borðu sig í gegnum brynvarnirnar skriðdrekana og sprungu svo að alefli inni í skriðdrekanum og drap á augabragði alla þá sem voru um borð.

Þó svo að sagan vilji oft setja mjög svo rómantískan blæ á þessar orrustur þá gleymast því miður þær staðreyndir að stríð er afleiðing heimsku mannsins, og sú heimska verður einmitt aldrei skírari en í blóði drifnum stríðsvöllum….

Harðfengir eyðimerkurvíkingingar áttunda hersinsins…

Breskar sérsveitir voru svo sendar í mjög leynilegan leiðangur til að ráða Rommel af dögum. Sérsveitin átti að laumst inn í höfuðstöðvar hans og myrða hann að nóttu til. Þær náðu að laumast inn í refafylgsnið en Eyðimerkurefurinn var ekki viðlátin, hann var upptekin við að undirbúa fleiri gildrur fyrir bráðir morgundagsins……

Þessar sérsveitir voru skipaðar breskum hermönnum úr tveimur deildum. Önnur sveitin var kölluð “Long Range Desert Group” og hin var “Special Air Service” eða SAS sveitirnar alræmdu. Þessar sveitir höfðu aðsetur lengst inni í Sahara eyðimörkini og var það þeim í blóð borið, að rata um hina risavöxnu eyðimörk, þeir voru sérþjálfaðir í að lifa af með því að neyta aðeins einn bolla af vatni á dag. Þeir óðu inn á flugvelli og eyðilögðu þar flugvélar, stundum gangandi, stundum akandi hiklaust framhjá þýskum varðmönnum á bílum með þýskum einkennismerkjum, klæddir þýskum búningum. Þeir virtust hafa ánægju af starfi sínu og stráðu um sig skelfingu af miklu örlæti. Einn SAS liði mynntist þess einu sinni að þegar hann henti inn handsprengju á þýska herráðsskrifstofu, hafi hann kallað á eftir henni “Hérna, gríptu!”….

Rommel fór með viðurkenningarorðum um þessa sérsveit í dagbók sinni, að þeir höfðu “valdið meiri skaða en nokkrar aðrar jafnfjölmennar sveitir Breta”…

Í júní 1942 var Rommel gerður að “Field Marshal” og var hann sá yngsti í þýska hernum sem hefur verið sæmdur þeim heiðri, hann var 49 ára….


Sumar breskar hersveitir voru þó ekki eins hugrakkar og sérsveitirnar frá Sahara eyðimörkinni. Eitt sinn eftir D-Day voru breskar hersveitir að elta herdeild Þjóðverja sem voru á undanhaldi, þá voru þýsku sveitirnar þess varar að Bretarnir voru hættir að elta þá og þeir voru hvergi sjáanlegir. Þjóðverjarnir senda njósnara til baka til að athuga hvað olli þessu, því þeir voru vægast sagt undrandi, og um leið forvitnir því litlu mátti muna að þeir gæfust upp fyrir Bretunum. Þegar njósnasveitin þýska kemur til baka að tilkynna þýska foringjanum hvað væri á seiði, sprakk hann þá bókstaflega af hlátri. Sendiboðinn tilkynnti það að Bretarnir höfðu stoppað skriðdrekana og allan flotann sinn til þess eins að hita sér te! Mundi maður sjá George S. Patton, Erwin Rommel eða Omar Bradley stoppa því klukkan var orðin 3 og það var komið kaffi?

Eins voru þýsku hermennirnir oft hissa á litlum baráttuvilja bresku hermannana. Oft hættu þeir að berjast vegna þess eins að þeir voru að verða skotfæralitlir. Þjóðverjar undruðu sig á þessu, og um leið hve hersveitir Bandaríkjahers voru miklu harðari í bardögum og gáfu ekki þumlung eftir, samanber 101st Airborne Divison E-Company, (fyrirgefið að ég íslenska stundum ekki hernaðarleg heiti). Þeir voru kallaðir “Börðu bastarðarnir af Bastogne”. Framsóks þýska hersins var þá hrundið að stað í Ardenne fjöllum, og var fallhlífarsveitin í fremstu víglínu bandamanna, matarlitlir og án vetrarklæðnaðar í margar vikur. Þeir þurftu að þola einar þær hörðustu stórskotaliðaliðs árás sem um getur fyrr og síðar, og einu varnir þeirra var frosin jarðvegurinn sem þeir þurftu að grafa sig niður í til að halda lífi…



Lát mig deyja þegar stundin er komin. Ég óska þess eins að þeir sem þekktu mig best, segi um mig að ég hafi ætíð slitið upp þyrni, og gróðursett blóm þar sem ég hélt, að blóm gætu vaxið……
Abraham Lincoln………….




