Biblían er heilög ritning í huga margra manna. Og orð Páfa og annara kirkjunarmanna er hjá mörgum heilög. (Svo það komi strax fram þá er ég trúleysingi.)
Ég hef ákveðið að reyna að skrifa það sem ég tel að einhverju leyti vera það sem kemst næst því að vera sannleikurinn um sögu Biblíunar og Páfagarðs. (aldrei hægt að vera viss um eitthvað sem skeði fyrir meir en 1500 árum).
Ég ákvað að skrifa þetta núna eftir að ég hef verið að sjá margar umræður um Biblíuna og inntak hennar í hinum ýmsu greinum hér á huga og í svörum við öðrum greinum. Og ég er bara að koma minni skoðun á þessa sögu og eins og allt annað þá litast þessi skrif mín af mínum eiginn skoðun. En ég skal reyna að vera eins hlutlaus í skrifum mínum og ég get. Þeir sem finnast þeir vera móðgaðir eftir að hafa lesið þetta, þá bið ég þá forláts. En ég hef rétt á mínum skoðunum og þeir verða að virða það.
En allavega.
Biblían er gerð úr 2 ritum sem voru skrifuð við mismunandi aðstæður á mismunandi tímum. (Ég tel ekki Davíðs Sálma með inn í Biblíuna þar sem þeir hafa ekkert að gera varðandi innihald trúarinn eða sögu hennar).
Fyrst ber að nefna gamla testamenntið sem fengið er frá gyðingum. En þar heitir það Tóra. Gamla testamentið er margt lík skáldsögu, eða réttara sagt mörgum skáldsögum. Þar kemur fram sköpunin á öllu sem er til. Upphaf mannsins. Falli hans. Reiði guðs yfir sköpun sinni og nær algjörri útrýmingu mannkyns í syndaflóðinu. Síðan er bókin upp full af bardögum, stríðum, morðum og syfjaspjöllum. Alveg fyrrirtaks reifari og hin besta skemmtun í lestri ef hún væri á svo þungu og erfiðu máli. Síðan má ekki gleyma öllum ættartölunum. Þegar einhver gat þennan sem síðan sjálfur gat einhvern annan, og þar fram eftir götunum. Sem er alveg drep leiðinglegt. (Afsakið orðbragðið:)
Síðan kemur nýja testamenntið. Þar er sagt frá fæðingu konungs gyðinga. Þetta er hálf guð eins og Herkúles var hjá Grikkjum. (Já hálf guð /demi god. Hann var sonur guðs og mannlegrar konu. Nákvæmlega sama og hjá Herkúlesi með Seif (Zeus) sem föður og mennskamóður). Það hafði verið spáð fyrir komu hans náttúrulega í gamla testamenntinu. Spámenn komu og vottuðu virðingu sýna við fæðingu hans og. Konungi staðarins fannst sér ógnað. En guðsson slap.
Síðan þegar hann er orðinn um 30 (umþaðbil eða svo) ára gamall kemur hann aftur fram á sjónarsviðið og boðar fagnaðarerindi til handa undirokuðum gyðingum. Margir taka honum fagnandi, en ríkjandi prestastétt sér hann sem ógnun við valdsvið sitt og fær hann dæmdan til dauða. Síðan þegar hann er dæmdur til krossfestingar þá notar hann tæki færið til að deyja fyrir syndir mannana og rís síðan upp og boðar fagnaðar erindið aðeins lengur og stígur síðan loksins upp til himna. Síðan koma fram alskyns skoðanir postula hans og sögur af trúboðsförum þeirra.
Reyndar eru lífsskoðanir Jesús mjög svo keimlíkar lífskoðunum hippa.(í góðri meiningu sagt). Hann er að boða ást og kærleik og minna af miðstírðu valdi eða valdbeitingu yfirhöfuð. Hann hljómar eins Gandí. Hann er alltaf með friðsamleg boðorð og lætur allt yfir sig ganga. En sá er munurinn á tíma Krists og nú í dag að þar voru einginn mannréttinda samtök. En snúum okkur aftur af hugmyndum Krists. Hann vildi ekki valdbetingu þannig að hann getur ekki verið samþykkur krikjunni og embættismannakerfi hennar eins og það er í dag og hefur verið síðustu árhundruð. Hann vildi engar opinberar kirkjur, heldur að menn ættu að trúa fyrir sig og biðjast þar sem þeir vildu.
En svona kerfi virkaði ekki fyrir rómarveldi og hjá Rómarkeisara þegar kristni var orðið meginn trú heimsveldisins. Rómarkeisari var voru nú búnir að vera teknir til guðatölu eftir dauða sinn, og orðnir vanir því að vera máttarstolpar trúlífsins. Þessi völd vildu þeir ekki missa, Þannig að skriffinnarnir í róm voru sendir út og tóku sig samann og breyttu þessu í opinbera stofnun innan ríkissins þar sem Keisarinn var æðstur og síðan kom biskupinn í Róm á eftir honum. En biskupinn í Róm var hafinn yfir alla aðra biskupa um heiminn. Eftir fall vest-rómverska heimsveldissins þá varð biskupinn í róm æðstur innan kirkjunar og fékk titillin Páfi.
