Ætterni, nám og fyrstu kynni
af her þjónustu
Caius Julius Caesar var af gamalli Júlíanskri ætt, en hann hafði rakið ætt sína allt aftur til ástargyðjunnar Venusar. Hún var dóttir Júpíters, sem var mesti guð Rómverja. Eins og kom fram var Caesar af gamalli ætt á Ítalíu en þegar hann fæðist var hún orðin fátæk. Margir höfðu verið ræðismenn í gegnum tíðina, en Caesar erfði stjórnmálakunnáttu sína frá Maríusi sem átti föðursystur Caesars. Þessi kunnátta átti eftir að koma honum að gagni síðar. Móðir hans, Árelía, sem var virðuleg kona og vel menntuð, rak heimil á Súbúru sem var úthverfi í Rómarborg og gerði það sparsamlega. Hverfið var ekki í hávegum haft vegna hóruhúsa sem þar voru staðsett. En í þessu hverfi fæddist Caesar 100 f. Kr. og er sagt að hann hafi verið sá fyrsti sem var tekinn með keisaraskurði og að sú aðgerð heiti í höfuðið á honum. Það er samt bara vitleysa og viðurnefnið hans var ekki dregið uppskurðinum (Caesus ab utero matri) heldur hafði það nafn lengi verið í ættinni. Caesar lærði hjá manni sem hét Suetóníus og var Galli, svo það komi fram. Hann kenndi Caesari latínu, Grísku og mælskulist. Hann sagði um Ceasar að hann væri furðulega námfús og góður lærisveinn. Caesar hamaðist við ritstörf og náði miklum framförum í ræðumennsku, en losnaði undan þeirri kvöð þegar hann gerðist aðstoðarforingi Marcusar Thermusar í Asíu. Þegar hann kom heim til Rómar giftist hann Cossútíu. Skömmu síðar lést faðir hans og hann tók saman við aðra konu, Cornelíu, en það samband var umdeilt sökum tengslum við Súllu. Þetta gerist allt árið 84 f. Kr. en þá var hann aðeins 16 ára. Súllu leist ekki á þennan ráðahag og um leið og hann komst til valda skipaði hann Caesari að skilja við Cornelíu. Caesar neitaði en þá tók ekki betra við. Setur nafn hans á dauða lista, gerði arfinn hans upptækan og líka Cornelíu. Í hræðslu sinn flýr hann og gengur til liðs við Rómverska herinn í Kilikíu. Hann snéri svo heim til Rómar árið 78 f. Kr. en þá var Súlla dauður og hann ekki í bráðri hættu. En haldandi að Súlla og hans menn væru við völd. Árið 75 f. Kr. fór hann til Rhodes að læra ræðumennsku en á leiðinni var honum og hans mönnum rænt af Víkingum. Víkingarnir báðu um 20 talentur en hann kvaðst ekki vera svo lítils virði og segist láta þá fá 50 talentur. Hann sendir svo menn sína af stað að ná í þetta fé en á meðan skemmtir hann Víkingnum með ljóðum og fleiru í þeim dúr. Þegar hann er svo fenginn laus siglir hann til Míletos. Fær sér skip og menn og fer og krossfestir víkingana og hirðir féð aftur. Það sýnir góðmennskuna hjá honum að hann hálshjó þá áður en þeir voru settir á krossinn. Að þessu búnu heldur hann til Rhodes að læra.
