Part II: The Germans in Russia

Þegar Þjóðverjar voru komin með yfirráðin í Evrópu snérist hugur þeirra að Rússlandi. Rússland átti að verða að “Lebenstraum” eða lifnaðarsvæði fyrir Þýskaland. Deildir Þjóðverja lögðu af stað inn í Rússland 22. júní, 1941 kl 03:00(um morgun).

Hitler sem treysti fullkomlega á bryndeildir sínar en mistúlkaði rússnesku náttúruna hafði verið varaður við að hann ætti að undirbúa herinn betur. Hitler bjóst við að sigra Rússland á nokkrum mánuðum, fyrir kaldan veturinn. Innrásin var undarleg, herdeildirnar lentu í lítilli sem engri mótspyrnu til að byrja með. Rússarnir hörfuðu en eyðilögðu allar samskiptalínur í leiðinni, þeir eyðilögðu járnbrautir, rafmagnslínur, þeir eyddu öllu. Þá kom haustið, þungar rigningar á lélega vegi Rússlands ollu því að þeir urðu bara að leðju og þýsku skriðdrekarnir sukku í jarðveginn. Sóknin stöðvaðist ekki heldur lamaðist, það var ekki hægt að koma birgðum til liðs á víglínum en samt áttu þeir að halda áfram að sækja, það varð alltaf lengra og lengra á milli og engar leiðir til að flytja birgðir.

Dagskammtur á hvern mann af mat var hálfur brauðhleyfur. Stórskotaliðið virkaði ekki, því að í stað þess að kúlurnar sprungu þá dempaði leðjan höggið þannig þær sukku bara. Það var ein lausn, hermennirnir heyrðu af því frá öðrum hermönnum að ef þeir festust svona þá ættu þeir að finna rússneska skriðdreka til að draga sína skriðdreka, þetta var lítið mál því að rússneskir skriðdrekar voru allstaðar yfirgefnir. Þeir komust áfram en það skipti ekki máli því veturinn kom. Og hermennirnir höfðu engan búnað gegn kulda. Þeir fundu því dauða sóvéska hermenn, söguðu eða brutu á þeim lappirnar, þýddu stígvélin yfir eld og tóku skóna af og fóru sjálfir í þá.

Þegar þeir töpuðu Stalingrad í Janúar 1943 þá var þetta endanlega tapað. Draumar Hitlers um að ná takmarki Napoleons urðu að engu. Orrustan um Leningrad hófst 19. ágúst 1941. Þjóðverjar náðu fljótt að umkringja borgina, umsátrið hófst, sveitir þjóðverrja í suðri voru þó fastar því stórskotalið sóvétmanna var stöðugt að skjóta á þá þar. Þjóðverjar hefðu að öllum líkindum haft þvílíka yfirhönd en þeir höfðu ekkert Luftwaffe, allt Luftwaffe var sent á Stalingrad. Umsátrið tók 868 daga áður en sóvétmenn náðu að hrekja þá burt. Leningrad var nærststærsta klúður þjóðverja í Rússlandi. Þjóðverjar Reyndu að svelta Rússana út úr borginni með stórskotaliðs árásum. Aðgerðin var mistök, hún kostaði 100.000 Þjóðverja lífið og stóð ári lengur en umsátrið um Stalingrad. Herferðin í Rússlandi endaði í ósigri…


Næsti kafli vonandi sem fyrst…
ViktorAlex