Sir Winston Leonard SpecerChurchill var merkilegur hermaður og stjórnmálamaður í Bretlandi. Hann leiddi land sitt í gegnum Seinni heimstyrjöldina í bandalagi við Bandaríkjamenn, Frakka og Sovétmenn. Raunar má segja að allur her og pólitískur frami Chuchills hafi verið til að undirbúa hann fyrir að stjórna landi í stríði. Því hann var ákafur föðurlandssinni, sem trúði á mikilfengleika lands síns og sögulegs hlutverks þess í sögu Evrópu, námsmaður, söguskrifari, fyrrum hermaður úr stríði og síðast en ekki síst stjórnmálamaður sem var meistari í list pólitíkarinnar, maður sem hafði verið allt sitt líf að hjúkra hæfileikum sínum svo að þegar andartakið er komið gæti hann gefið þeim lausann tauminn í frelsun Bretlands og því sem það stóð fyrir í heiminum. Churchill fæddist 30 Nóvember 1874 í Blenheim höll í Oxfordshire, Englandi. Sem barn var hann vanræktur og átti sorglega og vonda æsku, sem hann þoldi bara vegna hinnar hjartríku Mrs. Everest sem var hjúkrunarkonan hans. Eftir að faðir hans, Lord Randolph Churchill hafði þrisvar reynt að koma honum inn í Herskóla, sammþykkti Harrow akademían sem Churchill var í það loks og hann gat reynt að ná sér í frama í hernum. Hann vann svo við fréttaritarastörf á vígvellinum, m.a. í Kúbu og í Indlandi. Eftir heimkomuna frá Indlandi fór hann að hjálpa Harrow skólanum að fá fleiri nemendur. Árið 1899 hætti hann í því umboðsstarfi til að snúa sér að pólitík. Hann byrjaði í Íhaldsflokknum og tapaði aukakosningu en fékk huggun sína í því þegar hann fór til Suður Afríku við fréttaritarastörf. Mánuði eftir komuna til S.Afríku vann hann sér inn frægð með því að bjarga vopnaðri lest frá launsátri óvinanna. En þá var hann tekinn fangi en vann aftur inn frægð fyrir að flýja úr fangelsinu. Þegar hann kom aftur til Bretlands sem stríðshetja, vann hann aukakosninguna árið 1900. Hann hélt áfram að vinna hverja kosninguna á eftir annari og loks var hann kominn á þing, og græddi £10.000 fyrir bækurnar sínar og fyrirlestra, svo nú var hann í aðstöðu til að fara eigin leiðir í pólitík. Árið 1904 lennti Churchill uppá kannt við stjórn Íhaldsflokksins og hætti í honum og gekk í Frjálslynda flokkinn. Árið 1906 vann Churchill allmenna kosnigu í Manchester og fékk sæti í nýrri stjórn Frjálslyndra sem aðstoðarnýlenduráðherra. Hann var fljótur að vinna ser inn hylli fyrir það hversu ákafur hann var í sjálfstjórn í Suður Afríku.
Þegar ráðuneytið var endurbyggt eða endurskipulagt undir stjórn forsætisráðherranns Herberts H. Asquith, var Churchill hækkaður í tign og var nú orðinn viskiptaráðherra, og árið 1910-1911 varð hann innannríkisráðherra. Svo tók hann við embætti flotamálaráðherra 1911-1915. Það kom Churchill ekkert á óvart þegar fyrri heimstyrjöldin byrjaði. Þá hafði hann þegar verið byrjaður að hafa heræfingar í miklu meira mæli
Hann tók svo þátt í henni sem hermaður og flotamálaráðherra. Churchill hafði áhyggjur af heimsmálum þegar fór að hitna í kolunum aftur þegar Mussolini réðist inn í Eþíópíu árið 1935 og í Spænsku borgarastyrjöldinni og fasistar komust til valda þar og síðast en ekki síst vegna Þýskalandi Hitlers. Hann aðvaraði menn um að byggja upp flugherinn (The Royal Air Force) til að koma til móts við Þýska flugherinn (Luftwaffe). En í Seinni heimstyrjöldinni var hann forsætisráðherra Bretlands og stjórnaði herjum Breta með hörku í Evrópu og N. Afríku. Bandamenn frelsuðu Evrópu úr greipum nasismans árið 1945 og Churchill hætti sem forsætisráðherra.
Hann vann enn kosningar fyrir Íhaldsflokkinn. Hann var skipaður forsætisráðherra aftur árið 1951.
Hann sagði af sér 1955, 81árs að aldri. Árið 1959 gaf hann út annað bókverk, A History of the English – Speaking Peoples í fjórum bindum. Hann vildi halda áfram í pólitíkinni en heilsa hans bannaði það, og vinsældir hans döfnuðu. Hann dó á heimili sínu í London í Janúar 1965 þá 92 ára og fékk hann jarðarför með mikilli viðhöfn. Hann var svo grafinn í fjöldskyldugrafreit í Bladon kirkjugarði í Oxfordhire.


Þetta var m.a. brot úr ritgerð sem ég gerði um Winston kallinn Churchill. Þess vegna er þetta svona langt.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,