Rommel var búin að áætla að herir bandamanna mundu gera árás á flóði þar sem það mundi auðvelda landgönguliðinum að komast sem styðstu leiðina í skjól og þurfa ekki að hlaupa langa leið í blautri fjörunni, auk þess var auðveldara fyrir “The Higgins boat” að sigla til baka eftir að allur þunginn undan hermönnum og búnaði mundi lyfta bátnum upp á flóði og auðvelda undankomu. Þetta var rétt spá hjá Rommel. En fyrir tilstuðlan gagn njósnara bandamanna voru þeir búnir að láta Rommel í té falsar upplýsingar, um það að bandamenn ættu nóg af lendingarbátum fyrir landgöngulið og skriðdreka. Það var ekki og þegar Eisenhower lagði fram áætlunina “Overlord” var engin svokölluð “Plan B” eða varaáætlun og ef að bandamenn næðu ekki að ná landsvæði fyrir innrásarherinn “Establish a Beachead”, á D-Day væri önnur innrás aldrei raunhæf fyrr en 1945. Bæði Rommel og Hitler voru búnir að sjá það fyrir…

Rommel las í tunglstöðuna 1 júní hvernig flóð og fjara væru í júnímánuðinum og í bréfi til sinnar heitt elskuðu Lucie skrifaði hann “að það væri en engin merki þess að innrás væri yfirvofandi”…
Hann las þannig að háflóð í dögun væri ekki raunhæfur kostur og eins að veðurspáin fyrir næstu daga var mjög óhagsstæð fyrir innrásarher bandamanna. Hitler gældi við þá vitleysu að innrás væri ekki raunverulegur möguleiki, og sagði “Ég fatta nú bara ekki hvað þeir eru að pukrast þarna hinum megin?”…

“Er soll nur kommen” sagði Joseph Goebbels, eða “Látum þá koma!”….

Þriðja ríkið var búið að lofsama Hitlers-æskuna í mörg ár, og nú sagði Goebbels, “sjáum við hvernig ofdekraðir krakka-kanar munu reiða sig gegn hinu æðra kyni sem Hitlers-æskan er, og laust við alla siðlausa vestræna spillingu…”

Þegar nokkrar klukkustundir voru liðnar af D-Day, höfðu bandamenn handsamað tékknenska, ungverska og rússnenska stríðsfanga. Það voru þeir sem áttu að verja hin órjúfanlega “Atlandshafsvegg Hitlers”. Þetta var stolt þýska hersins, Deutche Wermacth, elítan. Sumir þýskir hermenn voru á barnsaldri eða rétt um 14-15 ára. Eitt frægasta dæmið um “Þýskann” stríðsfanga í Normandy var þegar bandamenn handsömuðu mann sem var að því virtist frá Suður-Kóreu. Það er talið að hann hafi verið þræll sem þýski herinn komst yfir og ástæða þessa alls var sú að þeir settu þeim þá kosti að vinna annaðhvort í þrælabúðum við hörmulegar aðstæður, eða fá góðan mat og búnað í hernum. Þetta var bara smá dæmi um þá ringulreið sem ríkti oft í Arnarhreiðrinu og Úlfagreninu undir það seinasta, máttlausar tilraunir að fylla upp í göt í hernum og undir það seinasta voru börn um 13 til 14 ára farin að berjast við bandamenn sem þýskir hermenn….

Hershöfðingjarnir Rommel og Dollman voru báðir sammála að vegna þess að veðurspáin var þeim í hag að innrásar væri ekki að vænta bráðlega. Dollman hafði fyrirskipað að halda kortaæfingu 6 júní í Rennes og allir sveitarforingjar voru skildugir að mæta. Flotaforinginn Krancke, hætti við kafbátaeftirlyt á flóanum vegna veðurs.

