Ég ætla að skrifa grein um tvo guði sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér í grískri goðafræði. Þeir voru þrír bræður Hades, Poseidon og Seifur en tel ég að sá síðastnefndi sé efni í alveg sér grein.
Poseidon.
Poseidon hefur fengið mörg nöfn en frægastur er hann fyrir það að vera guð hafsins. Hann er einnig guð jarðskjálfta og hesta.
Sæfarar treystu á hann fyrir góðri ferð yfir hafið. Margir drekktu hestum sem fórn til heiðurs honum. Hann bjó í höll á hafsbotni gerða úr kórölum og gimsteinum, og ferðaðist um í vagni dreignum af hesti. Poseidon var hins vegar mjög skapstór, og gat það valdið ofbeldi og hamförum. Þegar hann var í góðu skapi skapaði hann ný lönd í hafinu og hélt sjónum lygnum, en þegar hann var í vondu skapi lamdi hann þríforknum sínum til jarðar og þar af leiðandi fóru af stað jarðskjálftar, skip fórust og menn drukknuðu.
Hades
Hades ríkti í undirheimunum og var guð hinna dauðu. Enginn, ekki einu sinni hinir ódauðlegu vildu eitthvað með hann hafa. Enginn þorði að nefna nafn hans af ótta við það að þurfa að eiga við þennann grimma guð. Þó að hann væri grimmur og samúðarlaus, alveg sama um fórnir og bænir var hann ekki alltaf talinn illur. Þar sem að verðmætir málmar og steinar komu úr jörðinni var hann einnig talinn guð hinna ríku.
Undirheimar hans fengu einnig nafnið Hades. Þeim var skipt upp í tvö ríki: Erebos og Tartaros. Erebos er ríkið þar sem að sálir fólks fara eftir að það deyr og Tartaruos er ríkið þar sem að títanarnir voru fangelsaðir. Eins og þú sérð var Hades myrkur og martraðakenndur staður. Hans var gætt af þriggja höfða hundinum Kerberosi. Undirheimarnir voru sagðir vera skildir að frá heimi hinna lifandi með fimm ám: Akkeron, Kokytos, Flegeþon, Le.e, og Styx. Karon, sem var gamall ferjumaður, stundum lýst sem beinagrind, ferjaði sálirnar yfir árnar að innganginum í Hades.