Fyrstu ræðismanns árinn og Þrístjórnarkerfið
Eftir það snýr hann aftur til Rómar til konu sinnar Cornelínu en hún dó svo 68 f. Kr. og átti Caesar vingott við margar konur eftir það. Ræðismennska hans byrjaði á dulinn hátt, þá sem dulinn stuðnings maður Cornelínu. En árið 68 var hann kjörinn kvestor og skipaður til herþjónustu á Spáni þar sem hann barðist gegn innfæddum þjóðflokkum, rændi borgir og notaði nokkuð af þeim fengi til að borga skuldir. Hann var svo kosinn edíll árið 65 sem er umsónarmaður ríkisverka og gerði með því valdi allskonar kúnstir – allt á kostnað Crassusar. Eftir aðeins ár var hann kosinn formaður nefndar sem rannsakaði morðmál og kom þeim fyrir dómstóla. 61 var hann kosinn landsstóri (properator) yfir Spáni. Sigurgangan var ekki síst að þakka Pompeusi því hann gekk í lið með honum. Hann var ný kominn úr austri þar sem hann hafi unnið marga sigra, komið á friði í gyðingalandi (Ísrael) og stofnað einar 39 borgir. Hann hafði líka veitt Egyptakonungi lið til að bæla niður uppreisn en það gegn vægum mútum og en hann rauf svo samningin og sagðist ekki mega skipta sér af þessu málum. Hann hafði auðgast gífurlega og var annar ríkasti maður í Róm á eftir Crassusi. Ráða menn urðu smeykir um að Pompeus mundi taka völd fyrst hann var með hliðhollan her. Svo kom ekki á daginn því hann splundraði hersveitum sínum en hélt í einkasveit sína og hélt inn í Róm. En hið vanþakkláta öldungaráð neitaði að staðfesta sigra hans og líka að gefa hermönnum hans land til að byggja. Þarna kom svo Caesar inn, því hann, ásamt Crassusi, stofnaði þrístjórnarkerfið fyrra. Það var þannig að Pompeus studdi Caesar til ræðismans og ef hann næði kjöri myndi Caesar koma tillögum Pompeusar á framfæri en hann vildi skipta landauðinum sem hann hafði eignast á mill 20.000 fátækra borgara og líka á mill hermanna sinna. En tollheimta tók þriðjung af fénu og öldrunarráðið var eindregið á móti þessu en Caesar, sem hafði verið kosinn árið 59, barðist fyrir að þetta færi í og stæð og tókst það með sömu klókindum og Gracchusbræður gerðu. Hann fór með málið til þjóðþings. Sama ár lagði Caesar fram tillögu um að ríkislönd í Campaníu skildu skiptast á milli hjóna með þrjú eða fleiri börn. Honum tókst það og var þá valdabaraátta Gracchusbræðra lokið.
Árin í Gallíu
Eftir ræðismannaárin hjá Caesari lét hann skipa sig landstjóra í Gallíu. Það var 58. Hann réði yfir Gallíu Cisalpínu og Gallíu Narbónensis sem er í dag Norður-Ítalía og Suður Frakkland. Árið 71 hafði Germanskur foringi að nafni Aríóvistus, farið með 15.000 Germani inn í Gallíu til að hjálpa nokkrum Göllum sem áttu í frændaerjum. Þegar hann var búinn að hjálpa Göllunum settist hann að og ætlaði að hneppa alla Galla í norðvestur Gallíu undir veldi sitt. Einn ættbálkurinn, Aedúar, báðu um hjálp frá Rómverjum. Öldungaráð Rómar fól landstjóra í Gallíu að stjórna þessum aðgerðum, en á þessum tíma var flokkur Aríóvistusar í vinatölu Rómverja. Aríóvistus var nú kominn með 120.000 manna lið og hugðist taka undir sig alla Gallíu og hélt yfir Rín. Rómverjar brugguðu Caesari rán, en vissu ekki að hann bruggaði ráð til að bjarga Róverjum. Hann safnaði nú liði. Hann fékk fjórar sveitir sér til hjálpar og var með fjórar til viðbótar. Hann bað Aríóvistus að koma á sinn fund en hann neitaði eins og Caesar grunaði. Nú lýsir hann bæði Aríóvitusi og Helvetum stríð á hendur. Halvetar voru þjóð sem ætlaði að sem ætlaði að fara um skattland hans í leyfisleysi. Þessi þjóð var um 370.000 á leið frá héraði umhverfis Genf til Suður-Frakklands. Caesar heldur með her sinn til móts við Heveta og gerir útaf við þá, Bibracte, höfuðstað Aedúa en hún heitir Autun í dag. Gallar þökkuðu honum fyrir og báðu hann svo að losa þá við Aríóvistus. Hann háði harða orrustu við Ostheim og feldi þar nær alla menn Aríóvistusar eða tók til fanga, að hans eigin sögn. Nú fór hann að leggja undir sig alla Gallíu og fór Öldungaráðið að kalla það Rómverskt skattland. Hann vann sigur á hverjum Gallaflokknum á fætur öðrum og sigriði þar að auki Belga