Formáli.

Í lok fyrsta kafla á þessari grein, sagði ég frá því að Rommel hafði verið kallaður heim og gerður að Marshálk “Field Marshal” og hann eyddi lok ársins 1943 án þess að hafa neinn her undir sinni stjórn, seinna meir fékk hann svo Army Group B undir sína stjórn. Aftur á móti var Eisenhower með stjórn her bandamanna sem gerðu innrás í Ítalíu og Sikiley og fór lungað að árinu 1943 í það hjá “Ike” eins og hann var oft kallaður.


2 Kafli.

Hvernig menn voru þeir?

Sagnfræðingurinn Martin Blumenson skrifaði um Rommel að “ef að hann hafi farið fram á mikið frá hermönnum sínum hafi hann gert nákvæmlega sömu kröfur til sjálf síns. Hann var mjög iðinn og barðist af mikilli hörku, hafði mjög fábrotið líf, var mjög opin í samræðum gagnvart sínum undirmönnum og var trúr gagnvart eiginkonu sinni”. Nákvæmlega sömu orða er hægt að skrifa um Eisenhower. Báðir voru þeir hamingjusamlega giftir og voru þeirra hjónabönd byggð á sterkum grunni. Eiginkonur þeirra fengu reglulega og oft bréf frá þeim. Í bréfaskriftunum sögðu þeir við þær hluti sem þeir mundu aldrei segja nokkuri sálu, þeir létu í ljós vonir sínar og þrár, og eins þá hluti sem ollu þeim mestan kvíða, og kvörtuðu sáran yfir því að geta ekki snúð til síns heima og hefja eðlilegt líf aftur í faðmi fjölskyldunnar. Möguleikann að finna aftur kyrrðina og friðinn sem þeir báðir sárlega þráðu. Þessir tveir einstaklingar í raun, hötuðu það sem þeir voru neyddir til að gera og þeirra heitasta ósk var að eiga frama í einhverju öðru en að vera stríðsherrar. Rommel hafði marg oft lýst því að draumur hans voru að verða verkfræðingur, við að smíða vatns-orku vélar um alla Evrópu. Þeir báðir eignuðust bara einn erfingja, sonur Rommels, Manfred, varð borgarstjóri Stuttgard og varð það honum að þakka að í þrjá áratugi breittist borgin mikið til hins betra og margar glæsilegar byggingar voru reistar og vegir byggðir. Sonur Eisenhowers, John, gekk í West Point herskólann og útskrifaðist þaðan 6 júní 1944, skemmtileg tilviljun á dagssetingu… Hann fór beint í herinn og var mjög liðtækur þar. Seinna meir gerðist hann Sagnfræðingur og sérhæfði sig í stríðssögunni. Manfred Rommel gekk í þýska flugherinn “Deutche Luftwaffe”, sem skytta á vélbyssu og útskrifaðist þaðan vorið 1944 fimmtán ára gamall.
Dwight D. Eisenhower varð síðan seinna meir forseti Bandaríkjanna sem öllum er kunnugt og lagði mikla áherslu á uppbyggingu í bandaríkjunum. Það sem við vitum um Erwin Rommel er að kannski hefði hann getað orðið kanslari þýskalands og jafnvel jafn vinsæll og virtur og Eisenhower var, hefði hann lifað stríðið af.

Eisenhower var sá sem kunni á fólk og iðulega fékk það á sitt band á augabragði. Til dæmis er Eisenhower kom til fallhlífarhersveitar sem var að fara vinna mjög erfitt verkefni sagði Eisenhower við þá “Go out there and get the job done!”, á meðan bresku hermennirnir höfðu því miður stundum ekki eins uppbyggjandi yfirmenn er sögðu við bresku hermennina sem voru að fara ekki í síður hættulegri för en kanarnir, “Chaps, try to get as many back alive as you can!”, vá, mundi ég vera tilbúin í slaginn við svona uppbyggjandi viskubrunn?
Erwin Johannes Eugen Rommel var aldrei meðlimur í nasistaflokknum og þegar hann stjórnaði sínum víðfrægu African Korps bannaði Rommel SS sveitunum að koma til Afríku, hann vissi hvers konar ómenni voru uppistaðan í þeim sveitum. Þegar Rommel náði fjöldanum öllum af stríðsföngum hvort sem það var í Afríku eða annars staðar hugsaði hann alltaf vel um stríðsfanga sína og í Afríku skipti hann vatnsbyrgðunum jafnt á millli þýsku hermannana og stríðsfangana. Þó svo að Rommel hafi unnið mikið með Hitler, var Rommel sá eini sem hafði þor að svara Hitler fullum hálsi. Það angraði Hitler oft og iðulega. En ein af ástæðum þess að Rommel fór að vinna meira með Hitler var sú að hann dáðist af því hvað Hitler náði að berja stálið aftur í þýsku þjóðina sem voru undir oki Versalarsamningsins og mikil fátækt og eymd skók landsmenn, Rommel sá vonarneista í augum landa sinna aftur og fólk var farið að eiga fyrir salti í grautinn. Þjóðarstoltið virtist vera endurreist…



