Æska Hitlers
Adolf Hitler fæddist þann 20. apríl 1889 inn í fátæka tollvarðafjöldskyldu. Faðir Adolfs, Alois Hitler, hafði mikla trú á syni sínum og studdi Adolf áfram í skóla, hann ætlaði honum að verða tollvörður eins og hann var sjálfur. Alois var mjög strangur faðir og hikaði ekki við að beyta ofbeldi þegar Adolf var óþægur, en það bætti móðir hans hún Klara upp með því að dekra við hann og reyna að hvetja hann áfram með ástúð.
Adolf umgegst mest yngri börn sem hann gat stjórnað enda var hann alla sína tíð með mikla leiðtogahæfileika.
Draumur hans var að verða listamaður en föður hans leist nú ekkert of vel á það því að hann ætlaði honum að fá góða menntun en þegar Adolf var 14 ára lést faðir hans.
15 ára gamall hætti Adolf í skóla vegna lélegra einkunna og slæmrar heilsu.
Klara, móðir Adolfs fékk hann til að sækja um skóla og það sem að annar skólinn sem hann hafði mögurleika að komast inn í var með teiknibraut þá sótti hann um þann skóla. En ekki gekk honum betur þar en í fyrri skólanum.
Þegar Adolf var 18 ára fékk hann arf frá föður sínum og flutti til Vínar í listnám. Hann sótti um í bæði Arkitekta og Listaskóla Vínar en féll á báðum inntökuprófunum, hann sagði þó aldrei móður sinni frá því sem lág þá á banabeðinu.
Í 6 ár bjó Hitler í Vín og þar byggðist upp hatur hans á gyðingum.
Gyðingarnir höfðu það betra en hann svo hann fór að kenna þeim um allt sem var að í heiminum.
Hitler og fyrri heimstyrjöldin
Þegar fyrri-heimstyrjöldin braust út flúði Hitler frá Vín til Munich til að forðast herskyldu í Austuríska hernum, en hann náðist og var skipað að ganga í herinn eða eyða ári í fangelsi.
Þegar hann mætti til herskyldu í Salzburg var hann of veikburða til að ganga í herinn. Hann gekk í þýska herinn í byrjun heimstyrjaldarinnar.
Adolf slapp í nokkur skipti naumælega frá dauðanum t.d var skotbyrgi hersveitarinnar sem Hitler tilhyrði sprengt upp en Adolf hafði rétt skroppið út á meðan og allir sem inni voru létust.
Á hergöngu sinni var Hitler verðlaunaður með tvem járnkrossum fyrir mikið hugrekki.
Hitler var sá eini í sinni herdeild sem komst lífs af í sinnepsgasárás Breta á Belgíu, en í árásinni blindaðist hann og var settur á spítala.
Þegar hann fékk loks sjónina aftur hafði Þýskaland gefist upp og sósíalistar komust til valda í landinu.
Eftir stríðið var Hitler notaður sem njósnari. Árið 1919 fékk hann það verkefni að fylgjast með Þýska verkamannaflokkinn sem Anton Drexler var þá formaður í, ætlaði sér uppreisn undir merkjum kommúnisma.
Hitler mætti á fundi hjá þeim og uppgötvaði að pólitískar skoðanir þeirra voru svipaðar og hans. Þó að hann var njósnari og átti að fara huldu höfði þá fór hann að rökræða við ræðumennina.
Drexler heillaðist af ræðu Hitlers og bauð honum í flokkinn.
Hann var fljótur að komast langt í pólitíkinni og varð bráðum aðalræðismaður flokksins. Ræður Hitlers voru kröftugar og sannfærandi og fékk fólk auðveldlega í lið með sér.
Árið 1921 varð Hitler formaður flokksins sem var mikill ofbeldis og byltingarflokkur.
Byltingartilraun Hitlers
Árið 1923 varð Gustav Stresemann kanslari Þýskalands. Hann vildi ekki veita Frakka til reiði svo að hann tók þá ákvörðun að Þjóðverjar skyldu borga áfram bætur til þeirra vegna fyrri heimstyrjaldarinnar.
Ekki var Hitler ánægður með það og ákvað að tími væri kominn á að hann tæki við stjórn landsins.
Þann 8. nóvember þetta sama ár gerði hann tilraun til að taka stjórnina með valdi.
Hitler og vopnaðir stormsveitarmönnum réðust inn á fund 3000 stjórnmálamanna og hótaði dauða þeim sem ekki vildu ganga til liðs við hann. Næst átti hann eftir að taka landstjórnina í Berlín.
Hann klikkaði þó á einu, hann tók ekki yfir útvarpsstöðvar og skeytastöðvar svo að Landsstjórnin frétti af þessari valdatilraun og sendi lögreglu Munich að stöðva hann.
En stuðninsmenn Hitlers gáfust ekki upp. Þeir neituðu að hlýða lögreglunni og hófst þá skothríð, 21 menn létu lífið og margir særðust.
Þegar Hitler heyrði skothljóðin fleygði hann sér í jörðina og fór úr axlarlið og flúði.
Liðsmenn Hitlers sem voru mun fleiri en lögreglumennirnir fóru að fordæmi leitoga síns og flúðu líka.
Fyrir þessa byltingartilraun fékk Hitler 5 ára fangelsisvist dæmda á sig en hann sat aðeins inni í rúmt ár.
Í fangelsinu skrifaði hann bókina Mein Kampf sem nasisminn grundvallaðist á.