Flughetjurnar urðu all nokkrar á stríðsárunum og komu þær frá öllum þeim löndum sem tóku þátt í styrjöldinni. Í þessari frásögn minni mun ég aðeins fjalla um nokkra þeirra því ef ég myndi skrifa um þær allar þá væri það nóg efni í heila bók. Fyrstu flughetjurnar sem litu dagsins ljós voru Oswald Boelcke og Max Immelmann, báðir frá Þýskalandi. Nöfn þeirra birtust í þýskum blöðum og voru í raun notaður sem áróður til að fá unga menn til að ganga í herinn. Það má vel vera að þessi áróður hafi orðið til þess að ungur maður, Manfred von Richtofen að nafni, hafi gengið í flugherinn. Manfred var betur þekktur sem „rauði baróninn” vegna þess að hann málaði vél sína rauða til að vera auðþekkjanlegur í loftinu. Manfred var þekktur sem afburðar flugmaður og vakti hræðslu meðal andstæðinga en öryggi meðal vina. Sú hræðsla sem greip um sig þegar rauða vélin hans sást á himninum var líka á rökum reist því hann var með flesta staðfesta „sigra”( sigrar eru þær flugvélar og loftbelgir sem flugmaður skýtur niður ) af öllum þeim flugmönnum sem tóku þátt í fyrri heimstyrjöldinni eða 80 sigrar. En ferill hans í loftinu var ekki alltaf dans á rósum því hann var tvisvar sinnum skotinn niður í bardaga. Í fyrra skiptið þegar hann var skotinn niður þá særðist hann töluvert. En hann lét það ekki á sig fá því nokkrum mánuðum síðar var hann aftur sestur uppí flugvélina sína. En hans glæsti ferill endaði þann 21. apríl 1918, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann var kominn aftur í loftið, þá var hann skotinn niður annaðhvort af loftvarnabyssum eða af flugvél bandamanna( umdeilt hvort það var ). Hann var aðeins 26 ára gamall þegar hann dó og þýska þjóðinn var harmi sleginn þegar fregnir bárust að hann var dáinn.
En Manfred var ekki sá eini í fjölskyldunni sem lagði fyrir sér flugvélarnar því litli bróðir hans Lothar von Richtofen fetaði í fótspor stóra bróðurs. Ólíkt bróður sínum þá lifði Lothar stríðið af en dó stuttu seinna í flugslysi árið 1922. En Lothar komst líka í blöðin rétt eins og bróðir sinn þegar hann var sagður hafa skotið niður eina mest upprennandi flughetju bandamanna, Albert Ball, í maí 1917. Sú saga sem talin er líklegust varðandi að Lothar hafi skotið niður Albert er að þeir hafi rekist saman og Lothar lifað af en Albert ekki. Þó svo að menn telja að heppnin hafi verið honum hliðholl í þetta skiptið þá er á hann skráðir 40 sigrar og hefur því talist vera einn af hetjum háloftanna í fyrri heimsyrjöldinni.
Þó voru nokkrar menn sem lifðu af stríðið og urðu veigamiklir menn í seinni heimstyrjöldinni eins og t.d. Hermann Göring og Ernst Udet. En nafnið Hermann Göring hringir eflaust mörgum bjöllum frekar en Ernst Udet og tengja nafn Görings við að hann var hægri hönd Hitlers í seinni heimstyrjöldinni. En færri vita að hann taldist sem ein af flughetjum fyrri heimstyrjaldar. Þrátt fyrir að hafa aðeins 22 sigra á bakinu( frá því að hann gekk í flugherinn 1915 ) miðað við að félagar hans höfðu mun fleiri sigra þá hefur hann greinilega verið í hávegum hafður því honum var falið að stjórna flugsveit Manfreds eftir að hann dó í apríl 1918.