sem áttu heima í Norður-Gallíu milli Rínar og Signu. Almenningur í Róm var mjög hrifinn af honum. Manni sem barðist í fjarlægð. Hann fór svo yfir Alpana til Gallíu Císalpínu og sýslaði á stjórnmálum þar. Hann boðar svo Pompeus á fund sinn og Crassus með. Þeir leggja á ráðinn um að Crassus og Pompeus mundu bjóða sig á móti Domitíusi á kosningunum 55. Síðan myndi Pompeus verða landstjóri yfir Spáni og Crassus yfir Sýrlandi. Hann myndi svo verða áfram landstjóri í Gallíu í fimm ár til við bótar. Crassus og Pompeus myndu verða landstjórar í fimm ár eins og hann sjálfur. Caesar studdi þá með ránsfé frá Gallíu og komu miklir fjárstraumar frá honum sem skapaði atvinnulausum vinnu við kaupa embætti og byggja. Vinir hans urðu svo ræðismenn vegna mikilla mútu þegna öldungaráðsins, og hann hélt svo skyldum sínum áfram í Gallíu. Nú hefðu tveir germanskir þjóðflokkar ráðist inn í Belgísku Gallíu. Vildu allir gallar leita germanana um hjálp gegn Rómverjum. Átti Caesar í orrustu við innrásarherinn við Xanten árið 55 og hrakti þá yfir Rín. Hann feldi nokkra en sumir drukknuðu á leiðinii yfir Rín. Síðan lét hann verksnillinga sína smíða brú sem var um 1400 fet að breidd á aðeins tíu dögum. Fór svo með hersveitir yfir Rín og herjaði á Germani í tvær vikur þangað til að Germanir skildu að Rín voru orðin landamæri. Nú datt honum í hug að herja á Breta. Honum hafði verið sagt að þar væri gnógt af auðæfum, bæði meðal borgara og í jörðu. Honum hefur kannski dottið í hug að hann gæti búið til nóg að vopnum handa herjum sínum með málminum. Hann hélt yfir Ermasundið þar sem nú er líklegast Clais og kom líklegast í land í þar í dag er Dover, en á þessum stöðum er styðst yfir. Hann vann skjótan sigur á Bretum enda þeir miklu verr búnir miða við Rómverja. Hann varð hinsvegar fyrir því í Bretlandi var ekki neitt. Hann kom svo aftur til Bretlands árið eftir, vann hershöfðingjann Cassivelánus, og hreppti þá til skattlanda sinna. Til að krydda frá sögnina gátu Rómverjar aldrei unnið Skota á Norður-Bretlandi. Honum hafði líklegast borist upplýsingar frá njósnurum sínum í Gallíu því hann fór að herja á Ebúrónum. Hann hélt svo í annað sinn inn í Germaníu til líklega að láta vita af sér, en hann hélt svo til norður Ítalíu með nokkuð lið en skildi eftir nokkuð af liði eftir í Gallíu. Hann hugðist hafa vetursetu á Ítalíu. Árið 52 f. Kr. barst honum fregnir um að Gallar undir stjórn Vercingetórixi nokkrum ætluðu að stofna til frelsisstríðs. Caesar fól Decímusi Brútusi herstjórn og hélt til móts menn sína í Gallíu með nokkra riddara og ætlaði að herja á Vercingetórix. Hann fór yfir snævi þakin Cevennafjöllinn og fór fram hjá her Vercingetórix og þeyttist norður til mótsvið her sinn í norðri. Þegar þangað var komið snéri hann til baka og byrjaði að herja á uppreisnar mennina. Fyrst settist hann um borginnar Avarícum og Cenabum, gerði útaf við íbúa þeirra og aflaði fés og vista og hélt til Gergóvíu. Þar þurfti hann að hörfa frá því Gallar veitu honum mikla mót spyrnu. Nú snéru Aedúrar við honum bakinu og gengu til liðs við Germani. Þeir hefðu ráðist á byrðar stöðvar hans í Soissons og ætluðu að hrekja hann aftur inn í Gallíu Narbónersis. Caesar hafði aldrei komist í hann svona krappan. Hann tók þá áhættu að setjast um borgina Alesíu, en þar hélt Vercingetórix sig. Þar var Vercingetórix með 30.000 manna lið og var Caesar með jafnmarga hjá sér. En það voru 250.000 Gallar á leiðinni úr norðri. Hann á hvað að hlaða tvo víggarða sitthvoru maginn við borgina, fyrir framan og aftan. Menn Vercingetórixar unnu ekki á veggjunum í heila viku og endaði með að menn hans sultu til bana. Voru menn Caesars lagt komnir af því að deyja úr hungri líka. Fór Caesar með Vercingetórix í gegnum Róm í sigur göngu en hann lét lífið fyrir frelsið. Næstu árinn urðu nokkrar uppreisnir en Caesar barði þær niður með harðri hendi. Hann varð svo aftur þessi góði mildi landstjóri. Nú hafði hann frétt af óeirðum heima í Róm. Caesar hafði líka notað tíman sem hann var í Gallíu og skrifað um ár sín þar.
