Sælir kæru félagar,

ég hef verið að sökkva mig mikið niður í heimildir úr seinni heimstyrjöldinni og þar sem ég held mikið upp á kvikmyndir og þætti sem fjalla um þetta efni hef ég komist að ýmsu sem hefur vakið óhug minn og ég skil ekki alveg af hverju mannkynnsagan hefur ákveðið að afmá og fjalla ekkert um vissa atburði sem gerðust á þessum hörmungarárum þegar heimurinn virtist hafa allt á hornum sér. Gervöll Evrópa var að hruni komin undan ofuroki nasisma og stöðugum sprengiárásum bandamanna. Allt sem brunnið gat var orðið að ösku, það stóð ekki steinn yfir steini að virtist.

Það sem við lesum saklaus alltaf um er hve bandamenn náðu að brytja þýska herinn niður, Dautshe Wehrmacht, hvernig bandamenn komust yfir Rín, og umkringja Ruhr-héraðið og gera fjölmenna þýska heri óvirka. Hámarkið og endapunkturinn er orustan um Berlín sem var til lykta leitt skömmu eftir að Hitler framdi sjálfsmorð í neðanjarðarbyrgi í Berlín. Hershöfðingjar hans í byrginu höfðu reynt án árangurs að stjórna dauðateygjum þýska hersins þaðan og oft svöruðu rússneskir hermenn símanum úr þýskum heimilum í Berlín… Hitler segir við sína yfirmenn að berjast til síðasta manns og ákveður sjálfur að fara inn í herbergi með Evu Braun, eiginkonu sinni sem hann giftist degi áður. Eva Braun horfir á eiginmann sinn og gleypir blásýrutöflu og í kvala og angist deyr hún fyrir framan eiginmann sinn sem hún elskaði. Hitler hleður Luger skammbyssu sína og setur hlaup hennar við gagnaugað sitt og hleypir af…

Seinna meir komast Rússar yfir mennskar leifar þeirra og þær eru geymdar í Sovétríkjunum fyrrverandi og þetta er staðreynd. En það sem kom aldrei fram og er hvergi skráð í mannkynssögu okkar er að Rauði Herinn framdi suma verstu stríðsglæpi mannkynssögunar fyrr og síðar og þeirra hrottalegu aðfarir voru jafnhrottalegar og og þær sem áttu sér því miður stað á okkar tímum í fyrrverandi Júguslavíu og jafnógeðfeldar og þær sem herir nasista frömdu, þess vegna fatta ég ekki af hverju aðeins einn aðili var dreginn fyrir herrétt, og öðrum sleppt sem var jafnsekur um morð gegn mannkyninu, og núna á okkar tímum þegar pólitík er allsráðandi, eru sumir flokkar sem horfa með rómantískum augum til austurs og kenninga sem kommúnistar hafa haft sem stjórntæki. Málið er og mun vera alltaf því miður, hvort sem við erum til hægri vinstri, upp eða niður, við finnum alltaf leiðir til að tortíma okkur, bara með mismunandi aðferðum.

Der Dautshe Wehrmacht retreats…. New's bulitin from New York Times…. en hvað þýddi það fyrir þau börn og konur, gamalmenni og þá þegna sem komu aldrei nálægt hernaði í Þýskalandi? Venjulega mjólkur- og kindabændur, menn sem sérhæfðu sig í að vinna osta og mjólkurafurðir? Börn sem voru að byrja göngu sína í skóla 5 ára og undirbúnings fyrir það að læra stafrófið? Það var einn einræðisherra sem fórnaði fólki sinu sem nam 30 milljón manns og skipaði vopnlausum hermönnum sínum að hlaupa út í opinn dauðann og hann sagði að þetta væru bara nauðsynlegar fórnir fyrir kommúninstaríkið. Samt drap hann jafnmarga fyrir það eitt að ná völdum og að hans völdum yrði aldrei ógnað. Samtals eru þetta um 60 milljón manns. Maðurinn hét Jósef Stalín.

Í bænum Nemmersdorf höfðu margar konur verið afklæddar og síðan krossfestar við hurðir dyrakarmana, og neglt í gegnum hendur þeirra. Sumsstaðar var þeim smalað saman og svo komu liðsforingjar með skammbyssur og sóttu þær til nauðgana. Svipaðar aðfarir Serba í Balkanskagastríðinu að undanförnu eru engin nýung. Kornabörn voru steikt lifandi í ofnum heimila og mátti heyra harmakvein þeirra og lykt langar leiðir er þau bökuðust í ofnunum.

Þrátt fyrir allt - og nú tala ég hér máli hins almenna borgara - komst fjórðungur milljónar Austur-Prússa undan, sumir landleið, aðrir á bátum eða glæfralega leið yfir þunnan ís á Frisches Haff. Ísinn hélt ekki skriðdrekum en skotið var á fólkið úr lofti. Þessi helför náði hámarki á Nehrungrifi með ísinn á aðra hönd en hafið á hina! Allir voru örmagna, sumir sálguðu sér sjálfir og frávita mæður vörpuðu börnum sínum í sjóinn. Þeir hörðustu komust loks um borð í skip, þar var sankað saman 7 þúsund manns, en sovéskur kafbátur sökkti því og öðru skipi með 3500 flóttamönnum!

Aðeins 1 þúsund flóttamenn komust af. Það er út af fyrir sig merkilegt að þessi óseðjandi grimmd og hefndarþorsti rússneska hersins gagnvart óbreyttum borgurum hefur farið frekar hljótt, um það hefur ekki verið mikið skrifað, gott fólk.

Um þessar staðreyndir er allt of sjaldan fjallað um og þegar menn hafa reynt að gera pólitíkina rómantíska gleymast oft þær hörmungar sem þær hafa leitt af sér í mannkynssögunni. Eins hefur fólk bölvað trúmálum og vissulega hafa margar styrjaldir verið háðar í nafni trúmála. Bæði þýskir og breskir prestar blessuðu vígtólin áður en þau fóru í orustur, krossfararnir drápu hundruð þúsunda múslima í nafni trúarinnar, en að ég fari að hafna Jesú sem mínum frelsara því að sumir afvegaleiddir menn komu illu orði á Biblíunna mun ekki gerst, frekar held ég mig frá pólitíkinni.

Kær kveðja,
Lecte