Góðan dag góðir hugarar…ég er búinn að gera ritgerð um Russland´fyrir skólann í landafræði og ætla ég að leyfa ykkur að sjá hvernig hefur tekist hjá mér….endilega komið með komment…ég hlusta ekki á skítköst þannig að ekki vera að koma með þau, sóar bara tímanum hjá ykkur….ég á eftir að fara yfir hana og leiðrétta villur og þannig en njótið bara vel:D





Rússland




Inngangur
Í örófir alda hefur Rússnenska þjóðin þjást vegna harðstjórnar og annars. Ég hafði áhuga á þessu landi vegna kommúnistans, Sovétríkjanna og Seinni heimstyrjaldinnar. Ég ætla að reyna að segja frá helstu borgunum, vötnum og Úralfjöllunum. Einnig ætla ég að segja frá Rússlandi og tveggja fræga kommúnista, Stalíns og Leníns. Njóttu vel!



Um Rússland

Rússland er stærsta land í heimi eða 17,1 milljón ferkílómetra svæði. Ef þú myndir keyra í gegnum Rússland myndir þú keyra í gegnum ellefu tímasvæði og keyra í gegnum tvær heimsálfur: Hina merkilegu Evrópu sem ég bý í og fjölmennustu álfu heims, Asíu. Í Rússlandi búa um 146,4 milljónir af fólki. Í Rússlandi er mikið af náttúruauðæfum s.s gulli, silfri, demöntum, eldsneyti og mikið af skógum. Aðrir atvinnuvegir landsins eru m.a efna-, skógar- og timburiðnaður. Um 15% af atvinnumennsku í Rússlandi tengist varnarmennsku þeirra.Í dag er einnig viðskipta- og þjónustugeirar mikilvægir fyrir efnahag landsins. Atvinnu leysi er frekar mikið í þessu landi en það nemur 14%.

Þótt að öll þessi neikvæðna umfjöllun sé um Rússland vegna lélegrar stjórnunar og lélegs efnahags er ekki hægt að neita því að Rússland er gullfallegt land sem vert er að skoða og heimsækja.


Vladimar Lenín.


Vladimar Lenín eða Vladimir Íljítsj Úljanov var eitt sinn æðsti ráðamaður Rússlands frá árinu 1917 til ársins 1924. hann fæddist árið 1870 og dó árið 1924 úr berklum. Lenín var stjórnmálamaður og hugmyndafræðingur frumkvöðull Marx-Lenínsmans og fyrsti höfðingji Sovétríkjanna. Á árunum 1900-1917 áttu Lenín lengst af heima í útlöndum en kom svo árið 1917 og gerði svokallaða Októberbyltinguna þann 25 október. Eftir það barðist hann af hörku á móti bráðabirgða stjórninni sem kom í staðin fyrir keisarastjórninni og krafðist þess að allt vald væri fengið Sovétum.(Verkamönnum, bændum og hermönnum) Eftir 1923 fór heilsu hans að hraka og í pólítískri erfðaskrá varði hann við auknum völdum Stalíns og bað um það að hann yrði sviptur embætti sem aðalritari kommúnistaaflsins. Hann lést ári seinna.



Jósep Stalín


Það er mjög misjafnt hvað mönnum finnst Stalín hafa verið. Mér finnst hann sjálfur hafa verið ofbelldisfullur hálfviti sem vissi ekkert í sinn haus. Þegar hann fékk það mikla verkefni að stjórna eitt af voldugasta ríki heims eða svo þá fannst öllum rússum hann vera bjargvættur því að þeir töldu hann geta koið landi sínu upp úr þessum öldudal sem þjóðin hafði verið í í mörg ár.

