Ég ætla að byrja á að biðjast afsökunar á því að fara ekki nógu nákvæmt í endinn(hina raunverulegu sókn að Moskvu) og að hafa ekki talað neitt um umsátrið um Leningrad:



Rússland hafði ávalt verið efst á lista Hitlers yfir skotmörk. Hann lagði fyrst fram hugmyndir um að Rússland gæti verið “Indland Þýskalands” og vísaði þannig til hinar gífurlegu sóun á miklu landssvæði.
Í byrjun seinni heimsstyrjaldar var staðan þannig að Rússland var hins vegar orðin bandamaður Þýskalands. Árið 1941 hafði Hitler lagt hálfa Evrópu undir sig en hafði gert misheppnaða innrásartilraun inn í Bretland.
1941 byrjaði Hitler að flytja nánast allan Þýska herinn á stöðvar í Póllandi til að undirbúa innrás í Rússland. Flestir hershöfðingjar Hitlers voru gjörsamlega mótfallnir þessu og benntu á að þannig væri Þýskaland að skapa sér að óþörfu nýjar herstöðvar. En Hiler var staðráðin í að taka land drauma sinna og í miðjum Júní voru um
2.000 flugvélar, 2.400 skriðdrekar og 3.000.000 menn á landamærum Rússlands, samtals um 80% Þýska hersins.
Andspænis þeim stóðu 12.000 flugvélar(þar af 80% “ónothæfar”), 24.000 skriðdrekar, 200.000 riddaraliðar og 5.000.000 Rússneskir hermenn.
Rauði herinn var í réttu sagt í rusli. Í hinum miklu hreinsunum Stalíns höfðu 80% æðstu liðsforingja verið “fjarlægðir” og hafði enginn þróun verið á hernum í tíu ár svo að öll hertæki voru algjörar andstæður við glænýja og háþróaða þýska herinn. Þetta ástand hersins hafði bersýnilega sýnt sig þegar þeir réðust á 47.000(seinna 200.000) manna her Finna og tapað 200.000 mönnum.
Stalín sjálfur var heldur ekkert augnakonfekt og gjörsamlega hundsaði greinileg skilaboð um að þýski herinn var að fara að gera árás. Þessi skilaboð voru meðal annars endalausar skírslur um mikla flutninga þýska hersins til Póllands, frásögn þýsks liðhlaupa um fyrirætlanir Þjóðverja, njósnaskýrlur o.fl.
Áætlun Þjóðverja var að sigra Rússland eftir þrem meiginleiðum:Nyrst sótti Norðurherinn fram til Leningrad ásamt stuðningi 20 Finnskra herdeilda, í suðri átti Suðurherinn að sækja fram til Kænugarðs og iðnaðarsvæðinsins við Donerfljót. Meginnþunginn átti miðherinn að leggja fram í sókn sinni til Moskvu og var talið að með töku hennar myndu leifar Rauða hersins verða auðvelt skotmark. Aðgerðin var kölluð Barberrossa.

Þann 22.júní 1941 hrundu Þýskar fallbysukúlur á lönd Rússa í Póllandi og nánast allur Þýski herinn sóti fram í frægu leiftursókn Heinz Guederinas. Rússneski herinn einkendist af glundroða og lélegari leiðtogahæfni.
Rússneskum yfirmönnum hafði verið kennt að rússneski flugherinn myndi hrinda Þýskri innrás á hálftíma og á sama deigi lama Rússneskan iðnað,en raunin varð önnur. 80% Rússneska flughersins var ónothæfur og restin stóð ekki Þýsku Stúker flaugunum við. Boð komu frá Stalín um að gera gagnsókn í lofti á fyrstu tímum innrásarinnar og það þarf engan sérfræðing til að geta sér til um hvernig hún fór. Einn Þýskur flugmaður kallaði það “barnamorð”.
Einnig bárust boð frá Moskvu um að umkringja og eiða liði óvinarins og ná Pólsku borginni Lúblin innan tveggja daga. Rússneskir hershöfðingjar, drifnir áfram af ótta, hlýddu þessari, og hverri annari, skipun Stalíns og endaði sóknin skelfilega og með miklu mannfalli Rússneska hersins.
Þýski herinn sótti með gífurlegum hraða inn í Rússland og innan fjögura daga voru þeir komnir 300.km inn í Rússland og héldu ótrauðir áfram u.þ.b. 500.km frá Leningrad. Á milli 26-29. júní náðu Þjóðverjar borginni Minnsk og fengu þar með gífurlegt herfang,2.500 skriðdreka(sama tala og þeirra eiginn skriðdrekafloti), 1.500 fallbyssur og 300.000 fanga.
12.júlí komst Guederiann(einn af fræknustu skriðdrekaforingjum Þjóverja) yfir Dnjeperfljót og tók smolensk 15.júlí
-Herfang Þjóðverja var 2.000 skriðdrekar,1.900 fallbyssur og 100.000 fangar.
Í ágúst voru þeir 800.km frá Moskvu og höfðu þá fellt 700.000 Rússa og tekið 1.000.000 til fanga en sjálfir tapað 400.000 mönnum, þeir voru 320.km frá Moskvu.

Öllum til mikillar furðu og togstreitu þá ákváð Hitler að senda skriðdreka Guederians til Úkraníu og fanga olíustöðvar Rússa þar. Sama hve mikið herforingjar hans reyndu að tekja hann ofan af þessu uppátæki þá var hann algjörlega staðfastur á að taka Úkraníu-og svo gerði hann.

Agerðin gaf Rússum dýrmætan tíma til að undirbúa sig og náðu þeir því að stöðva hina raunverulegu sókn Þjóðverja á Moskvu rétt út fyrir borgarhliðum hennar.
Hins vegar þá var það ekki einungis staðfesta rauða hersins sem stoppaði Þjóðverja. Þýski herinn hafði átt í gífurlegum vandamálum með birgðarflutninga á hinu hrjóstuga landi Rússa. Landið var illa vega lagt og skipað og áttu heilu vegirnir til að skolast burt í rigningu.
Ekki voru Rússneskir skæruliðar að bæta ástandið þar sem þeir réðust á birgðarlestir Þjóverja og töpuðu því fremstu víglínurnar miklu af birgðum sínum og þurftu að gefa hánauðsinlegan mannafla í að vernda birgðir sínar.

Rússar náðu að lokum að stoppa Þýska herinn rétt fyrir utan Moskvu og fósu um veturinn í misheppnaða gagnsókn gegn Þjóðverjum.
En Hitler hafði aðrar fyrirætlanir og átti seinna eftir að senda 2.herinn(um 200.000 menn) inn í versta borgarhernað sögunar
…orustuna um Stalíngrad.