En það var einn hershöfðingi sem hafði barist við Rússa á austurvígsstöðvunum og misst annan fótin í þeirri baráttu, sem varð mjög órór. Það var Erich Marcks hershöfðingi sem var yfir þýsku LXXXIV sveitini sem var staðsett við Calvados og náði til Contentin. Hann sagði að þar sem þetta voru yfir 50 kílómetra svæði, og aðeins tvær herfylkingar sem vernduðu þetta svæði var þetta eini veiki hlekkur sem hann óttaðist. Marcks sagði við einn af kapteinunum sínum “Ef ég þekki Bretana rétt, munu þeir fara í kirkju á sunnudaginn í seinast sinn, og á mánudaginn (5-júní) munu þeir leggja af stað”. Army Group B segir að “Þeir munu ekki koma í bráð, og þegar þeir koma, mun það verða í Calais”. En ég held að “Það verður nákámlega hér sem við munum taka á móti þeim á mánudaginn!”….
Þremur mánuðum eftir D-Day voru Hitler og hans aðstoðarmenn ennþá að undirbúa sig fyrir aðalinnrás bandamanna við Calais. Ástæðan var sú að nokkrum árum áður höfðu Hitler og fleiri hershöfðingjar gert mjög nákvæma áætlun um innrás í Bretland, og hún miðaðist öll við að fara frá Calais og yfir Ermasund styðstu leið. Þess vegna bjuggust Hitler og aðrir hershöfðingjar við því að bandamenn mundu gera sömu áætlum um innrás og þeir…




Rétt eins og með Seasar og Hitler, voru það samstarfsmenn þeirra sem ráðgerðu valdarán…..



Þegar Rommel fékk til sín Hans Speidel í byrjun árs 1944, varð til atburðarrás sem leiddi til þess að Speidel fær Rommel með sér í lið til að koma Hitler frá völdum. Rommel vildi hins vegar ekki myrða Hitler heldur að dæmt yrði yfir honum í Þýskalandi fyrir stríðsglæpi og svik við föðurlandið.

Það er hér sem við sjáum í fyrsta sinn þann eina mun sem var á Rommel og Eisenhower. Á hvaða málstað þeir trúðu. Eisenhower trúði með öllu sínu hjarta á sinn málsstað. Það varð að koma helstefnu Nasistaflokksins frá og allt lá undir. Nasistar mættu aldrei ná þeirri fótfestu í evrópu aftur sem þeir voru búnir að ná. Samt vissu bandamenn ekki af þeim fjöldamorðum sem Nasistar stóðu fyrir á Gyðingum. Það höfðu borist óljósar fréttir en ekkert sem hægt var að staðfesta, nema það að Gyðingum var smalað saman í búðir og þeir neyddir til nauðungarvinnu í vopna verksmiðjur.
Eisenhower hataði nasista og allt sem þeir stóðu fyrir.
En Rommel trúði ekki á sinn málsstað nema það að hann elskaði föðurland sitt af öllu hjarta og það er þess vegna sem hann er tilneyddur til að bjarga þýsku þjóðinni eins og hann orðaði það sjálfur…

Þótt Erwin Rommel væri mikill þjóðernissinni var hann ekki nasisti, og þótt hann hafi verið í vinnu hjá Hitler. Rommel var ekki pólitíkus og í Afríkustríðinu óhlíðnaðist hann oft og yðulega öllum skipunum frá herstjórn Hitlers. Hershöðingjarnir voru brjálaðir fyrir óhlíðni Rommels og kvörtuðu sáran til Hitlers, en hann glotti bara og gerði hann síðar að “Field Marshall” og fékk sinn einkaljósmyndara til að taka mynd af Rommel við það tækifæri. En fyrir það hversu geysivinsæll Rommel var hjá þjóðini var ekki hægt að hrófla við refinum, og Joseph Goebbel nýtti sér vinsældir Rommels heimafyrir óspart í áróður…