Jósep Stalín fæddist árið 1879 í landinu Georgíu, gamla sovétsambandslýðveldinu. Hann var skírður Joseph Dzhugashvili en tók að sér nafnið Jósep Stalín en hann er þekktastur undir því nafni. Stalín fékk pólitíska áhugann í sig ungur að árum og varð heillaður af sósíalista hugsun Karl Marx og Friedrich Engels. Stalín var rekinn úr skóla 18 ára gamall fyrir að stunda svokallaðan Marxishóp, sem var nefndur eftir Karl Marx í næstum því 4 ár. Þótt að Stalín væri mikill pólítíkus þá hafði hann meiri áhuga á að verða prestur en sá draumur rættist því miður ekki því að hann var rekinn úr prestaskólanum fyrir að vera með ýmiss konar byltingastarfsemi. En hann Stalín kippti sér nú ekki upp við það því að pólitíkin hafði fangað hann, dýrðardagar og hræðilegir dagar biðu Rússlands og ekki var aftur snúið.

Til að byrja með rændi hann banka í Georgíu til að afla fjárs til byltinga hops sem hann var í. Eftir það gekk hann í Bolshevikaflokkinn þar sem Lenín var stjórnandi og árið 1912 var hann orðinn forystumaður flokksins. Árið 1922 var hann gerður að aðalritara framkvæmdarnefndar, þetta embætti var ekki eftirsóttarvænt á þessum tíma en þetta var þó grunnur í að geta beytt “hreinsunum” eftir fall Leníns. Þetta ár átti eftir að ráða úrslitum um að verða formaður Bolshevikaflokksins. Á þessum árum var hann álitinn dyggur og hugsaði eingöngu um velferð flokksins og Sovétríkjanna. Þó að hann væri frekar hliðhollur stefnu flokksins þá sýnda hann stundum “stórrússnenskan” hrottaskap. Til að nefna dæmi voru þar hreinsanirnar fremstar í flokki.


Vinsælustu Íþróttir Rússlands

1. Frjálsar íþróttir – 9. milljónir (Þáttakendur)
2. Blak – 7. milljónir (Þáttakendur)
3. Körfubolti – 5 ½. Milljón (Þáttakendur)
4. Fótbolti – 5. milljónir (Þáttakendur)
5. Íshokkí – 550.000. þúsund (Þáttakendur)





Ýmsir fræðimolar um Rússland

Lofstlag: Temprað meginlandsloftslag.

Gróðurfar: Laufskógar og barrskógar

Hæð yfir sjávarmáli: Meðaltalið er u.þ.b 200 m.

Veðurathugunarstöð: Novosíbirsk

Íbúafjöldi á km²: 9 manns á km²

Íbúafjöldi: 144.7 milljónir íbúa

Stærð: 17.000.000 km2

Gjaldmiðill: Rúbla

Stjórnarar: Lýðveldi, fjölflokkakerfi, lýðveldi

Höfuðborg: Moskva

Rússnenska rúllettann: Ein frægasta rúlletta heim er Rússnenska rúllettann. Eitt skot er sett í byssu og hlauphjólinu síðan snúið í hringi og síðan er skotið þegar annaðhvort hjólið er stoppað eða er ennþá á ferð. Keppt er um mikinn pening og til mikills að tapa og mikills að vinna.


Sovétríkin

Um Sovétríkin
Í Sovétríkjunum bjuggu 100 þjóðir, og þjóðarbrot og voru þau mynduð af 15 sambandslýðveldum, 20 sjálfstjórnarlýðveldum, 8 sjálfstjórnarhéruðum. Sagt er að Sovétríkin hafa verið 22.402.200 km á flatarmáli og íbúar u.þ.b 180.000.000 þúsund en talan minnkaði og minnkaði og eftir 15. janúar 1970 voru íbúarnir orðnir 241.748.00. Höfuðborg Sovétríkjanna var ávallt Moskva.

Menntamál
Árið 1879 kunnu 40% folk á aldrinum 9-49 ára að skrifa og lesa en árið 1941 hafði prósentutalan snarhækkað eða uppí 94% á sama aldri að lesa og skrifa. Ríkið var á mjög háum stigum menntamálalega séð en alls voru 199.00 þúsund skólar í landinu. Skólar voru byggðir allstaðar í landinu, allt frá Úzbekistan til Moskvu.

