
Guðbrandur var ekki einungis mikill skrifari, heldur var hann einnig mikill brautryðjandi í að auka þekkingu og áhuga manna á landinu og náttúru þess og hann var einnig mikill áhugamaður um landafræði og náttúrufræði. Um árið 1600 teiknaði hann t.a.m. Íslandskort sem gjörbreytti þáverandi hugmyndum manna um hvernig lega landsins var.
Hann stóð í miklum málaferlum mestalla ævina enda vann hann ötullega að því að auðga eignir Hóladómstóls og hans eigin. Einkamál hans drógu marga aðra menn inn í deilurnar enda voru jarðirnar sem hann sóttist eftir í eigu hinna ýmissa annarra manna og ekki alltaf einfalt að rifta kaupsamningi. Hann aflaði sér margra óvina með þeim málaferlum og auk þess skapaði töluverðar óvinsældir sem hann skaut stundum til lögréttu til konungs.
Hann lést úr hárri elli árið 1627 úr hárri elli, en þá var hann 86 ára gamall.