Frigg er Gyðja hjónabandsins.Hún er kona Óðinns,og er Föstudagur
nefndur eftir henni (samkvæmt sumum).
Hennar vistarverur heita Fensalir, og hún sá um að vefa skýin.

Hún gekk líka undir nafninu Saga.


Þór, sonur Óðinns og einn af Ásunum.
Hann er Guð þrumunnar og einn versti óvinur Jötnana.
Það skemtilegasta sem hann gerir er meðal annars að
henda hamri sínum Mjölni í höfuð á Jötnum.Til að geta
mundað vopn sitt, Mjölni,þurfti hann hanska úr járni
og belti sem bjó yfir ógurlegum styrk.Mjölnir hafði þann
eiginleika að snúa aftur til þórs eftir hvert kast,hann táknaði´
líka þrumu.Þór reið um Miðgarð í vagni sínum,sem dreginn var
af tveimur geitum.Land hans heitir Þrúðheimar og höll hans
er Bilskínir.Kona hans heitir Sif.

Þór var algengasti Guðinn meðal manna,þeir blótuðu hann
til að tryggja frjósemi, og var hann víða blótaður.
Hálsmen með útskornum hömmrum voru borin um hálsinn á fólki
lengi eftir kristin töku í Skandinavíu.Fundist hafa mót frá
landnámstímum sem hafa bæði hamar Þórs og kross hlið við hlið.
Sem þykir sína hversu mikið hann var dýrkaður.Nafn hans kemur fram
á morgum stöðum ,og var meðal annars stitta af honum í hinu mikkla
hofi Uppsölum.

Fimmtudagur er sagður vera nefndur eftir honum,Rómverjar líktu honum
við Júpiter og eftir því þá samhliða honum Seús(man ekki hvernig þetta er skrifað).
Þeir voru jú allir þrumu Guðir.

Donar var yngri úrgáfa af þór sem var dýrkuð af Germönum,og
Saxanir dýrkuðu Guð sem hét Þunor.


Heimdallur er skipaður vaktmaður brúarinnar Bifröst.
Þar bíður hann komu Jötnana og frostrisana sem munu koma
þegar að Ragnarök skella á.Þegar að það gerist mun hann
blása í horn sitt Gjall.

Á Ragnarökum munu Heimdallur og Loki drepa hvorn annan.
Heimdallur sefur aldrey, hann getur séð í myrkri, og getur
heyrt ull gróa.

Hann býr í Himinbjörg.
Það voru níu systur sem fæddu Heimdall,
Segi frá því seinna.


Týr er Guð stríðs.
Hann var sá eini af Ásunum sem var nógu hugrakur til að
setja hönd sína í gin Fenris úlfs svo að hinir gætu bundið hann
á meðan.úlfurinn beit af honum hægri höndina.Það eru mjög skiptar
skoðanir á því að hann hafi verið örvhentur.
Í okkar samfélgai þá er hægri höndin jú notuð til að gefa
heit sitt, sem gæti verið ástæðan fyrir því að Týr hafi
lagt hægri hönd sína að veði.

Sumir segja að hægri höndin hafi verið boðin
til að sína fram á að viðkomandi væri vopn laus.
Var því örvhent manneskja oft álitin vond,því að hún gæti
notað vopn í vinstri hönd á meðan hún heilsaði með þeirri hægri.

Þriðjudagur er sagður vera nefndur eftir honum.
Týr var líka þekktur undir nöfnunum Tiw og Tiu ,samkvæmt
Söxunum.


Gefjun er Gyðja hreinna meyja, hún er líka meðlimur Ásana og Vanana.
Allar konur sem deyja sem hrein mey fara til hennar.Hún er líka
frjósemis gyðja.Í einni sögu þá segir af henni sem betlara,
og í þessu dulargerfi þá er hún á tali við Gylfa Svía konung.

Þar segir hann við hana að hún megi eignast eins mikið af Svíðþjóð
og hún geti plægt með fjórum uxum á einum degi.
Hún brá sér því til Jötun heima þar sem hún átti fjóra syni sem hún hafði eignast
með einum risa þar,þetta voru nú engir venjulegir strákar,þetta
voru fjórir risavaxnir uxar.

Hún snéri svo aftur til Svíþjóðar með sonum sínum fjórum,
og plægði allt landið sem nú er þekt sem Sjáland og er nú hluti
af Danmörku, nafn hennar merkir gjafmyldi.




Loki er Jötunn.Hann varð Æsir þegar að Óðinn gerði hann að
blóðbróður sínum.Hann er Guð lævisku, blekkinga, og hrekkja.
Hann er mjög klókur.Eftir að hafa valdið dauða Baldurs,
var hann bundinn af Guðunum fram að Ragnarökum,þegar þau koma
mun hann losna.

Loki hefur verið kendur við Satúrn,og báðum þeim
hefur verið kent við Satan.Laugardagur hefur verið
kendur við Loka.

Um hann hafa verið skrifaðar margar sögur,
og mun ég sennilega setja eitthvað af þeim hingað inn
seinna.
Ósnotur maður