Þetta var ein af frægari flugsveitum sem sett var saman á stríðsárunum( Storkarnir var svipuð flugsveit stofnuð af bandamönnum ) og sveitin var kölluð „fljúgandi sirkusinn”. Nafn sveitarinnar er dregið af því að allir þessir frægu flugmenn Þjóðverja máluðu flugvélar sínar í öllum regnbogans litum sem er vísað til litardýrðar innan sirkustjaldanna. En bandamenn máluðu ekki flugvélar sínar því að þeir sögðu að það gerði flugvélar sínar of áberandi. Sveitin leystist upp í lok stríðsins en þá saman stóð hún aðeins af nokkrum af þeim frægu köppum sem upprunalega voru í sveitinni.
Þjóðverjar voru nú aldeilis ekki með einu flughetjur stríðsins, því að bandamenn gáfu líka af sér snjalla kappa sem buðu þýskum flugmönnum birginn. Eins og ég minntist á áðan þá var Albert Ball einn af mest upprennandi hetjum bandamanna og hefði hann lifað af stríðið þá hefði hann örruglega toppað Manfred. Bandamenn nýttu sér Albert( líkt og Þjóðverjar notuðu sínar hetjur ) til að gera herinn meira aðlaðandi fyrir unga menn. Albert Ball fékk það orð á sig að hann var ákaflega djarfur og hugrakkur flugmaður. En ævi hans var stutt og dó hann aðeins 21 árs eins og ég sagði áðan að talið er í árekstri við Lothar. Enn líkt og hjá Þjóðverjum þá stóð einn maður uppi hjá bandamönnum með flesta sigra í stríðslok og það var frakkinn Rene Fonck. Þó svo að Fonck hafi verið mjög góður flugmaður( lifði af stríðið með 75 sigra ) þá var hann engan veginn vinsæll meðal landa sinna. Ástæðan fyrir þessum óvinsældum er að þegar sigrarnir hans byrjuðu að hrannast upp þá varð hann hrokafyllri og leiðinlegri í umgengni. Þó að hann gæti ekki heillað almúgan með sigrum sínum og hroka þá var hann samt sem áður harður í horn að taka þegar menn mættu honum milli skýjanna.
Ekki voru allar frönsku hetjurnar eins óvinsælar og Fonck. Dæmi um það var Georges Guynemar. Þeir voru eins og svart og hvítt þegar kom að vinsældum þeirra. Svo dæmi séu tekin um vinsældir hans þá voru konur að biðja hann um að giftast sér og allir vildu fá eiginhandaráritun frá honum. En hann lét vinsældir sínar heima fyrir ekki stíga sér til höfuðs þegar komið var á vígvöllinn þar sem hann var mjög lífseigur. Því er best lýst þannig að hann var skotinn niður sjö sinnum og lifði af til að segja frá. En þann 11 september 1917 spurðist ekkert til hans eftir að hann hóf sig á loft deginu áður. Þjóðverjar skrifðu um það í blöðunum að Guynemar hafi verið skotinn niður en lík hans ekki fundist og hefur ekki fundist enn þann dag í dag. Margir Frakkar sættu sig ekki við fráfall hans sem sýnir hversu gífurlega vinsæll hann var í Frakklandi.
Eins og ég minntist á áðan þá stofnuðu bandamenn líkt og Þjóðverjar flugsveit sem þeir kölluðu Storkarnir. Í þeirri sveit voru fjölmargir menn á borð við Guynemar og Fonck og margir aðrir sem ekki er fært að nefna. Ef mér skilst rétt af þeim heimildum sem ég hef við hendur þá var þessi sveit starfrækt alla síðari heimsyrjöldina og er enn að einhverjum hluta virk í dag.
Eins og ég hef minnst á þá hafa eflaust þessir snjöllu flugkappar spilað stórt hlutverk í áróðri hjá bandamönnum og Þjóðverjum. Oft þegar talað er um þennan hluta stríðsins þá er stríðið oft sett upp sem keppni milli flugmanna til að fá sem flest sigra. Þó svo þetta efni sé oft stillt þannig upp þá er þetta enga að síður merk tímamót þegar himininn bættist við þá orrustuvelli sem fyrir voru.
Ég reyndi að troða nokkrum greinaskilum þarna inná milli svo að greinin verði þæginlegri til að lesa
Njótið:D
Ekkert sniðugt hér