Iðnbyltingin hófst í Bretlandi um miðja 18.öld og fékk landið viðurnefnið „verkstæði heimsins“ vegna iðnvarningsins sem framleiddur var þar og seldur út um allan heim. Tollskyldum vörum var einnig fækkað úr 1100 í 48 og jukust þá inn og útflutningur mikið. Unnið var þá meira í verksmiðjum heldur en var áður og hófst svo brátt fjöldaframleiðsla og verðlækkun á vörum. Í kjölfarið jukust þá lífsgæði smám saman vegna þess að fólk hafði efni á fleiri hlutum. Eftir velgengi Breta breiddist iðnbyltingin út til Evrópu en á mishraðan hátt og á endanum færðist forskotið til Bandaríkjanna og Þýskalands þar sem að aðstæðurnar voru góðar. Í N-Frakklandi færðist iðnvæðingin einnig á tiltölulega skömmum tíma þar sem að þar var nóg af kolum og járni. En sums staðar héldust þó atvinnuhættir óbreyttir. Þéttbýli óx ört í kjölfar þessa alls og fólksfjöldi sem gerði það að verkum að sveitasamfélagið gamla minnkaði t.d. bjuggu flestir Bretar í borgum um 1900.
Á 18. og 19. öld var mikil fólksfjölgun og var það haldið af sumum að ekki yrði hægt að framfleyta öllu þessu fólki. Það var hinsvegar ekki rétt því að með fólksfjölguninni var breyting á lífsháttum, afrakstur varð meiri og þjóðartekjur urðu einnig hærri t.d. á Bretlandi ferfalt hærri. Fólk fór annaðhvort til annara heimsálfa eða urðu heima þar sem að framleiðslan varð meiri og meiri. Einnig flutti fólk úr sveitum í borgir þar sem að var hægt að fá vinnu.
Samgöngur gerbreyttust um 19. öld með tilkomu Eimreiðarinnar sem var gufuknúin. Þær fyrstu komu fram um 1830. Hægt var þá að flytja vörur og hráefni á skömmum tíma. Markaðir stækkuðu og hægt var að flytja heri einnig á skömmum tíma og auðveldar var að stjórna ríkjum. Einnig var hægt að koma í veg fyrir hungursneyð vegna þess hve fljótlegt og auðvelt var að flytja hluti á milli. Einnig var brátt hægt að sigla óháð vindátt þegar að gufuskipið kom. 1831 var fundið upp ritsímann og eftir nokkra áratugi voru lagðir sæstrengir og var það mjög mikil tækninýjung.
Í kringum 1800 flutti mikið af fólki úr sveitum og í borgir og mest var þar um ungt fólk. En erfitt var fyrir verkafólk að þéna nógu mikið til að lifa þar til um 1840 en þá fóru lífsskilyrðin að batna og atvinnutækifærum og fjölga og starfsaðstæður voru bættar.
Í kjölfar iðnbyltingarinnar breyttist stéttamynstrið í aðal og millistétt. Borgarar urðu að nýrri valdastétt en verkafólk tilheyrðu lágstétt. Langflestir borgarar voru verkafólk en borgarar fjölguðu eftir því sem leið á 19. öldina.
Í Bretlandi á 19. öld vakti tvennt óánægju. Hátt matvælaverð og úrelt kjördæmaskipan. 1815 var lagður korntollur á influtt korn í Bretlanndi og hækkaði korn þá mjög í verði. En eftir miklar deilur var tollurinn afnuminn árið 1846. En iðnaðarborgirnar Manchester og Liverpool stækkuðu mjög og varð kjördæmaskipan í landinu fljótt úrelt og var henni breytt árið 1832.
Einnig var fólk, sérstaklega handverksmenn óánægt með iðnbyltinguna vegna þess að það missti vinnuna með tilkomu véla. Jafnvel var gripið til þess ráðs að vinna skemmdarverk á vélunum og varð borgarlífið að ímynd spillingarinnar á meðan að sveitalífið var upphafið. Chartistar, sem voru handverksfólk og einnig verkafólk í véliðnaði vildu koma á almennum kosingarétti og öðrum breytingum en þegar að hreyfingin klofnaði um miðja öldina hlaut hún ekki sömu undirtektir því að lífskjör flestra voru fín og kröfurnar náðu ekki fram að ganga.