Landsframleiðsla
Í Sovétríkjunum var gerð 5 ára áætlun um framleiðslu og tókst hún með príðum. Þegar heimskreppan mikla skall á hafði það lítil sem engine áhfrif á Sovétríkin vegna skipulagðrar framleiðslu. Þegar Lenin var við völd í Rússlandi einkenndist landframleiðsla hans af landbúnaðariðnaði en þegar Stalín tók vildi hann leggja áherslu á iðnaðarframleiðslu. Helsta iðnaðarframleiðslan var þungaiðnaður en þannig mátti búa til úrvals her með nýrri tækni. Þessi iðnaðarframleiðsla hélst áfram gangandi þangað til að Sovétríkin liðu unndir lok.

Stjórnarskráin
Hér á eftir mun koma bein tilvitnun í stjórnarskrá Sovétríkjanna frá árinu 1936, þar segir svoáhlóðandi: ,,Hið sósíalíska efnahagskerfi myndar efnahagsgrundvöll Sovétríkjanna, en undirstöðuatriði þess er, að framleiðslutækin eru í félagslegri eigu. Þessu skipulagi var komið á, eftir að hið kapítalíska efnahagskerfi hafði verið upprætt. Efnahagslíf Sovétríkjanna er háð og því er stjórnað samkvæmt ríkisáætlun um þróun efnahagslífsins. Áætlunin miðar að því að auka þjóðarauðinn og bæta efnalega og menningarlega aðstöðu verkalýðsstéttarinnar. Hún hefur einnig að markmiði að efla sjálfstæði og varnarmátt Sovétríkjanna. Sérhver borgari, sem gengur heill til skógar, á að líta á það sem skyldu og heiðurskvöð að hafa einhvern starfa, og er þetta í samræmi við grundvallaratriðið: “Sá sem vinnur ekki, á heldur engan mat að fá.”

Valdataka Stalíns
Þegar Lenín fann að hann var að fara að deyja varaði hann flokksmenn sína við Stalin. En Stalin var of klókur og náði að senda Trotsky í útlegð og tók völdin. Stalín fannst fáránlegt að halda að öll Sovétríkin myndu sjálfkrafa verða kommúnistaríki án áróðurs og byrjaði fljótlega að breiða út kommúnistahugsuninni/sósíalisma . Hann sagði að Sovétríkin væru nógu stór til að dreyfa kommúnistahugsunnunni um alla heimsbyggðina. Það gerðist aldrei.

Árin fyrir heimstyrjöldina seinni.
Þótt að seinn heimsstyrjöldin hafi ekki byrjað fyrr en árið 1939 hafði hún langan aðdraganda en um þessar mundir voru Sovétríkin eitt af stærstu ríkjum heims. Þekkt var hvað Stalín var tortygginn og var hann alltaf eflandi varnirnar í kringum Sovétríkin. Á þessum tímum hurfu einnig milljónir manna en talið er að þeir hafi farið í Gúlagið en það voru fangabúðir í Síberíu.

Seinni heimstyrjöldin
Þýskaland hafði mjög mikla óbeit á Sovétríkjunum vegna þess að flestir sem voru í Sovétríkjunum voru slavar, Hitler fyrirleit þá og vildi þá helst dauða eða sem þræla. Í fyrstu gerði Hitler samning við Sovétríkin svo að Þýskalands þyrfti ekki að berjast á tvem stöðum og skiptu Hitler og Stalín Póllandi á millin sín. En árið 1941 gafst Hitler upp á að bíða eftir að vinna fullnaðarsigur á Bretum. Hann réðst inní Sovétríkin um veturinn. Fyrst um sinn gekk Sovétum illa og Þjóðverjar náðu að taka stór landsvæði en stoppuðu í borg sem nefndist á Stalingrad en nefnist nú Volgograd. Sovétríkin reyndi að verja borgina og ná henni aftur útaf tvem ástæðum. Ein var sú að nálægt Stalingrad voru mjög miklar og mikilvægar olíulindir og vegna heiðrinum vegna þess að þessi borg hét nú einu sinni í höfuðið á Stalin og Hitleri fannst þetta nauðsynlegt vegna nafsins. Síðan skall á veturinn ískaldur eins og þarna um slóðir og þjóðverjar voru illa undirbúnir svona hörðum og köldum vetri því að vetrarnir í Þýskalandi eru nú ekki eins kaldir og hræðilegir og í Rússlandi. Þá gafst tækifærið fyrir Sovétríkin og þeir snúðu vörn í sókn. Sovétríkin voru að vísu hrædd um að japanir sem studdu þjóðverja myndu koma úr austri en njósnari hafði komist að því að engin áras yrði gerð og þá gátu þeir flutt hermenn sína úr Síberíu alla leið til vígstöðvanna. Um þetta leyti höfðu bandaríkjamenn blandast inní stríði og síðan hófu þeir gagnárás með þjóðverjum og hröktu þjóðverja alla leið inní heimaland sitt. Sovétríkin áttu því mjög stóran þátt í því að heimurinn fell ekki í hendur nasista. Eftir heimsstyrjöldina varð talinn að það myndi koma friður á heiminn en þá hófst svokallað vígbúnaðar kapphlaup eða kalda stríðið og deilur um landaskipun

