Stalín

Í þessari ritgerð ætla ég að fjalla um Jósef Stalín. Ekki eru allir á einu máli um hver Jósef Stalín hafi í raun og veru verið. Þegar hann tók við stjórnartaumum voldugasta ríkis veraldar árið 1927 varð Stalin í augum landa sinna bjargvættur sem gæti komið þeim upp úr öldudalnum sem þeir höfðu verið í svo áratugum skipti. Stalín var ekki aðeins þjóðarleiðtogi heldur líka nokkurskonar guð hjá þjóð sinni. Eftirfarandi spurningum verður svarað í þessari ritgerð: Hver var hann? Hvað vildi hann? Hvað gerði hann?
Hver var Stalín?
Jósef Stalín fæddist árið 1879 í Georgíu, gamla Sovétsambandslýðveldinu. Hann var skírður Joseph Dzhugashvili en tók sér nafnið Jósef Stalín. Stalín varð snemma mjög pólitískur og varð fljótt mjög hrifinn af hugmyndum Karl Marx og Friedrich Engels þ.e. sósíalistma. Stalín var rekinn úr skóla 18 ára gamall því hann hafði átt í samstarfi við svokallaðann Marxishóp (sem var nefndur eftir Karli Marx) í næstum því 4 ár og í 2 ár af þeim fjórum vann hann látlaust að áróðri fyrir verkamannasamtök á vegum þessa hóps, sem stofnuð voru nokkrum mánuðum fyrir brottrekstur hans úr skólanum. Á sama tíma var hann einn af stofnendum svokallaðs sósíaldemókratísks flokks sem hafði höfuðstöðvar í borginni Tíflis. Þrátt fyrir áhuga á stjórnmálum hafði Stalín þó meiri áhuga á að verða prestur. Sá draumur varð aldrei að veruleika því honum var vikið úr prestaskólanum fyrir ýmiskonar byltingarstarfsemi. En Stalíin kippti sér ekkert upp við það. Pólitíkin hafði fangað hug hans og hjarta og það var ekki aftur snúið. Í Georgíu framdi hann m.a. bankarán til að afla hópi byltingarsinna fjármagns. Hann gekk í Bolshevikaflokkinn þar sem Lenin var í fararbroddi og árið 1912 var hann orðinn einn af forystumönnum flokksins. Stalín var þó ekki einn af lykilmönnunum í valdatöku Bolshevikaflokksins árið 1917 þó að hann hafi verið miklvægur innan flokksins, en lét þó fljótlega af sér kveða. Árið 1922 var hann gerður að aðalritara Framkvæmdarnefndar, embætti sem var ekki mjög eftirsóknarvert á þeim tíma en engu að síður sá grunnur sem hann byggði síðar á því að með þessu embætti gat hann beytt “hreinsunum” innan flokks síns sem að hann nýtti sér óspart til að ná völdum innan flokksins eftir dauða Lenín. Þetta ár réði úrslitum um það að hann yrði formaður Bolshevikaflokksins. Hann var á þessum árum álitinn dyggur og ákafur flokksmaður sem hugsaði mest um velferð flokks síns og Sovíetríkjanna. Þó að hann var mjög hliðhollur stefnu flokksins í þjóðernismálun sýndi hann þó oftar en einu sinni “stórrússneskan” hrottaskap. Sem dæmi um það voru hreinsanirnar.
Aðferðir Stalíns
Eftir veikindi og dauða Lenín árið 1924, hækkaði Stalín sjálfan sig í tign með því að gera sjálfan sig pólitískan erfingja Leníns. Aðal keppinautur hans var Trotský. Stalín trúði því ólíkt Trotský, að Sovíetríkin væru nægilega stór til að innleiða sósíalistma og að Sovíetmenn gætu fullkomnað byggingu hins unga sósíalistma, en Trotský var mjög vantrúaður á það stjórnarfar. Þegar leið að formannskosningum útilokaði Stalín alla hugsanlega keppinauta meðal annars með því að hneppa þá í fangelsi eða drepa þá. Trotský var engin undantekning af því og til að byrja með var hann gerður útlægur og árið 1940 var hann drepinn af undirmanni Stalíns í Mexíkó. Um árið 1925 var Jósep Stalín orðinn einvaldur Sovíetríkjanna og sama ár tók hann að gagnrýna Trotskí fyrir ævintýramennsku og vantrú á sósíalistmanum. Í Sovétríkjunum bjuggu um 100 þjóðir og þjóðarbrot er mynduðu 15 sambandslýðveldi, 20 sjálfstjórnarlýðveldi, 8 sjálfstjórnarhéruð og 10 þjóðernishéruð. Það beið því gríðarlega erfitt verkefni fyrir nýja leiðtogann að halda öllum þessum ósköpum saman. Hann byrjaði á því að afnema efnahagsstefnu Lenins (NEP) og kynnti því næst fyrstu fimm ára áætlunina. Hann ætlaði að þjóðnýta allt, með góðu eða illu.