Borgarstyrjöldin í Róm
Hinir með limir þrístjórnarkerfisins höfðu notað mútur, ógnum og morð óspart meðan þeir voru ræðismenn. En nú var Crassus farinn til Sýrlands með mikinn her. Hann var svo drepin með svikum þegar hann var á fundi með foringja Parþa. Crassus hafði þurft að hljóta í minni pokann þegar honum beið ósigur gegn Pörþum við Carrhae. Í þeirri orrustu hafði sonur hans látið lífið og herinn splundrast að lokum. Sagt er að höfuð hans hafði verið sent til Parþakonungs og þjónað hlutverki Panþeifs í leikriti eftir Euirpídes. En Pompeus fór aldrei til Spánar og fór þá á ætlun Caesar til fjandans. Áætlun hans var á þann veg að Pompeus myndi hafa tekið vestur hluta Spánar en hann fór ekki, Crassus myndi taka Armeníu og Parþíu, og Caesar á sama tíma að taka svæðið norður að Tempsá og Rín. Hann hafði safnað lið og komið sér vel fyrir í Róm. Meðan öllu þessu fór þessu fór fram, flykktust óvandaðir menn og illmenni til Rómar. Menn stálu öllu sem stolið hefði getað verið. Á sama tíma var öldungar ráðið að ræða um að synja Caesari um landstjóra leifið í Gallíu en alþýðumann hefðu bjargað honum með neitunarvaldi. Árið 49 f. Kr. lyki stjórnar tíð hans og hann myndi þá bjóða sig fram um haustið það árið . Cató vildi sækja hann til saka og gera hann útlægðan frá Ítalíu. Caesar reyndi að miðla málum og samþykktu tillögur Pompeusar um að senda eina hersveit frá honum og eina frá Caesari til Panþíu. Caesar felst á þetta þó hann hafði ekki mikið af liði eftir. Það kom seinna í ljós að sveitirnar voru ekki í Paþíu heldur voru þær geymdar Capúu. Hann bað fylgimenn sína í ráðinu um að koma því kring að hann fengi að bjóða sig fram sem fyrr. Öldungar ráðið brást illa við þessu og hótaði að taka af honum herlið hans. Hann lagði svo til sem kom vel fyrir hjá almenningi að hann og Pompeius myndu báðir leggja niður völd sín, en Pompeius kom í veg fyrir það. Í lok ársins 50 var Caesar lýstur yfir svarinn óvinur ráðsins í Róm ef hann legði ekki niður vopn fyrir fyrsta júlí mánaðar. Hann setur þá fram tillögu fyrir ráðið, að hann léti átta af tíu herjum sínum af hendi, en hann fengi að vera landstjóri í Gallíu til ársins 48. Hann spillti eiginlega með því að seigja að ef ekki væri honum sagt stríð á hendur gegn Róm. Það var Cúríó sem las upp þessa tillögu fyrsta dag ársins 49. Cíceró var hlynntur þessu skipulegi og var Pompeius það líka en Lentúlus var það ekki og sá til að liðs menn Caesars, Cíceró og Antoníus yrðu gerðir brotrækir úr ráðhúsinu. Eftir mikið muldur fól ráðið Pompeiusi að “sjá svo um að ekkert mein yrði unnið ríkinu” en í hugum Rómverja þýddi það Alræðisstjórn og hernaðarástand. Hann vissi að Gallía gætti stofnað til uppreisnar ef til borgarastyrjaldar kæmi, því hann hafði ekkert vald til að gefa ráðinu úrkosti, en ef léti undan yrði borgin full af aftur haldsmönnum og óstjórn. Hann frétt af því að Títus Labíensus hafði gengið í lið með Pompeiusi og kallar þá saman hersveitir sínar þrettán og ávarpaði þær og byrjar á orðinu: “Commilitones!” sem á góðri íslensku þíðir “Samherjar!”. Allar sveitir hans voru honum voru honum mjög hliðhollar og höfðu þær fylkt honum í hættu sem í harðræði. Skírði hann frá stöðu þeirra og voru þeir með honum alla leið. Þann tíunda janúar 49 hélt hann yfir fljótið Rúbícon, en það
