Gajus Júlíus Sesar Oktavíanus (það var upprunalegt nafn Ágústusar) fæddist þann 23. September árið 63 f. kr. Hann var frændi Júlíusar Sesars og hafði Sesar ætlað Oktavíanusi sæti sitt sem einvaldur Rómarveldis. Oktavíanus var aðeins 18 ára þegar hinn valdamikli frændi hans var myrtur í öldungaráðinu þann 15.mars 44 f.kr. Þá tók Antoníus við Róm. Þetta olli miklum deilum á milli Oktavíanusar og Antoníussar. Oktavíanus neyddist þó til að sættast við Antoníuss.
En 43 f.kr. hélt Oktavíanus með stormsveitir sínar inn í öldungaráðið og neyðir það til að láta að vilja sínum. Með þessu stofnuðu Oktavíanus, Antoníuss og Lepídus, riddaraliðsforingi Sesars, þrístjóraveldið síðara. Lepídus stjórnaði Afríku, Oktavíanus Ítalíu og Vesturlöndum en Antoníus fékk yfirráð yfir Austurlöndum. Fljótlega koma þó gallar kerfisins í ljós. Þegar Lepídus ætlar að færa út veldi sitt, sviptir Oktavíanus hann her sínum og völdum, Lepídus var þó höfuðprestur Rómar til dauðadags.
Antoníus fer síðan austur til orrustu við Þarka, óvini Rómverja. Herförin misheppnast og her Antoníusar verður fyrir slæmum höggum. Á svipuðum tíma giftast svo Antoníus og Kleopatra. Fjandskapur ítalskra Rómverja fer síðan stigvaxandi í garð Antoníusar. Þetta endar með því að farið er í styrjöld við Antoníus. Árið 30 f.kr. fremur Antoníus svo sjálfsmorð og Kleopatra fylgir í fótspor hans.
Þann 13. janúar 27 f.kr lagði Oktavíanus niður þrístjóraveldið á fundi öldungaráðsins. Öldungaráðið gaf honum nafnið Ágústus, það er hinn æruverði, guðdómlegi. Er þessi dagur oft nefndur fæðingardagur keisaraveldisins.
Nú fóru í hönd tímar friðs og öryggis, innanlands a.m.k. En jafnvel þótt Ágústus hafi verið friðsamur, lagði enginn keisari fleiri lönd undir Rómaveldið. Meðal landa sem hann lagði undir sig var Germanía. Rómverjar héldu henni þó aðeins í um áratug. Árið 9 e.kr. braust út frelsisstríð Germaníu. Það endaði með því að Ágústus hörfaði með heri sína aftur að Rín.
Ágústus keisari lést 14 e.kr. Hann var vinalaus þó hann hafi verið dáðasti keisari Rómar. Hann var mikill stjórnmálamaður en í einkalífinu gekk honum illa.
Endilega leiðréttið mig ef þið sjáið einhverjar stafsetninga- og/eða staðreyndavillur.
Heimildir:
Mannkynssaga: Fornöldin, eftir Ásgeir Hjartason.
http://www.roman-emperors.org/auggie.htm
“I'd love to go back to when we played as kids,