Sir Winston Leonard Spencer Churchill fæddist þann 30 Nóvember 1874 í Blenheim höll í Oxfordshire, Bretlandi. Hann var af gömlum aðalsættum og margir forfeður hans voru hermenn, stjórnmálamenn og rithöfundar. Einn af forfeðrum hans var hinn frægi John Churchill, hertogi af Marlborough (1650-1722), einn af fræknustu hershöfðingjum Englands.Winston var vanræktur sem barn og átti erfiða æsku sem hann þoldi bara vegna hinnar ástríku Mrs. Everest sem var barnfóstran hans. Eins og títt var um höfðingjasyni fór hann ekki í háskóla heldur stundaði nám í herforingjaskólanum í Sandhurst.
Að því námi loknu fór hann í sitt fyrsta stríð árið 1894 er hann gerðist sjálfboðaliði í her Spánverja á Kúbu og hlaut þar eldskírn. Nokkru síðar var hann í Enska hernum á landamærum Indlands og Afganistan og skrifaði um þá lífsreynslu sína fyrstu bók, The Malakand field force
Hann fór til Suður-Afríku sem fréttaritari fyrir the Daily Telegraph eftir að hafa tapað aukakosningum í Íhaldsflokknum. Hann vann aukakosningarnar árið 1900 þegar hann kom til Bretlands eftir að hafa orðið frægur fyrir að bjarga vopnaðri lest frá lausnátri óvinanna. Síðar var hann tekinn fangi og varð ennþá frægari fyrir að flýja. Eftir að vinna kosningarnar hverja á eftir annari var hann kominn á þing og farinn að græða þúsundir punda fyrir bækur og fyrirlestra og var hann þá kominn i aðstöðu til að fara eigin leiðir i pólitík. Hann hætti Íhaldsflokknum og fór yfir i Frjálslynda flokkinn.
Hann fékk sæti í nýrri stjórn Frjálslyndra sem aðstoðarnýlenduráðherra eftir að hafa unnið almenna kosningu í Manchester árið 1906.
Síðar var hann gerður viðskiptaráðherra. Árið 1910-1911 varð hann innannríkisráðherra og 1911-1915 var hann flotamálaráðherra. Þegar fyrri heimstyrjöldin braust út hafði hann undirbúið flotann vel með miklum heræfingum og nýbreytni í skipasmíðum en eftir að Gallipoli herförin misheppnaðist árið 1915 tók hann á sig sökina og sagði af sér embættum.
Churchill barðist síðan um hríð í skotgröfum Frakklands en kom aftur til starfa sem ráðherra 1917 í stjórn Lloyd George sem ráðherra hergagna og síðan sem hermála- og loftvarnaráðherra.
Eftir ágreining við Lloyd George tvístraðist Frjálslyndi flokkurinn og féll Churchill tvisvar í þingkosningum og varð að láta af ráðherraembætti en varð aftur ráðherra 1924, nú yfir fjármálum í stjórn Íhaldsflokksins en hann varð aftur að láta af ráðherra embætti 1928.
Eftir að Hitler komst til valda í Þýskalandi 1933 og Mussolini réðst inn í Eþíópíu 1935 fór Churchill að hafa þungar áhyggjur af uppgangi fasisma í heimum. Spænska borgarastyrjöldin jók enn á áhyggjur hans en fáir höfðu áhuga á að hlusta á varnaðarorð hans.
Churchill leiddi þjóð sína í gegn um ófriðarbálið mikla, seinni heimsstyrjöldina, fyrst sem flotamálaráðherra í stjórn Neville Chamberlain og síðar sem forsætisráðherra og leiddi þjóð sína til sigurs 1945.
Eftir að friður komst á hætti Winston sem ráðherra en komst aftur til valda 1951 en varð að hætta aftur 1955, 81 árs að aldri vegna versnandi heilsu.
Hann hafði haldið áfram að skrifa bækur allt sitt líf og hlaut Nóbelsverðlunin í bókmenntum árið 1953.
Winston Churchill lést á heimili sínu 24. jan. 1965, 90 ára að aldri og var jarðaður með konunglegri viðhöfn.
“Winston, if we were married. I would put poison in your coffee” - Nancy Witcher Langhorne Astor “Nancy, if i were married to you. i would drink it!” - W. Churchill