Hér hefur verið ritaður fróðleikur um Persaveldi.
——————————–
****Inngangsorð****
Við fjöllum hér um Persaveldi. Persar ruddust skyndilega og óvænt
upp á svið sögunnar. Þeir lögðu undir sig allar fyrri menningarþjóðir
vestan Kína og Indlands. Ekkert stórt ríki, sem Persaveldi, varð jafn
víðlent nema Kína á dögum Han-ættarinnar og áður en að Rómarveldi
kom til sögunnar.
Það mun hafa verið Kýros mikli sem kom Persaveldi á fót. En Persa-
veldið hrundi jafn fljótt aftur þegar makedóníski hersnillingurinn
Alexander mikli réðst á það.
****Um Persaveldi****
**Tungumál persa**
Fornpersnesk tunga er indó-evrópskt mál og Daríus og hirð hans var
þannig mælt. Arameiska var sennilega mál viðskiptalífsins því Persar
notuðu innfædda menn sem þjónustulið í veldi sínu. Sennilega hafa
það verið þeir sem breyttu fleygrúnunum, sem sem var letur Súmera,
í stafaletur með 36 táknum sem varð persneskt letur.
**Landbúnaður**
Persakonungar höfðu mikinn áhuga á skipaskurða- og vatnsvirkjana-
gerð, skógrækt og akuryrkju. Gerð skipaskurða og vatnsvirkjana létu
Persar sér annt um þykja. Þeir luku við skipaskurð sem tengdi Níl og
Rauðahaf. Endurreistu þeir einnig stíflu eina sem var við Memfis.
Persar voru mikið við skógrækt. Þegar þeir hjuggu eitt tré gróðursettu
þeir annað í staðinn. Flutt voru ávaxtatré frá Efratfljóti og voru gróður-
sett um austanvert Persaveldi og Persneskum hnetutrjám var plantað
á Sýrlandi. Í Mesapótamíu var sáð hrísgrjónaplöntum, og í Egyptalandi
var sáð ólífum, og þeir gerðu tilraunir með kynbætur á vínviði. Kvaða-
bændur unnu landbúnaðarstörf og ræktuðu þeir m.a. hveiti, bygg og
ólífur.
Matur jafnt fátækra sem ríkra Persa var kjöt, fiskur, brauð, ólífur,
hunang og vín var yfirleitt drukkið með. Stórir búgarðar voru hæfir til
að geta gert allt sjálfir t.d. gert sér föt og búið til mat og svoleiðis. Þeir
þurftu því sjaldnast að kaupa inn.
**Trúarbrögð Persa**
Persakonungar voru engir oftækismenn í trúarefnum. Þeir leyfðu þjóð-
um sem þeir höfðu hernumið að dýrka eigin guði. En trú Persa var ólík
trúarbrögðum íbúa fyrri stórveldanna. Hjá Medum og Persum þekktust
þrjú trúarbrögð. Þau voru: Trúarbrögð konungsins sem tilbað Ahúram-
zad, alþýðutrú sem tilbað Míþars og Anakítar, sú þriðja var egypsk
töfratrú sem kölluð var Magi.
Þessi mismunandi trúarbrögð ófust á margan hátt saman. Ahúramazta
var skapari himins og jarðar og persakonungar þágu vald sitt hjá
honum. Zaraþústra er álitinn höfundur trúar á Ahúramazta en Zara-
þústra var uppi árið 630 til 583 f.Kr. Fylgjendur þessarar trúar voru með
þeim fyrstu sem játuðu trú á aðeins einn guð. Trú á Míþas, sem seinna
meir var sólguð, má rekja til trúarhugmynda Aría á Indlandi. Gyðja frjó-
seminnar hjá Persum hét Arakíta. Magi var að líkindum medískur kyn-
flokkur sem sá heimveldinu fyrir prestum og lærðum mönnum.
**Persaveldi**
Fyrir meira en 3000 árum var Medía (nú Íran) heimkynni þjóða, m.a.