Fyrsta alþjóðasamband verkalýðsins var stofnað árið 1864 undir forystu Karl Marx sem taldi að hagsmunir milli borgaranna millistéttarinnar gætu alls ekki farið saman og hafði hún mikil áhrif á síðari hluta 19. aldar.
Vegna mikillar fólksfjölgunar og flutningi fólks úr sveitum í borgir voru aðstæður oft ekki góðar. Til dæmis rann úrgangur eftir opnum rásum á götum og í Manchester deildu sums staðar 200 manns einu kamarhúsi. Lýsingar á þessum borgum á þessum tíma voru vikilega ógeðslegar. Algengt var að fólk bjó í litlum herbergum og stundum sex til tíu manns í einu. Umhverfið var óheilnæmt og dánártíðni í borgum var hærri í borgum en sveitum.
En um 1870 voru gerðar miklar umbætur og ástandið fór að batna. Einnig náðist að draga úr útbreiðslu smitsjúkdóma og heilsufar borgarbúa batnaði mjög á síðari hluta 19. aldar. En það gekk þó hægt að fá fólk til að sjá mikilvægi þrifnaðar. Ýmsar uppgötvanir í læknisfræði leiddu einnig til lækkunar á dánartíðni í Evrópu.
Langflestir borgarbúar unnu í verksmiðjum eða námum og kallaðist það verkalýðurinn. Vinnutíminn var langur, erfiður og hraður. Algengt var að börn unnu líka en árið 1833 voru sett verksmiðjulög og árið 1842 var miðað við 10 stunda vinnudag sem var samþykktur en áður var hann miklu lengri. En vinnufólk bjó við mikið óöryggi og margar konur unnu úti til að ná endum saman þar til á síðari hluta aldarinnar þegar að hægt var að komast af með aðeins eina yfirvinnu.
Í dimmum götum stórborganna var mikil glæpastarfsemi og löggæsla lítil og léleg. Mikið var um vændiskonur og t.d. voru 26 þúsund skráðar í Englandi um miðja 19. öld. Reynt var að hjálpa þeim sem minna mátti sín með ýmsum góðgerðarsamtökun en einnig voru aðrir sem sögður að aðeins hinir hæfustu kæmust af.
Borgin skiptist má segja í tvo heima þar sem að annars vegar var erfiður heimur verkafólksins og draumaveröld borgarastéttarinnar. Borgarastéttin var mjög sterk á seinni hluta 19. aldar og réði yfir fjármagninu.
En hlutverk fjölskyldunnar breyttist smám saman og karlar fóru að vinna úti á meðan að konan sinnti heimilishaldinu en konur sem unnu í verksmiðjustörfum urðu að vinna langt frá heimilum sínum. Störf karla og kvenna urðu því aðgreindari. Konur ríktu inn á heimilinu og sinntu barnauppeldi og heimilishaldi en voru utangátta í opinberu lífi. En skipulögð kvennréttindabarátta hófst svo seinni hluta 19. aldar sem einbeitti sér að því að tryggja konum kosningarrétt.
Brátt fengu börn meiri tíma til að vera börn og leika sér en áður og drengir og stúlkur fengu svo ólíka menntun. Mest áhersla var lögð á að kenna stelpum til verka á heimilum.
Allt óþarfa kynlíf var líka forboðið og reynt var að halda samskiptum kynjanna í lágmarki á unglingsárum því kynlíf var talið heilsuspillandi.
Menningin var mikil í borgum og leikhúslíf og bókmenntir urðu mikil og fjörug. Frítiminn var nýtt fyrirbæri en hann var þó ekki langur. Millistéttarfólk fór stundum í sumarfrí og ferðalög með eimreiðum. Hjólreiðar urðu einnig vinsælar.
Staða ungs fólks breyttist einnig og urðu þau skýrt afmarkaður hópur, annað en áður þekktist. Þessi menning var til undir lok 19. aldar. Ástæðan fyrir þessu var að skólaganga varð almennari og litið var á unglingsárin sem sérstakt lífsskeið en borgarastéttin hafði illan bifur á ungu lágstéttarfólki og staða unglinga var mismunandi eftir því hvar þeir stóðu.
Efnahagsleg sjónarmið um makaval urðu brátt léttvægari og hugmynd um rómantíska ást sem forsendu hjónabands er talin koma fram um 19. öld.