Ásgarður, samanborið við Gríska fjallið Olympus, þá
er Ásgarður dvalarstaður Guðana.

Eftir sköpun Miðgarðs,bygðu Æsirnir hof sín á Iðavöllum,
hinni skínandi sléttu.
Þar er þrúðheimur þórs eða Þrúðvangur þar sem Bilskírnir
höll hans stendur með sín fimmhundruðogfjörutíu herbergi;
Ýdals vellir hennar Ullar;Álfheimar Freys þar sem ljósálfarnir búa;
Höll Óðinns Valaskjálf sem hýsir hásæti hans sem sýnt getur honum alla
heimana;Sökkvabekkur Óðinns og Sögu;Valhöll höll Óðinns með sínum
fimmhundruðogfjörutíu dyrum inní Glaðheima;Þrymheimur Skaða;Baldurs Breiðablik;Heimdalls
Himinbjörg sem stendur við brún Ásgarðs og við hlið Bifrastar;
Fólkvangur Freyju og höll henar Sessrumínir;Glitnir Forseta;
Nóatún Njarðar við hafið;Fensalir Friggs og land Viðars nefnt Viði.

Umhvervis Ásgarð var stór og mikill múr og utan við hann
var skógur.Í sumum frásögnum þá lá ein af rótum Yggdrasils
í Ásgarð, og undir henni var Urðar brunnur.
Nornirnar Urður, Verðandi, og Skuld bjuggu nálagt brunninum
og var sagt að Æsirnir kæmu saman og riðu þangað yfir Bifröst.

Eitt af vandamálunum varðandi þá frásögn er sú að
ef að brunnurinn væri í Ásgarði afhverju riðu þá
Æsirnir upp Bifröst til að komast þangað?
Það væri líklegra að brunnurinn hefði verið í undirheimum,
og að Ásgarður væri í efstu greinum Asks og að Æsirnir hefðu
riðið nyður Bifröst í staðinn fyrir upp.

Glaðheimum var mun betur lýst heldur en Valhöll af honum Snorra.
Samkvæmt honum þá eru Glaðheimar úr skíra gulli jafnt að innan sem að utan.
Þar eru þrettán hásæti fyrir Æsina.
Það var líka sér höll fyrir kvenn Æsina og hét hún að mig minnir
Vingólf.

Norður við Ásgarð sat risinn Hræsvelgur í arnarformi.
Allur vindur í Ásgarði á að hafa komið undan vængjaslætti hans.
Gimli er staður þar sem að allir Guðirnir sem eftir standa eftir Ragnarök
koma til með að safnast samann á.Og eftir Snorra þá er hann staðsettur
Sunnan við Ásgarð í þriðja himninum sem kallast Víðbláin.

Snorri talar um níu himna allt í allt; Vindbláin, Heiðþornir, Hregg-Mímir,
Andland, Víðfeðmir, Hríð, Hlyrnir, Gímir, Vét-Mímir, og Skáþyrnir
sem er talin stærstur.
Hann segir líka að öll þessi nöfn séu skrifuð niður enn eru ekki öll
öll nefnd í ljóðum og eru því ekki öll staðfest.
Ósnotur maður