fellur úr Adríahafi sem er skammt norðan frá Arimínum, sem voru suðurmörk Gallíu Cisalpínu. Hann á þá að hafa sagt þessi frægu orð, “ Iacta est alea” sem þýðir “Skal nú teningunum kastað”. Talið er að hann hafi kannski sagt þetta á grísku, en Rómverjar snobbuð mikið undir Grikki. Alstaðar þar sem hann kom var honum fagnað, en þetta var að miklu leiti fífldirfska far sem níu hersveitir hans voru í norður Gallíu. Pompeius var með 60.000 mann lið en tólfta hersveit hans náði honum í Pícenum og sú áttunda í Corfiníum. Hann myndaði svo þrjár nýjar hersveitir úr föngum, sjálfboðaliðum og heimamönnum. Hver borgin opnaði hlið sín fyrir honum, en hann skipaði mönnum sínum að ræna engu í borgini Corfínum sem veiti viðnámi í lítinn tíma og gafst svo upp. Hann bað þá Lentúlus að reyna að miðla málum sem ræðismaður. Hann skrifar Cíceró bréf um að hann léti vopnin síga og fá Pompeiusi öll völd ef hann fengi að lifa í friði. Nú hörfar Pumpeius úr höfuðborginni þó hann væru mun lið fleiri og fer með lið sitt yfir Adírahaf til Brúndisíum til að veita þeim meiri þjálfun. En Caesar hélt inn í Róm þann 16 mars og var ekki veit neitt viðnám. Hann kom lögum og reglu í Róm. Alþýðumenn boðuðu það sem var eftir af öldungráðinu til fundar og bað Caesar þar að vera skipaður alræðismaður en því var synjað. Hann bað þá um að það yrðu gerðir menn út til að semja frið við Pompeius en því var hafnað. Caesar vildi taka úr sjóði ríkisins en Lúcíus Metellus mæti gegn því í fyrstu en féllst á það þegar Caesar sagði honum að honum fyndist erfiðara að bera upp ógnunina en að framkvæma hana. Hann notað fjármuni ríkisins óspart en skilaði öllum ránsfeng úr síðustu ránsferðum sínum. Hann hvarf svo aftur til manna sinna og ætlaði að mæta Pompeiusi sem var með herlið sitt á Grikklandi, Spáni og Afríku. Nú voru kornvistir Ítalíu að skornum skammti svo Círíó fer til Sikileyjar og gefst Cató upp og flýr til Afríku en þar býður Círíó ósigur og fellur hann í orrustunni, en var ekki óánægður yfir dauðanum heldur því að bregðast Caesari. Á sama tíma var Caesar á Spáni þar sem hann gerði hrapalega hernaðarskyssu eins og fyrr í Gallíu, og beið hermönnum hans bæði hungur og ósigur. En hann snéri leiknum við með því að breyta farveigi nokkra ára svo hann stöðu sinni. Hermenn hans vildu ólmir leggja til atlögu en hann beið þolinmóður eftir að Pompeiusarmenn gæfust upp. Þegar það gerðist gekk gjörvallur Spán honum í skaut í ágústmánuði 49. Hann fór svo landleiðina heim til Ítalíu en var veit mótspyrna af Lúcíus Dómitíusi við Marseilles, en hann hafði gefið honum gefið honum frelsi við Corfiníum eftir að hafa handsamað hann. Eftir erfitt um sátur vann Caesar sigur og var kominn heim í desember sama ár. Nú var staða hans orði mjög góð og létti þeirri kvöð af mönnum að það kynni að koma hungursneið í Róm. Nú var ráðið í Róm búinn að útnefna hann alræðismann en hann lagði niður þá nafnbót þegar hann var kosinn annar tveggja ræðismann 48. Caesar útbýtti korni meðal lýðsins og ónýtti útlegðardóma nema hjá Míló og gaf öllum höfðingjum upp sakir sínar ef þeir vildu snúa heim. En eingin þakkaði honum