Það var í verkahring Stalíns að breyta þessu fátæka landbúnaðarríki í stórveldi sem gæti keppt við þáverandi stórveldi. Og með miklu erfiði gerði hann það svo sannarlega. Sovétríkin höfðu breyst úr landbúnaðarþjóðfélagi í iðnaðarþjóðfélag á örskömmum tíma. Eitt af því sem gerði það að veruleika að gera Sovíetríkin að iðnveldi og stórveldi var kreppan sem skall á Vesturlöndin á fjórða áratugnum. Sovétríkin voru ekki hluti af þessu gríðarlega stóra viðskiptaneti og urðu því ekki illa úti. Stalín sagði þetta sýna hve sósíalisminn virkaði vel, en hann sagði aftur á móti kapítalismann ekki virka, það sýndi sig best í kapítalísku ríkunum en þar var hroðalegt atvinnuleysi og fátækt. Hvert fyrirtækið af öðru fóru á hausinn á Vesturlöndum á meðan ríkisstjórnin í Sovétríkunum stjórnaði landinu með góðum árangri. Á meðan Vesturveldin áttu í vandræðum urðu Sovétríkin öflugri og öflugri. Mikið kapp var lagt á að byggja upp þungaiðnaðinn til að efla herinn og búa hann nútíma drápsvélum. Stalín var mjög tortrygginn á öll löndin sem Sovétríkin áttu landamæri að og lagði því allt kapp á að gera herinn sem bestan til að vera viðbúinn því versta.