Sovétríkin eftir stríð
Í seinni heimstyrjöldinni misstu Sovétríkin um 20 milljónir manna og 14 milljónir af þessum 20 milljónum voru óbreyttir borgarar. Það hafði mjög mikil áhrif á framleiðslu ríkisins. Eftir fall Stalíns var talið að það myndi aldrei finnast jafn fær maður og hann var þannig að stofnuð var valdanefnd. Þar tók maður að nafni Krutsjov forystuna og til að tryggja sér forystuna afhjúpaði hann glæpi Stalíns árð 1956 á 20. flokksfundi sovéska kommúnistaflokksins. Talið er að verið til valda á árunum 1963-1964. Aðal það sem Krutsjov vildi gera var að sættast við önnur lönd og ríki undir vígorðinu friðsamleg sambúð ríkja með ólík hagkerfi. Hann reyndi að sættast við Bandaríkjamenn en í staðinn fyrir að sættast urðu allskyns árekstrar eins og Kúbudeilan. Talið er að hann hafi fallið frá völdum vegna uppgjafar á kúbudeilunni.

Á eftir Krustjov kom maður að nafni Bresneff og var hann til valda á árunum 1964 til 1982. Það var eins með Krustjov og Bresneff að þeir voru báðir í forystuhópnum og náðu völdum smátt og smátt. Á valdadögum Bresneff þá ríkti mikil harka í innanlandsmálum. Þegar leið á valdatíma Bresneffs kom tímabil sem einkenndist af því að styrkja léttiðnað og auka einkaneyslu. En margir vilja meina að þetta hafi látið Sovétríkin hafa farið afturfara í efnahagsmálum og líka á öðrum sviðum í þjóðfélagslífinu. Bresneff lest árið 1982 og við embættinu af honum tók við maður að nafni Júri Andrapov sem ríkti í eitt ár og við honum tók maður að nafni Konstantín Tsjernenko, hann ríkti einnig í eitt ár eins og Andrapov. Báðir þessir menn létust fárveikir í embætti.

Gorbatsjov
Árið 1985 komst maður að nafni Mikhail Gorbatsjov. Gorbatsjov sá strax að nú þyrfti að gera breytingar á efnahags kerfinu sem hann geri og einnig aukti hann frelsi í stjórnmálum en nú var allt orðið um seinan. Eystrasalts löndin og önnur ríki vildu fá sjálfstæði og fólkið vildi fá meira frelsi. Gorbatsjov reyndi að afstýra þessari þróun en það mistókst.

Fall Sovétríkjanna
Gorbatsjov reyndi allt til að halda Sovétríkjunum. Á sama tíma var hann líka að berjast fyrir því að harðlínumenn myndu ná völdunum en þeir reyndu það í 1991 í ágúst. Í Eystrasaltslöndunum var mikið að gerast og þeir lýstu síðan yfir sjálfstæði sínu 2. September og minnast má þess að íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði þeirra. Eftir að Eystrasaltslöndin höfðu lýst yfir sjálfstæði sínu þá gerðu mörg önnur ríki það sama og sá sorgardagur rann upp að Sovétríkin féllu.