fyrir velgjörð hans. Meðan hann var í Þessílíu að kjást við Pompeius, fóru afturhaldsmenn að brugga honum ráð og gengu í lið með Cessílíusi, sem hét að afnema allar skuldir, gera upptækar landeignir og skipta upp á ný. Síðla árs 49 fór Caesar til fundar við her sem hjálpar menn hans höfðu dregið saman í Brúndisíum og tók með þriðjung af 60.000 þúsund manna lið á tólf skipum að vetrarlagi yfir Adírahaf, en það var í fyrsta skipti sem vitað er um að það var gert. Hann vissi að menn Pompeiusar sátu fyrir honum á ströndum og eyjum en hann hélt ótrauður áfram til Epeiros. Á leiðinn heim til Ítalíu brotnar skip hans í span, en hann bjargaðist. Nú var pompeius búinn að afla sér mikilla vista úr borginni Dyrrhechíum en réðst ekki á hungurmorða lið Caesar. Marcus Antoníus hafði reddað sér skipum og sigldi yfir með lið Caesars. Hann gerði svo árás á Pompeius sem mistókst og flúði inn í Þessílíu til að hvíla menn sína sem ólmir vildu gera aðra árás. Nú gerir Pompeius skissu sem kostaði hann lífið. Hann fór ekki til Ítalíu eins og herforingjar höfðu sagt honum að gera heldur ákveður að gera útaf við Caesar. Úrslitaorrustan var háð þann 9 ágúst árið 48. Var Pompeius með 48.000 manna fótgöngulið og 7.000 riddara, en Caeasar bara með 28.000 manna fótgöngulið og 1.000 riddara. Vann Caesar sigur og ritar sjálfur að hann hafði bara misst 200 menn af sínu lið sem er mjög ólíklegt. Pompeius slítur heiðursmerkið af skikkju sinni og fýr til Larissu og komst Marcus Brútus einnig undan enn hann hafði skipað mönnum sínum
að taka hann höndum. Hann kemur fyrst við í Mytilene buðu borgarbúar honum að setjast að, en hann neitar. Hann fer svo til Alexandríu, en þar bíða eftir honum geldingur að nafni Póthínus sem var vesír hins unga Ptólememosar XII. Póthínus bíður þrælum sínum að vega hann og hefur vænst góðra launa frá Caesari. Þeir gera það og þegar Caesar kemur til Alexandríu snýr hann sér undan og tárfeldi þegar þeir sína honum höfuð Pompeiusar.
Kleópatra og Egyptaland
Eftir að Ptólemeosar VI dó (árið 145 f. Kr.) var Egyptaland á hraðri niður leið. Konungar landsins voru ófærir með að halda landinu upp. Öldungaráð Rómverja hafði vaxandi áhrif á landið og var búið að skipa setu lið í landinu. Samkvæmt erfðaskrá Pótlemeosar XI stóða að börn hans, Kleópatra og Pótlemeos XII tækju við landstjórn í Egyptalandi og átu að stjórna því í sameiningu, en Pompeius og Gabiníus höfðu elt hin dauða konung til valda. Talið er að Kleópatra hafi verið ljóshærð og verið af Makedónskum ættum. Hún var vel mentuð. Kunni reiprennandi grísku, egypsku, sýrlensku og margar önnur tungumál. Hún kunni gríska sögu, bókmenntir og heimspeki. Hún er sögð hafa skrifað ritgerð um fegrunarlyf og önnur lif. Hún var snjall stjórnandi og gerði sér grein fyrir að Egyptar gætu ekki staðið gegn Rómverjum, þó að það þótti við hæfi að hún drottnaði í báðum ríkjum. Caesar varð mjög fúll þegar að hann frétti að Pótlemeos hinn yngri hafði rekið hana í burtu og stjórnaði ríkinu einn. Hann sendi eftir henni í leynd, og kom hún til hans á sama hátt. Var hún með slá yfir höfði sér sem þjón hennar að nafni Apollódórus hélt yfir henni. Caesar varð furðulostinn af gáfum drottningarinnar. Hann náði að