Ég veit ekki hvort þetta tengist mannkynssögunni beint en er þetta áhugamál ekki til að maður geti fræðst um hitt og þetta.Þýddi ég þessa grein af ensku og vona að þetta sé rétt þýðing.
Árið 1973 urðu fjórir Svíar sem haldið var í bankahvelfingu í sex daga í ráni háðir fangaranum,þetta fyrirbrigði var nefnt “the Stockholm syndrome”.
Klukkan 10:15 um morguninn, fimmtudaginn 23.ágúst 1973 var bankinn í Stokkhólmi vakinn ærlega með skothríð úr vélbyssum.“Fjörið er rétt að byrja”, tilkynnti Jan-Erik Olsson,32 ára flóttamaður sem hafði flúið úr fangelsi.“Fjörið” hélt reyndar áfram í 131 klukkustund eða fimm og hálfan dag er Jan-Erik hélt 4 af starfsmönnum bankans í gíslingu í lítilli hvelfingu þar til seint um kvöld þann 28.ágúst.
Þrátt fyrir að ránið sjálft hafi ekki haft mikla þýðingu fyrir heimsbyggðina,höfðu viðtöl við gíslana það.Þau sýndu furðulegar niðurstöður–niðurstöður sem hafa verið staðfestar í allmörgum gíslatökum á næstu árum eftir atburðinn.Jafnvel þótt gíslarnir sjálfir gátu ekki útskýrt það,sýndu þeir furðulegt samband við fangarann.Tengdust honum og gerðu þarafleiðandi hina hrædda sem vildu ljúka þessu sem fyrst.Í ákærunum síðar báru þeir vitni fyrir hönd Jan-Eriks eða borguðu málskostnaðinn hans.Bankinn gaf þessu andlega fráviki nafnið “Stockholm syndrome”.
Langar sálfræðilegar rannsóknir af þessari og fleiri gíslatökum hafa hafa sýnt hvernig einkennin fyrir “the Stockholm syndrome” byrja:
1.Gíslarnir byrja að tengja sig við fangarann.Fyrst er það allavega varnartækni byggð á ómeðvitaðri hugmynd um að fangarinn muni ekki meiða gíslana ef þeir eru samstarfsfúsir og jafnvel með jákvæðan stuðning.Fangarinn leitast þá við að ná góðvild gíslanna á nánast barnalegan hátt.
2.Gíslinn uppgötvar oft að aðgerðir frá björgunarmönnum eru líklegri að slasa hann frekar en að stuðla að frelsi.Tilraun til björgunar geta breytt bærilegu ástandi í banvænt ástand.Ef byssukúlur björgunarmanna hitta hann ekki er líklegt að kúlur fangarans geri það.
3.Langar gíslatökur byggja jafnvel sterkara samband við fangarann er hann verður yiðurkenndur mannvera með sín eigin vandamál og langanir.Sérstaklega í pólitísku eða hugmyndafræðilegu ástandi, lengri gíslataka verður einnig til að gíslinn verður kunnur skoðunum fangarans og gremju hans í garð stjórnvalda.Gíslinn getur farið að trúa því að staða fangarans sé réttlát.
4.Gíslinn leitast við að fjarlægjast tilfinningalega frá ástandinu með því að neita því að þetta sé að gerast.Hann ímyndar sér að þetta sé allt draumur, eða hann týnist í óhóflegum tímabilum svefns, eða fær þá ranghugmynd að honum verði bjargað á töfralegan hátt.Hann reynir að gleyma ástandinu með því að laðast að tilgangslausri en gagntakandi “vinnu”.Af tengslunum við fangarann að mun gíslinn neita að áfellast fangaranum, heldur björgunarmönnunum og þeirra kröfum um að refsa fangaranum.
Heimildir: www.yahoodi.com/peace/stockholm.html