Moskva
Moskva er höfuðborg Rússlands, einnig stærsta borgin og líka innanlands hafnarborg landsins. Hún var höfuðbörg Sovétríkjanna til ársins 1991. Moskva er söguleg móðurborg allra rússa og miðpunktur stjórnmála og menningar allra landsmanna, einnig er hún miðstöð allra samganga. Leiðir fyrir skip eru m.a hjá Moskvuskurðinum og Volda-Don skurðurinn þannig að það má segja að Moskva sé tengd Eystrasölts löndunum, Hvítahafi, Svartahafi, Kaspíahafi og Azovshafs. Samanlagt flatarmál er tæplega 900 ferkílómetrar. Sammiđja hringvegir borgarinnar voru lagđir, ţar sem stóđu fyrrum varnarmúrar, og skipta borginni í borgarhluta Lengst frá miðborginni eru íbúðarhverfi. Í miðju þessara hálfringvega og hringvega er Kreml, fyrrum stjórnarsetur landsins og einnigg er Rauða torgið þar sem er mjög frægt. Lestarkerfið sem er neðanjarðar er mjög vel skipulagt og lestarstöðvarnar eru allar skreyttar marmara.

St. Pétursborg
Í Norður-Rússlandi við ármynni Neva, við austurenda Finnskaflóa er borg að nafni Pétursborg. Sú borg er nærst stærsta borg landsins og ber mikla sögu að baki sér. Hún er mikilvæg hafnarhöfn og fyrrum nafnið á þessari borg er Leníngrad en hún hét það á árunum 1924 til 1991. Skipgengar ár og nokkrir skurðir tengja borgina við Kaspíahaf og Hvítahaf og einnig við árnar Volgu og Dnepr. Höfnin þarna er ísilögð frá nóvember til apríl en ísbrjótarar sjá til þess að geta siglt inn og útúr höfninni. Einnig halda þeir siglingaleiðum til annarra stórra innanlandshafna opna. Einni er Pétursporg miðstöð allra viðskipta og iðnaðar. Raforkan þarna er unnin úr kjarnorku og jarðhita. Mikið er um framleiðslu á hinum ýmsum vörum t.d húsgögnum, tóbaki, vefnaði, leðurvörum og efnavörum.

Þegar fyrri Heimstyrjöldin byrjaði breyttist nafnið á Sankti Pétursborg yfir í Petrograd vegna þeirrar ástæðu að fyrra nafnið þótti hljóma of þýskt. Rússar komu alls ekki vel úr fyrri heimstyrjöldinni og útaf því fór stjórnmálalega staðan í Rússlandi versnandi. 3 árum síðar(1917) komst rússinn Vladimar Lenín til valda. 1 ári síðar (1918) voru Þjóðverjar komnir með heri sína svo nálægt Petrograd(Sankti Pétursborg eins og gamla nafnið var) að Rússar ákváðu að breyta Moskvu í höfuðborg landsins. Árið 1924 var nafninu á Petrograd síðan breytt í Leníngrad.

Verstu tímar sem borgin og íbúar hennar höfðu upplifað urðu síðan í seinni heimstyrjöldinni þann 8 september 1941. Þá umkringdu Þjóðverjar Leníngrad og hið hræðilega 900 daga umsátur byrjaði, og loksin þegar því lauk, nánar tiltekið 27. janúar 1944 höfðu að minnsta kosti 641 þúsund borgarbúa misst líf sitt en sumir segja að talan hafi verið bær 800 þúsund (þess má til gamans geta að það búa um 280 þúsund manns á Íslandi þannig að þetta er býsna há tala).

Baikalvatn
Þetta merkilega vatn er í Suður-Síberíu og mælt hefur verið að það sé 1637 metrar á dýpt sem gerir það að dýpsta vatni í heimi. Vatnsbirðir þessa vatns er talið vera 1/5 af öllu hreinu vatni í heimi. Vatnið var mun dýpra en setlög hafa komist á borninn og þessvegna er þetta grynnra heldur en áður. Flatarmál Baikalsvatn er 31.470 km² en strandlengjan er 1960 kílómetrar. Baikalvatn er þriðja stærsta vatn í Asíu á eftir Kaspíahafi og Aralvatni. Síðustu tvo áratugi síðustu aldar hafa íbúarnir í kring nýtt sér u.þ.b fjórðung vatnsins. Þetta vatn er bogalagð og 14-80 kílómetra breitt og 621 kílómetra langt.