Undir járnhæl Stalíns urðu Sovétríkin að geysilega öflugu iðnveldi og urðu eitt af forusturíkjum heimsins undir hans stjórn. Þegar Stalín komst til valda var heilbrigðiskerfið mjög lélegt og kjör verkafólk lélegri en kjör atvinnuleysingja á Englandi. Uþb 40 % manna á aldrinum 9-49 gátu lesið og skrifað árið 1879. Stalín ákvað að breyta þessu. Þetta allt tókst honum frábærlega, jafnvel hörðustu andstæðingar Bolshevikflokksins neituðu ekki þeirri staðreynd. Hann beitti útavarpi, dagblöðum og öllum hugsanlegum tækjum í áróðri sínum til að bæta kjör fólksins með því að nýta allar borgir Sovíetríkjanna, hann ætlaði að gera námur, ný orkuver og nýjar verksmiðjur. Þetta allt tókst honum frábærlega, jafnvel hörðustu andstæðingar Bolshevikflokksins neituðu ekki þeirri staðreynd. Árið 1939 kunni 94% manna á aldrinum 9-49 að lesa, iðnaðurinn spratt upp á mettíma. Sovétríkin urðu að miklu menntaríki, 199.000 þús skólar voru um allt land árið 1941. Skólarnir voru ekki bara byggðir í stórborgum Rússlands, heldur einnig í afskekktum landshlutum eins og Úzbekistan. Fólk, bæði börn og fullorðnir þyrptust í skólana og það var ýtt enn meira undir lestrarkunnáttu með því að selja bækur mjög ódýrt. Það má segja að ný siðmenning hafi orðið til í Sovíetríkjunum. En undir öllu þessum framförum lifði hræðslan við Gulag-þrælabúðirnar, því að milljónir manna hurfu oft sporlaust.
Hinar rótæku landbúnaðar áætlanir hans kostuðu milljónir mannslífa, á meðan að iðnvæðing hans styrkti þjóðina hernaðarlega þá skilaði hún litlu af sér fyrir efnahagslíf þjóðarinnar. Þar að auki, þjáðist lýðurinn gríðarlega í Hreinsununum um árið 1930, á meðan Stalín og fylgdarmenn hans hreinsuðu Bolshevikaflokksinn af “óvinum fólksins” og lét senda milljónir manna í Gulag-þrælabúðirnar. Þessir óvinir fólksins voru í raun aðeins óvinir Stalíns. Það að hreinsa Bolshevikaflokkinn var í raun bara leysa alla andspyrnu gegn Stalín innan flokksins. Þeir verkamenn sem ekki studdu flokkinn voru látnir vera viðstaddir “flokkshreinsun” sem vakti mikinn ótta meðal almennings. Þetta jók fylgi flokksins til muna, þó voru aðeins 15% verkamanna í landinu sem voru í flokknum. Eftir nokkur ár hafði Stalín náð landinu í ofangreint ástand.
Innrás Þjóðverja og afleiðingar hennar
Þýskaland var nú orðið að gífurlegu hernaðarríki með Adolf Hitler í fararbroddi. Hann hataði Sovétríkin og vildi helst jafna þau við jörðu. Hann hataði kynþátt slavana sem er það fólk sem býr í Sovíetríkjunum, hann taldi þá auman kynþátt sem ætti að þjóna hinum “miklu” aríum. Með geðveikisglampa í augum réðst Hitler inn í Sovétríkin árið 1941. Þýski herinn með sínum frægu leifturárásum (Leifturárásir voru snöggar árásir þar sem skriðdrekar riðjast inn frá öllum áttum og flugvélar lömuðu samgöngukerfið) átti mjög góðu gengi að fagna í fyrstu og var kominn upp að Moskvu þegar Sovétmenn snéru vörn í sókn. Þýsku herforingjarnir bjuggust ekki við að Rauði Herinn yrði svona öflugur og neyddust til að hörfa. Þrátt fyrir skakkaföll Sovétmanna í byrjun stríðs var nú her þeirra orðinn að óstöðvandi skrímsli, búinn nýjustu tækni og óþrjótandi hatri á öllu sem var þýskt. Nasistar höfðu brotið alla sáttmála og ráðist inn í landið með það að leiðarljósi að þurrka út sovésku þjóðina. Stalín hafði heldur hafði heldur ekki vígbúist gegn Þjóðverjum því hann trúði að Hitler stæði við sinn hlut að griðarsamningunum. En nú skyldu Þjóðverjar fá að borga fyrir illsku sína. Með ógurlegri sigurgöngu breytti Rauði Herinn nánast einn síns liðs hersveitum Hitlers í duft og endaði sú sigurganga í Berlín árið 1945. Sovétmenn höfðu sigrað Þýskaland og tekið alla Austur Evrópu traustataki á ferð sinni til Berlínar, sem var að þeirra mati höfuðborg illskunar. Árið 1945 var hápunktur stjórnmálaferils Stalíns og þjóð hans leit á hann sem frelsara undan Nasisma.
En eins og vanalega hjá Stalín, hin mannlega hlið hans þurfti hann að gjalda mikils, en það skipti hann í raun litlu máli. Lítilvirðing hans á mannslífum gilti einnig um fjölskyldu hans – Þjóðverjar handtóku elsta son hans, seinni konan hans framdi sjálfsmorð, og var Stalín kærður fyrir marga stríðsglæpi sem hann framdi á tímum hreinsananna sem einnig eru kölluð þjóðarmorðin. Fólk hans leit líka öðru ljósi á Hreinsarnirnar og snérist gegn honum.
Síðustu ár “Járnmannsins”
Eftir Heimsstyrjöldina síðari, gengu Sovíetmenn inn í Kjarnorkuöldina og stjórnuðu ríki sem náði yfir stóran hluta Evrópu. Í ofsóknarbrjáæði varð Stalín fórnarlamb óttans sem hann orsakaði sjálfur með aðgerðum sínum. Hann þjáðist af flogaköstum á nóttunni, og lá oft hjálparlaus á gólfinu í margar klukkustundir, því enginn vogaði sér að trufla hann. Hann lést 5.mars árið 1953.
Stór hluti Sovíesku þjóðarinnar brugðust við dauða hans með mikilli sorg, en bráðlega kærði næstráðandi Stalíns lögregluna fyrir ofsóknir og “hreinsanir”. Í dag, er Stalínismi skýrt dæmi manns sem reynir allt sem hann getur til alræðis og þeirra takmarka sem menn geta gert til þess. Gamla heimilið hans Stalíns í Gori hýsir nú hluta af Stalínsafninu, undarlegt og dálítið hrollvekjandi minnismerki um sögu eins blóðþyrstasta harðstjóra allra tíma. Hann á ætíð eftir að lifa í minningunni sem mikill harðstjóri en um leið mikill stjórnunarsnillingur.

