Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,
Fyrri Heimstyrjöldin 1914 - 1919
Þegar þjóðir á borð við Þýskaland og Austurríki-Ungverjaland fóru að iðnvæðast og hervæðast litust þjóðum á borð við Bretland og Frakkland ekkert á blikuna. Á sama tíma var Tyrkjaveldi að liðast í sundur og Serbía sem var nýbúin að fá sjálfstæði var með derring og gerði kröfur til landa. Þá fannst Austurríki-Ungverjaland sér vera ógnað og gerði bandalag við Þýskaland og Ítalíu þar sem kallaðist Þríveldabandalagið og sváru þær þjóðir að verja hvor aðra ef ráðist yrði á þær. Þá kipptu Bretar,Frakkar og Rússar í sama streng og stofnuðu sitt bandalag, svokallað Samúðarbandalag. Frá aldamótunum 1900 fóru Bretar og Þjóðverjar að efla her sinn og flota og fóru aðrað Evrópu þjóðir líka að hervæðast og eflast í hervæðingu. Árið 1914 þurfti ekki nema eitt lítið atvik til að steypa allri Evrópu í sríð, og það var það sem gerðist. Erkihertoginn og Ríkisarfi Austurríki-Ungverjalands Franz Ferdínand var í heimsókn í Bosníu sem tilheyrði Austríkska-Ungverska keisaradæminu þegar maður að nafni Gavrilo Princip sem var Bosníu-Serbi réð hann af dögum í mótmælaskini fyir yfirráð Austurríkis-Ungverjalands yfir Bosníu. Þá sögðu Austuríkismenn Serbíu stíð á hendur og Rússar gripu til vopna Serbum til vernda Serbum og þar af leiðandi Sögðu Þjóðverjar Rússum stríð á hendur til að vernda Bandamann sinn Austurríki-Ungverjaland og þannig dróust Frakkar í stríðið útaf Samúðarbandalaginu. Daginn eftir réðust Þjóðverjar á Frakka í gegnum Belgíu og Bretar sem höfðu heitið því að verja Belga (Og Frakka og Rússa) drógust því í styrjöldina. Ítalía skippti um hlið og fór til bandamanna og til bandamanna teljast Bretar, Frakkar, Rússar og Japanir en 1917 var bylting í Rússlandi og gerðu þeir vopnahlé og drógu sig úr styrjöldinni sama ár komu Bandaríkjamenn Bandamönnum til aðstoðar. Miðveldin: Þýskaland, Tyrkland og Austurríki-Ungverjaland voru svo hinum meginn. Vesturvígstöðvarnar lágu um Belgíu og hreyfðust mjög lítið en Austurvígstöðvarnar hreyfðust mikið og lágu þær frá Eystrasalti til Svartahafs. Barist var í lofti, láði og legi og mikið í skotgröfum. Í Nóvember 1918 var svo uppreisn í þýskalandi og var svo undirritaður vopnahléssamningur 11.nóv. kl. 11:00! Nákvæmt, svo var stríðinu formlega lokið á friðarfundi í Paris 1.Jan. 1919