Aralvatn
Grunnt Aralvatnið var eitt sinn 4 stærsta vatn í heimi. Að þessu vatni liggja ríkin Uzbekistan, Íran, Azerbaijdzhan og Rússland. Vatnið er frekar áhugavert fyrir vísindamenn vegna þess að það minnkaði svo mikið á síðari hluta 20. aldar. Þessar miklu breytingar eru taldar vera vegna afleiðingu áveitukerfa við árnar sem renna í vatnið( Syr Darya og Amu Darya). Við vatnið er eyðimerkur-loftslag með köldum vetrum, miklu hitasveiflum, lítilli úrkomu og heitum sumrum. Meðalársúrkoman þarna í kring er um 100 mm og nemur aðeins mjög litlum hluta af uppgufun úr vatninu. Vatnbúskapurinn byggist að helstu á ánum í kring(80%) sem til þess falla og uppgufunni. Þessir þættir voru eitt sinn í jafnvægi þannig að flatarmál vatnsins breyttist lítið. Loftslagið þarna í kring gæti haft töluverð áhrif vatnsbúskapinn ef litið er til lengri tíma. Öldum saman hafa sveiflurnar náð 6 metrum þótt að merki sjáist stundum bara með 3 metra mun á yfirborðum á sumum skeiðum.

Kaspíahaf
Þetta stórmerkilega og særsta vatn í heimi er staðsett í í Suðvestur-Asíu. Vestan við það er Rússland og Azerbaijan, Íran að sunnan, Turkmenistan að austan og Kazakhstan að norðaustan. Lengd þess að norðri til suðurs er 1210 og breiddin er 210-436 km. Flatarmálið er 371 þúsund km². Strandlengjan er frekar óregluleg og einnig myndast stórir, m.a hinn grunni Kara-Bpgaz-Gol og Krasnovodsk, á þessum stöðum er mikil saltvinnsla og uppgufun. Í suðri er Kaspíahafið dýpst en það er um 995 m. Meðaldýpi Kaspíahafsins er aftur á móti 170 m. Yfirborðið err mjög misjafnt milli ára en er þó oftast að skoppa á milli 28-29 m fyrir neðan sjávarmáls. Á árunum 1960-1980 lækkaði yfirborðið rosalega mikið, aðalástæðan er sú að flestar árnar sem renna í Kaspíahafið var nýtt til áveitna og annarra þarfa. Árið 1980 var gerð stífla hjá Kara-Bogaz-Kol. Þetta var gert til að minnka vatnstap. Núna minndaðist stöðuvatn þarna og búist var við að það myndi endast í nokkur ár, en sagan var nú önnur og vatnið þornaði algerlega upp árið 1983. En samtímis þessu fór yfirborðið í Kaspíahafi að hækka á ný og var byggð áveita til að láta vatn aftur inn í flóann. Vatnsborðið heldur nú áfram og áfra að hækka og byggðir ströndum farm verða fyrir endalausum flóðum, allan ársins hring. Borgirnar Derbent og Makhachakala, sem liggja lægst, eru í mestu hættunni fyrir flóðum.

Úralfjöll
Úralfjöll er rosalega langur fjallgarður í miðvestur-Rússlandi sem skilur Evrópu frá Asíu í Rússlandi. Hann er um 2500 km langur frá Úralánni í suðri og alla leið norður að lágum Pay-Khov-fjallgarðinum, en þar teygjist hann áfram í 400 metra til norðurs þar sem Úralfjöllin eru talin enda. Úralfjöllin eru á tæplega 3600 km fjallabelti frá nyrsta odda Novaya Zemlya í norðri og alla leið til Aralvatns í suðri. Úralfjöllin eru frekar mjór, eða frá 37 km og allt upp í 150 km breiður og liggur um nokkur loftslags belti, allt frá hálfeyðimörkum í suðri og til heimskautasvæðanna í norðri. Íbúar á þessu svæði eiga sér langa sögu og margir þjóðflokkar hafa búið þarna frá örófi alda.



Dýralífið
Í Rússlandi eru mikið um allskonar dýr, flest dýrin eru dýr sem við þekkjum ekki hérna á Íslandi en allavega hér ætla ég að telja upp dýrin og segja frá þeim.