Samantekt
Af þessu má ráða að Stalín gæti hafað verið misskilin. Hann var mjög harður leiðtogi sem ætlaði að gera Sovíetríkin að heimsveldi. Stalín beitti miklu harðræði og notaði oft ofbeldi til að ná vilja sýnum fram. Hann ríkti í þrjá áratugi og gat stjórnað því hann beytti svokölluðum hreinsunum gagnvart öllum þeim sem stóðu í vegi fyrir honum. Hann trúði mikið á sósíalistma og hann trúði því einnig að Sovíetríkin gætu sýnt öðrum ríkjum heims gott fordæmi í þeim efnum. Honum tókst að gera Sovíetríkin að Heimsveldi og undir hans stjórn komu Sovíetríkin mjög sterk út efnahagslega. Hann trúði ekki að Hitler réðist á hann því hann hafði gert við Stalín griðarsamning fyrir heimstyrjöldina. Stalín hafði mjög góðar áætlanir en ágirndist of mikið í völd. Það varð honum að falli. Hann varð mjög hræddur þegar hann eltist og næstum því geðveikur. Þann ótta hafði hann notað á þjóð sína.






Heimildaskrá








Heimildir mínar fékk ég á eftirfarandi stöðum:

Heimasíður:
http://www.bbc.co.uk/history/hi storic_figures/stalin_joseph.shtml
http://www.mmedia.i s/kfth/undirsidur/politics/Stalin.htm
http://www.richm ond.k12.va.us/schools/open/studentwork/commvscap/joseph .htm

Bækur:
Jenný Björk Olsen og Unnur Hrefna Jóhannsdóttir
Stríðsárin á Íslandi 1939-1945
2.prentun árið 2003
Bls 23

Sigríður Harðardóttir og Hálfdán Ómar Hálfdánarson
Alfræðibók unga fólksins
Útgáfuár er 1994
Bls 479

J.T.Murphy
Stalín
Útgáfuár er 1975
Bls 21, 236, 237, 246, 247

Einar Már Jónsson, Loftur Guttormsson og Skúli Þórðarson
Mannkynssaga – Tuttugasta öldin (fyrra bindi)
Útgáfuár er 1985
Bls 67, 68, 69

Einar Már Jónsson, Loftur Guttormsson og Skúli Þórðarson
Mannkynssaga 1914-1956 handa framhalskólum (síðara hefti)
Útgáfuár er 1975
Bls 223