“The Atlantic Wall”

Það var seint í október 1943 þegar hershöfðinginn Alfred Jodl, yfirmaður heraðgerða í þýska hernum, Oberkommando der Wermacht (OKW), stakk upp á því við Hitler að Rommel fengi að vera yfirmaður aðgerða í vestri og sem undirmaður Field Marshal Gerd von Rundstedt sem var í raun yfirmaður vestur vígstöðvana og yfirsá byggingu Atlanshafsveggsins. Sunnan við Pas-de-Calais hafði sama sem lítið sem ekkert verið byggt af “Atlandshafsveggnum”. Pas-de-Calais er lítið franskt þorp og það var þar sem Þjóðverjar voru næstum vissir um að herir bandamanna mundu reyna strandhögg, því þar var styðst á milli Englands og Frakklands, og njósnadeildir bandamanna höfðu unnið sitt verk vel að láta líta svo út að undirbúningur bandamanna bygðist á því að fara þessa stuttu leið. Alfed Jodl hafði þá trú að Rommel mundi gefa verkinu þann aukakraft sem von Rundstedt skorti því hann var orðin 69 ára og of gamall til að stjórna orustum á vígvellinum. Auðvitað vitir menn, Hitler þráaðist við en ákvað svo að fá Rommel til að kíkja á varnarvegginn og leggja sitt mat á hann og þegar hann færði Rommel þessi tíðindi sagði hann sömuleiðis að “niðurstaða þessa mats væri mjög veigamikil því þegar óvinurinn gerir innrás í vestri mun það verða örlagastund þessa stríðs, hvernig útkoman mun verða og sú útkoma verður að vera okkur í hag!”, og “við verðum nauðsynlega og grimmilega að fá hvern og einn til að leggja allt sitt af mörkum í þessa úrslitastund!”…

Rommel var tæpar tvær vikur að leggja sitt mat á varnarvegginn og honum brá við því sem hann sá. Hann lýsti því yfir að Atlandshafsveggurinn væri skrípaleikur. “Sýnishorn af hugarheim Hitlers sem Rommel lýsti sem kúkú-skíjalandi, (Wolken-kuckuckscheim)…. risastórt gabb… frekar gert fyrir þýsku þjóðina en að reyna að halda burtu óvinaherjum… og óvinaherinn veit meira um varnarveginn en við, fyrir frábæra tilstuðlan leyniþjónustu þeirra”. Þarna sjáum við inn í hugarheim Rommels og hvernig honum var búið að líða allt frá því að hann átti kvöldgönguna í eyðimörkinni í Afríku með sínum unga skriðdrekaforingja Major Baron Luck, þar sem Rommel sagði honum að Hitler var búin að afskrifa stríðið í Afríku. Rommel var kallaður heim í veikindafrí en raunin var sú að Rommel hafði þráðbeðið Hitler um byrgðir og vistir fyrir 250.000 hermenn sína í Afríku. Rommel hafði marg oft skrifað til sinnar heittelskuðu eiginkonu og lýst yfir vaxandi áhyggjum með það að hann væri farin að missa trú á Hitler og að hann væri með geðheilsu til að leiða þýsku þjóðina sem Rommel elskaði svo heitt. Glæsta herdeild Rommels Afrika Korps varð hann að skilja eftir…
Martin Blumenson Sagnfræðingur fékk frá eiginkonu og syni Rommels, allar dagbækur og bréf frá honum og eru þetta allt vitnanir þaðan um hugarástand þessa mikla riddara eins og sumir hershöfðingjar bandamanna sögðu um hann. Meira að segja var það sagt að hann stæði samanburð við aðra riddara Arthurs Konungs og við andlát hans hafi í raun seinasti sanni riddarinn farið yfir móðuna miklu….