Meda og Persa. Medar ríktu lengi vel á svæðinu en árið 550 f.Kr. sigruðu
Persar undir stjórn Kýrosar hins mikla, konung Persaveldis, smáríki sem
hét Anshan. Þar með tókst honum að koma Persaveldi á fót. Árið 539
f. Kr. lagði hann undir sig Babýlon. Babýlon viðurkenndi yfirráð Kýrosar
baráttulaust; þeir kusu frekar að vera undir hans stjórn heldur en Me-
bonídusar, síðasta konungs Kelda. Þá var Persaríkið orðið voldugasta
ríki veraldar.
En árið 529 f. Kr. dó Kýros. Síðan árið 525 f. Kr. lagði sonur Kýrosar
mikla, sem Kambýses hét, Egyptaland undir sig. En uppreisnir voru
allvíðtækar á ríki hans, og Gaumata leiðtogi Magimanna, frá Medíu,
hrifsaði kórónu ríkisins. Kambýses framdi að öllum líkindum sjálfsmorð
á leiðinni heim frá Egyptalandi. Einn frændi hans braut uppreisnina á
bak aftur og settist í hásæti persakonungs undir nafninu Daríus 1.
Daríus 1. skipti veldi sínu niðu í jarlsdæmi (satrap). Yfir hverju satrapi
var einn jarl sem stýrði því. Á þeim tíma var Persaveldi sem hæðst. Það
náði yfir Mesapótamíu (nú Írak), Anatólín (nú Tyrkland) og löndin við
austanvert Miðjarðarhaf og austur þar sem nú er Pakistan og Afganistan.
Daríus 1. byrjaði að reisa borgina Persópólis en 150 árum síðar var borgin
glæsilegasta afrek í byggingarlistum allra tíma. Hún var höfuðborg Persa-
ríkis.
Á svæðum sem Persar höfðu hernumið í Litlu- Asíu, bjuggu grískir menn,
á Jóna sem var við strönd Eyjahafs. Borgríki Jóna gerðu uppreisn árið
499 f. Kr. og nutu þeir frænda sinna í Aþenu. Þessu var svarað með alls-
herjarárás Persa á Grikkland. En Grikkir unnu fullan sigur í orrustunni við
Maraþon árið 490 f. Kr.
Eftirmaður Daríosar 1. var var maður að nafni Xerxes. Hann ætlaði að
hefna ófara og hann safnaði 18 þúsund manna óvígum her til að herja
á Grikkland. Notaði hann föniska skipflota til þess að byggja loftbrú yfir
Hellaspoutos (sem heitir nú Dardenellasund). Þannig réðst hann inn í
Grikkland árið 450 f. Kr. Persar unnu Grikki við Laugarskarð. Þar fengu
þeir leiðsögn svikara meðal Grikkja og komust aftan að þeim.
Árið 334 f. Kr. hóf makedónski hersnillingurinn Alexander mikli herför gegn
Persum. Hann sigraði margar orrustur og hélt æ lengra inn í Persaveldið.
Þegar persakonungur var myrtur af eigin mönnum náði Alexander mikli
völdum yfir Persaríki alla leið austur til Indlandsfljóts. Stuttu seinna árið
331 f. Kr. hrundi Persaveldið jafn fljótt og það birtist. En þótt Persaveldi
hafi hrunið sem heimsveldi var það enn þá þjóð.
****Lokaorð*****
Ritgerð þessi var um Persaveldi á fornöld eins og þið eflaust vitið. Ríkin
sem þar standa nú eru Írak, Tyrkland, Afganistan og Pakistan.
***Heimildaskrá****
1. Bengt Åke Häger, 1990, Samferða um söguna, Sigurður Hjartarson,
Mál og menning, Reykjavík.
2. Ron Carter, 1979, Þróun siðmenningar, E.J. Stardal, Örn og Örlygur,
Reykjavík.
3. Sigríður Harðardóttir og Hálfdan Ómar Hálfdanarson (ritstjórar), 1994,
Alfræði unga fólksins, Sigríðurur Harðardóttir, Hálfdan Ómar Hálfdanarson,
Dóra Hafsteinsdóttir og Jón D. Þorsteinson (þýðing og umbrot), Örn og
Örlygur, Reykjavík.
——————————–
Allar stafsetningarvillur sem hér birtast eru á ábyrgð forsætisráðuneytisins.
Evdoxus.