Til að fullkomana skrifinskuna og gera trúna alla eins um allt ríkið þá var Biblían skrifuð. Ekki var lýðandi að hafa einhverja sofnuði á flakki þar sem fylgið óks hjá þeim en ekki hjá Páfa. Við ritun Bíblíunar var nátúrlega eitthvað ritskoðað og öðru bætt við. Er við öðru að búast?Þetta gerðist í kringum 320-360. þarna voru tc. öll postula bréfin srkifuð.
Síðan þegar páfinn í róm vað sjálfstæður og losnaði undan oki keisarans í konstantínopel þá varð auðvitað að treysta og tryggja vald hans yfir öllum kristnum mönnum í evrópu. (En megnið af hinum helga valid Páfans var ekki almennilega virt fyrr en eftir 1000, þegar hinar norrænu Víkinga þjóðir sem höfðu rænt og ruplað um alla Evrópu og í Róm líka voru fengnir til að virða vald og heilagleika kirkjunar manna.
Að utanskildu þeim sem lutu patríarkinum í konstantínopel (síðar í moskvu) og keisaranum þar, þá voru allir kristnirmenn undir Páfanum.
Páfinn í róm varð að staðgengli Símons Péturs á jörðu. En Jesús átti að hafa gefið honum lyklavöldin að himnaríki. Páfinn fékk þessvegna sitt heilaga vald beint frá guði og allir kongar urðu að lúta honum samkvæmt þessu. Bannfræing var tildæmis óspart notuð eða allavega var óttað að nota hana. Fyrir þá sem ekki hafa legið mjög djúpt yfir þessu þá er banfæring þannig að viðkomandi einstaklingur er meinað að fara til himna. Meðan hann er bannfærður og ef sá hin sami sé valdhafi þá meiga prestar ekki þjónusta þar í landi. En þá varð auðvitað allur almennngur vitlaus af reiði, því guðs óttinn var mikill og kirkjunar menn unnu hörðum höndum í því að láta menn óttast guð.
Dauða syndirnar 7 eru tildæmis algjörlega spunnar upp í Páfagarði og áttu að vera lög hans til handa öllum. (Gaman er að hafa í huga að talan 7 er heilög í huga forngyðinga. Saman ber 7 daga vikunar).
Bann Páfa við að prestar og aðrir þjónar kirkjunar eignuðust börn var til komið vegna þess að á 12 og 13 ölf voru þessir menn byrjaðir að vígja syni sína til presta til þess að kirkjujörðinn sem fylgdi embættinu héldist innan fjölskyldunar. Þetta kom sér ílla fyrir páfagarð þar sem kirkjan fékk lélegri og minna trúaða presta sem almenningur líkað ílla við. Þannig varð úr að páfinn bannaði þetta til þess að almenningur gerði ekki reiður. síðan þá hefur margur páfinn átt laun börn.
Eftir að barneignir voru bannaðar vildu margir fá að sitja á þessum jörðum og vera vígðir til brests eða biskups. Einn Keisari hins heilaga Þýsk-Rómverska Keisaraveldis vildi geta skipað sjálfur hverjir yrðu skipaðir til prests. Ástæðan var sú að hægt var að vinna sér hollustu manna með þessu. Jarðinar gáfu mikið af sér og menn vildu sem lengst sitja á þeim og til þess að gera það þjóna Keisaranum. Keisari þessi (ég mann ekki hvað hann hét) deildi við Páfa, og svo fór að Páfi bannfærði hann og hann varð að standa fyrir utan Róm í um 3 daga og 2 nætur áður en Páfinn ákvað að taka banfæringu til baka
Margt í sambandi við Biblíuna og boðskap þeirra sem á henni halda er dæmigert fyrir þann sem ræðurríkjum og vill halda þeim völdum til frábúðar án þess að bæta sig eða taka afleiðngum gjörða sinna.
Ef maður hagar sér vel í þessu lífi. Gegnir boðum kongs og krikju þá á maður heilífa sælu vist vísa. Ef ekki þá bíður endalausir logar helvítis.
Skilirðislaus hlíðni alveg eins og í hernum. Ef maður brítur gegn þeim eða er með uppreisn þá eru það kúla í hausinn.
Ég reyndar alveg búinn á þessu núna og nenni ekki að bæta miklu við. En bæti kannski einhverju meiru við þessa grein sienna eftir einhverjar líflegar umræður. En endilega seigið ykkar álit á þessu. En ekki neitt niðurrif eða annað skítkast. Trúarbrögð þín eru ekki heilög bara útaf því að þú trúir á þaug.
Og pælið í einu. Guð er með þræla haldi. Bannað að girnast þræl náunga þíns eða nokkra eign hans eða eitthvað svoleiðis:)