En Rommel var hokin af reynslu úr Afríkustríðinu og frá henni tók Rommel þá afstöðu vegna yfirburða bandamanna í lofthernaði ættu herir öxulveldana mjög erfitt með að koma liðsauka til átakasvæðana “þannig að eini raunverulegi möguleikinn sem var fyrir hendi væri að stoppa óvinin á ströndinni - þar sem hann væri algjörlega berskjaldaður”. Þannig að til að gera raunverulegan “Atlanshafsvegg”, sagði hann, “þá vil ég fá jarðsprengjur sem granda landgönguliðum, ég vil fá jarðsprengjur sem granda skriðdrekum. Ég vil jarðsprengjur sem granda fallhlífarhermönnum, ég vil fá jarðsprengjur sem granda skipum, ég vil fá jarðsprengjur sem granda landgönguprömmum. Ég vil fá jarðsprengjur sem granda ekki landgönguliðum en þegar skriðdrekar koma á eftir og þyngri tæki mun allt springa. Ég vil sprengjur sem springa þegar vír er snertur, ég vil sprengjur sem springa þegar vírinn er slitin í sundur. Ég vil sprengjur sem eru sprengdar með fjarstýringu og ég vil sprengju sem springa þegar ljósgeisli er rofin!”…


Rommel spáði því fyrir að bandamenn mundu byrja árásina með því að sprengiflugvélar kæmu fyrst með loftárás og herskipin með sinn ógurlega skotkraft fylgdu strax á eftir svo munu fallhlífarhersveitir koma svo svífandi og loks munu landgönguliðarnir koma á prömmum, svokallaðir “Higgins boat” sem höfðu stóran stál pramma fremst sem féll niður þegar báturinn var komin að landi, td. sem við sáum í byrjunaratriðinu í “Saving Private Ryan”…
Nafnið “Higgins boat” kom frá manninum sem hannaði og smíðaði bátinn. Hann hét Andrew Higgins, var kani en fæddist í Írlandi. Eisenhower tók svo sterkt til orða að hann sagði að “The Higgins boat” hafi unnið stríðið fyrir bandamenn, því hönnun bátsins var hrein snilld og sagan á bak við þennan þrjóska og mjög svo drykkfelda Íra var ótrúleg. Hann var alltaf mjúkur í vinnuni og með wisky pelann alltaf við hendina. Menn í flotanum urðu stórhneikslaðir þegar hann ætlaði að smíða bátinn úr timbri eins og hann hafði gert 1000 sinnum áður með svipaða fljótabáta. En Higgins var þverari en andskotinn og bauð hverjum sem er í flotanum ef þeir gætu fundið einhvern sem gæti smíðað betri bát en hann úr stáldraslinu sem flotinn vildi, þá var þeim það alveg frjást. Flotinn auðvitað notaði “The Higgins Boat” sem var úr timbri, en með stállendigarpramma. Um 20.000 slíkir bátar voru smíðaðir. Higgins fór svo á hausinn eftir stríð með skipasmíðastöðina sína. En frægt var skiltið í lofti risastóru skipasmíðastöðinni hans er stóð á, “The one who relaxes, is helping the Axis!”, sá sem slakar á, er að hjálpa öxulveldinu…



Hvernig undirbúa “Masters and Commanders” sig andlega?

