Attila the Hun(Atli Húna Konungur) Ég ætla að skrifa aðeins um Atla húna konung. Mun ég kalla hann Attila heldur enn Atli. Þetta er ekki copy-paste grein!
Ef einhverjar villur eða glufur bara leiðréttið mig.

Af rómverjum var Attila kallaður “The scourge of God”. Attila var konungur og herforingi hinna misfrægu húna. Hann réði frá 433 F.K. til 453 F.K. Hafði hann erft konungs dmið eftir frænda sinn Roas konung, Attila deildi ríki sínu með bróður sínum Bleda. Herinn sem húnarnir höfðu fyrir tíma Attila voru mjög óskipulaggðir og veikburða eftir mikla plágu sem hafði farið um landið. Átti hann þá mikla vinnu fyrir sér áður enn að hann gæti gert þessa aumingja að einum mesta og ógnvæginlegasta her sem Asía hefur séð.

F.K. 434 Reyndi Theodeus II keisari yfir Austur-Rómverskaveldinu að múta Attila og Bleda til að halda friðinn. Var Attila þá búinn að skipuleggja miklar ránsferðir á Austur-Rómarveldi, bauð Theodeus þeim 660 pund á ári fyrir friðinn. Sá friðar tími var ekki langlífur, 441 byrjuðu húnarnir aftur að ráðast á Austur-Rómarveldi. Árásir hans urðu miklar og hræðilegar, enn þegar hann sá hvernig Austur-Rómarveldi féll undir vald hans(það féll samt ekki bókstaflega) fór hann að girnast Vestrið. Fór hann með heri sína í gegnum Þýskaland og Austurríki alveg óhindraður og eyðilagði hann allt sem var í vegi hans(jafnvel friðsæl þorp).

Árið 451 kom smá afturkippur á Völlum Chalons, nú voru Rómverjar komnir í bandalag með Vísigotum þannig að hann hörfaði og einblíndi nú á Ítalíu. Eftir að hafa eyðilagt Aquileia og margar Lombard borgir, kom Leo Páfi og fékk Attila ofan að því að jarða Róm við jörðu.

Árið 453 dó Attila. Öruglega ekki dauðdagi sem hann hefði viljað og var þetta ömurlegur dauðdagi fyrir svona rosalegan barbara stríðsmann. Hann dó hann ekki á vígvellinum heldur í rúminu, á giftingar nótt sinni. Þetta er það sem talið er hafa gerst, Attila var ekki vanur að drekka mikið enn í tilefni að giftinug sinni drakk hann þokkalega mikið. Leið yfir hann þegar hann var liggjandi flatur og fékk hann blóðnasir og kafnaði hann þess vegna á eiginn blóði.
Ég veit ekkert hvort þetta er satt eða ekki enn þetta er það sem stóð hjá mér.

Heimildir:
Vídómur minn og ýmsar greinar(enginn ein)

Kveðja
*boggi35*

P.S.
Ég er ekki viss enn ég held að Attila hafi drepið bróður sinn, já það er margt sem vantar þarna inn í enn ég vona að ég náði helstu atriðunum.