Fyrir Rommel var komandi orrusta við her bandamanna, stríð við óvin sem Rommel hataði alls ekki, heldur bar Rommel ómælda virðingu fyrir bandamönnum og þeirra hæfu stjórnendum. (Stephen E. Ambrose, D-Day, bls.70.). Rommel tók á komandi orrustu með mikilli fagmennsku og kappsemi frekar en að líta á komandi raun sem einhver krossferð……

Not the political doctrine of Hitler has hurled us into this war. The reason was the success of his increase in building a new economy. The roots of war were envy, greed and fear.
Major General J.F.C. Fuller, sagnfræðingur, England


Hitler and the German people didn´t want this war. We didn´t answer Hitler´s various petitions for peace. Now we have to admit that he was right. Instead of a cooperation with Germany, which he had offered us, now stands the gigantic, imperialistic might of the Sovjets. I feel ashamed to see how the same intentions which we accused Hitler of now are pursued under a different name.
Sir Hartley Shawcross, British chief-accuser in Nuerenberg

Í lok 3 kafla mun ég fjalla um,

Samsærið gegn Hitler og hvernig það þróaðist, og mistókst,

Niðurlag kaflans, engir fordómar gegn neinum sögðu bandamenn, en því miður hér í dag, á okkar tímum, er stefna sem vill að Gyðingum veri útrýmt!!!


Lokaorð 3 kafla eru frá stúlku sem við þekkjum eflaust öll, Önnu Frank……… Sönnunum hennar um hörmungar og útrýminingar nasista sem ég las um er sönn vitneskja um hinar hrottafengnu aðferðir nasista og þeirra útrýmingaraðferðir, eins mun ég senda inn grein bráðlega sem sannar það að nasistar hafi í raun reynt að blekkja almenning frá sannleikanum……

Lecter,
eða Ólafur Kr. Sveinsson heiti ég og ég er félagi í Fallhlífarhóp Flugbjörgnarsveitarinnar í Reykjavík, ég er kennari í skyndihjálp, og er með meirapróf. Ég er menntaður sem húsasmiður en vinn í dag sem sölumaður hjá mjög virtri heildverslun sem er með umboð fyrir Maarud, Toblerone, Anton Berg, Hunt's, Orville, Filippo Berio, Gevalia, Maxwell House, Fílakaramellurnar góðu, Marabou, Daim, Freschetta og Chicago Town pizzur, Tilda hrísgrjón, Pascual jógúrt og margt fleira. Ég hef mikin áhuga á mannlegum samskiptum og öllu sem við kemur því. Ég hef mikin áhuga á sálfræði, klíniskri sálfræði og glæpasálfræði, og um leið glæpa myndum eins og The Silense of the lambs, Seven ofl.
Ég er einstæður 3 barna faðir og allt sem varðar mannkynssöguna hef ég áhuga á, Michael Angelo og Florens td. vekja minn áhuga, eins WWII…


Við sem menn höfum eitt sem er án efa, og eitt það vanmetnasta í eðli okkar, það sem vísindamenn geta því miður ekki útskýrt, og það er það að við höfum mjög sterka þörf fyrir að reyna að komast að uppruna okkar. Sama hver sú útkoma er hvort sem við erum komin af öpum og að lífið hafi kviknað fyrir algerri tilviljun, eða það að það var einn kall sem Guð heitir sem skapaði okkur og að hann fórnaði sínum BESTA manni til að mannkynið mundi lifa af, er spurning ein. E eitt er víst gott fólk, sama þótt við séum svört eða hvít, kristin eða múslimi að okkur tekst alltaf að finna nýjar aðferðir, til þess eins að útýma okkur, og nú eigum við að vera sá stofn sem vit á að hafa, er það ekki? En mér gæti skjátlast?


Heimildir eru unnar frá:
Stephen E. Ambrose og bók hans D-Day (flestar vitnanir mínar og þíðanir eru þaðan!)
Martin Blumenson sagnfræðingur og Bók hans um Erwin Rommel, og ævi….
Richard Collier, Ritstjóra Time-Life bóka… Eins bækur hans um Eyðimerkurstríðið… (samanber vitnanir í bresku sérsveitirnar um eyðimerkurstríðið)
www.joric.com/com/Conspiracy/Rommelb.htm
www.topedge.com/panels/ww2/na/tactics.html
www.achtungpanzer.com/gen1.htm