General Dwight D. Eisenhower varð fyrir valinu til að stjórna sameiginlegri innrás í Normandy eftir að Joseph Stalin hafði sett pressu á Winston Churchill og Franklin D. Roosevelt eftir fund þeirra í Teheran í nóvember 1943. Rooselvelt spurði George Marshall yfirmann herafla Bandaríkjana álits og hann sagðist styðja forsetann sama hvern hann mundi velja í verkið, þrátt fyrir að hann kæmi sjálfur til greina sem aðalstjórnandi. Áætlunin fékk nafnið “Overlord”. Roosevelt valdi Eisenhower og þar sem hann hafði áður stjórnað þremur sameiginlegum innrásum gegn þjóðverjum með fullkomnum árangri, virtis sem forsetinn hafi valið rétta manninn í verkið. Bretarnir virtu Eisenhower mikið því hann undirstrikaði það alltaf, að allir yrðu að vinna sem eitt lið að sameiginlegu markmiði, engin mistök mætti gera því þau yrðu of dýrikeypt. Mistök var aldrei möguleiki í augum Eisenhower, engin vandamál, aðeins hindranir. Þegar hann fór svo til London að leggja drögin að innrásinni var búið að finna fyrir hann dýrasta hótelið í London og herbergin voru með svörtum marmara og skíra gulli, svefnherbergið var bleikt og það voru penir hótel þjónar í hverju herbergi. Eisenhower fannst þetta bara ógeðfelt og flutti þaðan strax og bað um lítið hús sem hann hafði áður notað í skóglendi fyrir utan London. Það hét Telegraph Cottage. Ástæðan fyrir þessu öllu var stöðugt ónæði af Churchill og hans endalausu símhringingum. Starfsfólk Eisenhower vildi frekar þægindin á lúxus hótelinu en Eisenhower þráaðist við og stóð á sínu.

Þegar Rommel kom til Parísar í janúarbyrjun 1944 til að hitta von Rundstedt (sem bjó á Gerorg V hótelinu í góðu yfirlæti), fannst Rommel borgin líkjast hinni fornu heiðnu borg Babel. Rommel vildi hafa höfuðstöðvar sínar annars staðar. Aðstoðamaður Rommels stakk upp á stað sem hann hafði séð í sveitinni, hann heitir Chateu La Roche-Guyon, Rommel líkaði það vel og valdi fallegt hús sem Thommas Jefferson hafði eitt sinn gist í….

Eisenhower vildi fá sér hund sem félaga og hann fékk skoskan hvolp og nefndi hann Telek eftir húsinu, stytting á Telegraph Cottage. Rommel fór fram á að fá hund sér sem félaga og aðstoðarmenn hans fundu handa Rommel lítin hvolp. Báðir hundarnir áttu sitt sérherbergi í sveitakofunum, sem voru í kyrrðini langt frá skarkala stórborgana. Þessir tveir en samt ótrúlega líku, hersöfðingjar voru nú báðir búnir að stilla sig inn á sín mikilvægustu verkefni lífs síns og ekkert utanaðkomandi gat truflað þá….


Rommel var alltaf vanur að sækja fram og gera árás, og er Rommel setti heimsmet í því að vinna landssvæði í styrjöld, sem hann gerði í Frakklandi 1940, þá náði hann 150 mílna landssvæði á einum degi, þá fékk sveit hans viðurnefnið “The Ghost Division” og “Knights of the Apocalipse”, þar náði hann 450 skriðdrekum og 100.000 stríðsföngum og allt á einum sólarhring. En samt seinni árin varð samt þýski herinn alltaf betri í að verjast og ekki síst eftir að firra Hitlers í Rússlandi varð öllum ljós. Hitler sendi inn í Rússland 3.7 milljónir hermanna. Þegar þýski herinn kom með skottið á milli lappana aftur til þýskalands eftir ömurlega skipulagðan hernað Hitlers í Rússlandi, var tala þýsku hermannana komin niður í 2.5 milljónir. Það er eitt að vera staðfastur, en annað að vera þrjóskur og um leið siðblindur einræðisherra, sem var á hraðri niðurleið með þýsku þjóðina. Þetta vissi Rommel og þegar Rommel rekur einn af sínum undirmönnum í janúar 1944, fær hann til liðs við sig mann að nafni Hans Spiedel, hann var frá Swabia eins og Rommel og hafði barist með honum í fyrri heimstyrjöldinni…

Það var þá sem Spiedel fær Rommel með sér í að undirbúa samsæri gegn Hitler……..


Heimildir:
Stephen E. Ambrose Sagnfræðingur
Martin Blumenson Sagnfræðingur
Derek Blizard Höfundur

Í þriðja og loka kafla þessarar greinar mun ég fjalla um samsærið gegn Hitler, og að Rommel óskaði sér að hann yrði dæmdur fyrir morð gegn mannkyni….

kær kveðja,
Lecte