• Evrópuvísundur
• Vampíra
• Grassnákur
• S tálormur
• Gresjuantilópa

Þetta voru helst dýr sem finnast í Rússlandi og hérna kemur smá um þau(ætla að hafa þetta eftir röðinni sem ég taldi þetta upp):

Vísundurinn var eitt sinn algengur í Austur- og Mið-Evrópu, en honum var útrýmt að mestu þegar menn tóku svæðin hans til notkun fyrir ræktun á landi sínu og einnig undir beituland fyrir búsmala sínum. Hundraða Evrópuvísunda eru á verndarsvæðum þeirra og í dýragörðum. Verndarsvæði þeirra eru á ýmsum stöðum eins og í Bialowiscza skóginum, í Póllandi en þeir geta því miður ekki reikað frjálsir um landið þar því að það hefur verið lagt undir kornrækt.

Evrópuleðurblökurnar eru allar skordýraætur sem sofa á daginn á skuggsælum stöðum. Um nóttina þegar þær eru vaknaðar þá fara þær á veiðar og veiða helst fiðrildi en einnig önnur næturskordýr. Leðurblökur veiða ,,eftir eyranu’’ þess vegna geta þau vætt í myrkvi. Þau veiða “eftir eyranu” með því að hlusta á endurkastið frá hátíðnihljóðunum. Þannig geta þær “séð” í myrkvinu hvað er framundan. Á mörgum stöðum í Evrópu er of kalt fyrir skordýr á nóttinni þannig að þau geta ekki flogið en leðurblökurnar komast yfir þennan erfiða tíma með því að leggjast í vetrardvala.

Grassnákur: Þetta merkilega dýr er í rauninni vatnssnákur. Hann heldur sig í votlendi í flestum stöðum í Evrópu. Grassnákurinn verður allt að einn metri að lengd. Það er hægt að sjá hann í ýmsum litum, allt frá skærgrænum og til svartar litar, þótt að það sé alltaf gulur hringur um háls hans. Grassnákurinn verpir eggjum sínum í safnhauga og rotnaðar jurtaleyfar, þeir verpa þarna því að hitinn þar er nógu mikill til að eggin klekjast fljótt út.

Í fyrstu sýnist þessi ormur vera slanga, fótalaus, bronslitaður og stuttur, en hann er reyndar eðla. Eins og framkom áðan þá er hann fautalaus en er með augnalok(eins og sumir vita þá blikka snákar ekki augunum). Stálormar vilja helst vera í grýttu skóglendi í tempraða og lifa á ormum og sniglum.

Á köldum og auðnarlegum steppunum, austan við Kaspíahafs má finna furðulega tegund af antilópu, gula álit. Við sýn virðist hún líkjast kind með granna og háa fætur, það sem er þó furðulegasta við hana er þó nefið hennar. Þessar antilópur eru þó mjög fráar á fæti, en talið er að útbelgdar og stórar nasir hennar auðveldara að anda með sér rykmettuðu eða köldu lofti á hlaupunum.



Lokaorð
Hér að ofan hef ég fjallað um Rússland. Rússland er stórmerkileg þjóð og hefur þurft að ganga í gegnum súrt og sætt, sérstaklega á tímum Sovétríkjanna. Þjóðin á sér mörg hundruð ára sögu og marga merkilega og stórfallega staða sem væri örrugglega mjög gaman að fara á. Mér fannst þetta mjög skemmtilgt og fræðandi verkefni

Heimildir


http://www.hugi.is/saga/grei nar.php?grein_id=16349739

http://www.hugi.is/saga/gr einar.php?grein_id=16344320

http://www.hugi.is/saga/ greinar.php?grein_id=16331448

http://www.hugi.is/sag a/greinar.php?grein_id=16331429

http://nemendur.khi. is/hlinhall/russia.htm

http://www.folk.is/kommunistar/?pb=sidur&id=105846

Heimur dýranna, Útgefandi: Bjallan, höfundur: Chris Grey, íslensk þýðing: Óskar Ingimarsson, útgáfuár: 1982.
SUuup