Vestur á Laugum í Sælingsdal bjuggu hjónin Ósvífur og Þórdís. Þau eignuðust nokkur börn en bar þó af elsta barnið sem var stúlka og hét hún Guðrún. Hún átti eftir að verða mikil kona og breyta gangi mála í Sælingsdal. Því ætla ég hér á eftir að fjalla um drauma hennar og hvernig þeir rættust svo síðar.
Í Sælingsdal var volg laug sem var kölluð Sælingsdalslaug. Þegar Guðrún var á fjórtánda ári hitti hún þar vitran mann sem hét Gestur Oddleifsson. Hún settist og talaði við hann og bað hann að ráða drauma sína. Hann bað hana að segja sér frá draumunum og það gerði hún. Í fyrsta draumnum var hún stödd úti við læk með höfuðfat sem henni þótti fara sér illa. Hún vildi breyta höfuðfatinu en margir voru á móti því en hún hlýddi því ekki tók það og grýtti því í vatnið.
Næsti draumur byrjaði þar sem hún var stödd við vatn með silfurhring á hendi. Henni fannst hann vera mjög fallegur og ætlaði að eiga hann lengi en þá rann hann af henni
og útí vatnið. Í þriðja draumnum hafði hún gullhring á hendi og fannst henni bættur hinn hringurinn og ætlaði að njóta þessa hrings lengur en hins. Þá datt hún og hringurinn fór í tvennt og fannst henni eins og það væri henni að kenna að hann væri brotinn. Í fjórða draumnum hafði hún hjálm úr gulli alsettan gimsteinum. Henni fannst hann nokkuð þungur en ætlaði samt að halda honum en þá steyptist hann útí Hvammsfjörð og þá vaknaði hún.
Gesti fannst mikið til draumanna koma og sagði að þeir merktu allir nokkurn veginn það sama. Hún myndi eignast fjóra eiginmenn, hún myndi skilja við fyrsta, annar myndi drukkna, þriðji yrði veginn með vopnum og fjórði yrði mesti höfðinginn en þar sem hjálmurinn datt í Hvammsfjörð myndi hann drukkna þar.
Guðrún sagði ekkert fyrr en Gestur hafði lokið máli sínu en þá sagði hún að mikið þyrfti til að ganga ef þetta reyndist satt.
Þegar Guðrún var fimmtán ára bað maður að nafni Þorvaldur um hönd hennar faðir hennar leyfði það ef hann myndi gefa henni allt sem hún vildi. Guðrúnu leist ílla á þetta en fór samt vestur í Garpsdal þar sem Þorvaldur bjó. Eftir nokkurn tíma fór Þorvaldi að þykja Guðrún helst til frek og einn daginn sló hann hana utan undir fyrir frekjuna. Guðrún brást reið við en aðhafðist ekkert. Þetta kvöld kom vinur Guðrúnar Þórður Ingunnarson á bæinn og stakk hann uppá að hún myndi sauma kvennskyrtu á Þorvald og skilja við hann. Þetta gerði Guðrún og skildi við Þorvald og fór heim að Laugum.
Guðrún hafði augastað á Þórði en hann var giftur Bróka-Auði (þvi það gekk um það orðrómur að hún gengi í karlmannsbrók). Guðrún sannfærði Þórð um að skilja við Auði vegna þess að hún gengi í karlabrók. Þórður skildi við Auði og giftist Guðrúnu.
Auður hefndi fyrir skilnaðinn með því að ráðast inn á bæ Þórðar og hjó hún að honum með saxi. Hún særði hann á hendi og bringu og gréri höndin aldrei fyllilega.
Vorið eftir þetta fór Þórður og stefndi galdramönnum á Skálmanesi, en á leiðinni til baka hvolfdi bát hans og allir drukknuðu. Guðrún saknaði Þórðar mikið.
Kjartan Ólafsson kom oft í Sælingsdalslaug og spjallaði þar oft við Guðrúnu og kom þeim mjög vel saman. Eitt sinn er Kjartan og Bolli fóstbróðir hans voru á ferð hittu þeir mann að nafni Kálf sem átti skip. Kjartan keypti hálft skipið og ákváðu þeir að sigla til Noregs. Þegar Kjartan sagði Guðrúnu þetta undi hún því illa og vildi fara með honum en hann neitaði því og bað hana að bíða sín í þrjú ár. Eftir þrjú ár ákvað Bolli að fara heim en Kjartan dvaldist lengur í Noregi. Þegar heim kemur fer Bolli að
Laugum og biður Guðrúnar hún neitar í fyrstu en eftir að Bolli gefur í skyn að Kjartan muni giftast Ingibjörgu prinsessu og faðir hennar og bræður þrýsta á hana lætur hún til leiðast. Um haustið var haldið mikið brúðkaup og bjó Bolli á Laugum um veturinn.
Næsta sumar kom Kjartan heim frá Noregi og heyrði hann af brúðkaupi Bolla og Guðrúnar og fannst eins og Bolli hefði svikið hann. Þegar Guðrún frétti af komu Kjartans varð hún sár og fannst Bolli ekki hafa komið hreint fram. Ólafur og Ósvífur voru miklir vinir og héldu haustboð á hverju ári og skiptust á að halda það á Laugum og í Hjarðarholti. Eitt árið fóru Hjarðhyltingar ásamt Hrefnu konu Kjartans til Lauga í boðið. Hrefna hafði þá mjög fallegt og dýrt höfuðfat sem kallaðist motur. Á Laugum týndist moturinn og hélt Kjartan að Laugamenn hefðu stolið honum. Skildu því Kjartan og Bolli í ófriði og voru ekki lengur vinir. Þetta kom af stað logandi ílldeilum sem enduðu með því að Bolli drap Kjartan og var veginn af frændum Kjartans fyrir það. Var það haft fyrir að Guðrún hafi eggjað Bolla mikið til þess að drepa Kjartan. Guðrún saknaði mikið Bolla og lét hefna hans strax.
Fjórði maður Guðrúnar var Þorkell Eyjólfsson mikill höfðingi og tókust strax miklar ástir milla hans og Guðrúnar. Héldu þau stóra veislu sem stóð lengi og komu þangað 160 manns. Árin liðu og þau unnu hvort öðru en sumar eitt fór Þorkell til Noregs að kaupa við í kirkju. Hann kom heim en skildi viðinn eftir í Hvammsfirði og reið heim. Stuttu síðar ætlaði hann að ferja timbrið til Helgafells en menn voru á móti þvi vegna veðurs. Hann fer samt en drukknar á Hvammsfirði alveg eins og sagði í draumnum. Eftir þetta gerðist Guðrún mjög hrygg og var hún fyrsta nunna á landinu.
Í Laxdælusögu rætast allir draumar Guðrúnar einsog fyrir hafði verið spáð. Þrír af fjórum eiginmönnum dóu og hún skildi við hinn. Fólk á þessum tíma hafði dularfulla hæfileika til þess að spá í framtíðina en ef spáin var ekki björt reyndi það ekkert til að hindra hana í að gerast. Þegar þrír af fjórum draumum höfðu ræst af hverju bannaði Guðrún manni sínum þá ekki að fara í Hvammsfjörð fyrst hún vissi að hann myndi drukkna þar?