sætta systkinin og setti hana við hlið bróður síns. Síðar seigir rakari Caesar honum að Pótínus og egypskur herforingi að nafni Acillas væru að brugga honum launráð. Lætur hann drepa Pótínus í laumi en Acillas kemst undan með herlið sitt sem var í hefndar hug. Og ekki bæti úr skák að rómverska setu liðið gekk í lið með uppreisnarmönnunum. Caesar dó ekki ráða laus heldur breyti hann konungshöllinni og nærliggjandi leikhúsi í virki og sóti eftir hjálp til Litlu-Asíu, Sýrland og Ródós. Hann sá að floti hans var óðum að falla í hendur óvinarins, brenndi hann skipin, og brann hluti bókasafns Alexandríu með. Hann tók svo eyna Faros til að geta hjálpað liðsaukanum en hann var hrakkinn út á sjó í baráttunni um eyna og sinnti í land í örvadýfu óvinarins. Pótlemeos sá að uppreisnarliðið mundi vinna og gekk í lið með þeim og er þannig úr sögunni. En þegar liðsaukin loksins kom tvístraði Caesar liði uppreisnarmann við baráttuna við Níl. Hann launaði Kleópötru tryggðina með því að setja yngri bróður hennar, Pótlemeos XII, við hlið hennar og gerði hana þannig að alvaldi í Egyptalandi. Caesar dvaldist í níumánuði í Alexandríu og það er líklegt að hann hafði beðið þess að ófæddur sonur hans kæmi í heiminn. Nú frétti hann að Farakes og hafði heitið öll austlæg ríki að rísa gegn Rómverjum enn einu sinni. Caesar endur reisir sveitir sínar þrjár og fór með undra hraða með fram ströndum Egyptalands í gegnum Sýrland og Litli-Asíu og inn í Potos þar sem Farakes var og vinnur sigur á honum og sendir skilaboð til Rómar. “Veni, vidi, vici” sem útleggst “ Kom, sá og sigraði”. Dólabella hafði nú gengið í lið með Caelíusi og lagði hann þjóðþinginu frumvarp um að afnema skuldir. Antóníus beit herliði sínu gegn óvopnuðum vesalingum Dólabella. Talið er að átta hundruð manns hafi fallið á Rómartorgi. Sextus sonur Pompeiusar hafði safnað liði á Spáni og var nú lítið um korn á Ítalíu. Þegar Caesar kom heim með Kleópötru og nýfæddan son hans, var hann gerður að alræðismanni. Hann tók til hendinni og gerði Marcus Brútus að landstjóra í Gallíu Cisalpínu. Hann aflaði fjár fyrir Róm með því að selja landeignir. En þegar hann snéri sér að Pompeiusarsinnum frétti hann að hersveitirnar sem hann hafði lagt mest traust á voru búnar að gera uppreisn. Hann talaði þá til þeirra og sagði að eftir þessa orrustu fengju þeir að hætta sem hermenn. Hann fór svo fylktu lið til afríku og vann sameinaðlið Metellusar Skipíós, Catós, Labíensar og Júbu I. Númidíukonung.
Dauði Caesars
Eftir sigur hélt hann heim til Rómar en og aftur og kom skikka á. Caesar lenti nú í þeirri stöðu eins og Alexander mikli forðum hvar skildi staðar numið í stækkun Rómarveldis. Hann sá að veldið var opið fyrir árásum frá Dóná, Efrat og Rín. Svo hann hugðist fara í mikinn leiðangur til að hefna Crassusar í Parþíu og halda svo kringum Svartahafið og friða Skýþíu. Taka svo Germaníu undir veldi Rómar og þá væri Róm óhult. Alþýða í Róm var hæst ánægð með áætlun hans en höfðingjastéttin ákvað að ráða hann af dögum. Þann 15 mars lést Caius Julius Caesar eftir að hafa verið bruggað launráð af Cassíus, Brútusi og fleiri alþýðumana.
Ég mun ekki láta kúa mig af fíflum heimsins. Og ég veit að ég stafset ekki vel.