Hér er svo saga Baldurs.
Þeir sem hafa áhuga endilega þá líta á kasmir síðuna mína,
er að vinna með Goða fræðina þar.


Baldur, nafn hans merkir “Hinn Stórfenglegi”.
Hann var líka kallaður “Guð tárana” og “Hvíti Ásinn”.
Baldur, sonur Óðinns og Frigg,var líst sem myndarlegum og
vitrum Guð.Sumir sáu hann sem Guð ljósins þar sem hann var svo
bjartur,utan um hann var lísandi hvít ára.

Kona Baldurs heitir Nanna og þau áttu saman son er heitir
Forseti.Baldur og Nanna búa í Breiðablik,þar sem ekkert má vera óhreint.
Breiðablik hefur loft úr silfur og gull burðarstólpum.

Eina nóttina þá dreymdi Baldur draum,forsjáanlegan draum.
Óðinn reið niður til Heljar til að vekja völvu upp frá dauðum til
að ráða í draum Baldurs.
Hún sagði að Baldur muni deyja af völdum Höðurs,tvíbura bróður
sínum.

Frigg bað allt og alla sverja þess eið að ekki meiða Baldur á
einn eða annan hátt, en gleymdi að byðja mistilteinin því hann var svo ungur.
Loki,dulbúinn sem gömul kona,heimsótti Frigg og fann út að Baldur
var ónæmur gegn öllu nema mistiltein.Loki bjó þá til ör úr mistilteini
og plataði hinn blinda Guð Höð í að kasta henni í Baldur-Allir
Guðirnir voru í leik sem gekk útá það að kasta hlutum í Baldur-
sem leiddi til dauða hans.

Nanna dó úr hjarta sorg eftir að Baldur dó og var hún brend með honum
á útfarar bát hans– einnig voru þar niður brytjaður hestur hans og
óhepinn dvergur sem að Þór sparkaði inn á síðustu stundu.

Hermóður reið til Heljar og fékk hana til að samþykkja það
að ef að allir hlutir myndu gráta Baldur þá fengi hann að sameinast
þeim lifandi aftur.Ein kvennkyns risi að nafni Þokk,Loki í dulargerfi,
neitaði að gráta,svo að hann var dauður áfram og var þá brendur á
bát sínum,Hringhorni.Hann á að lifna aftur við eftir Ragnarök.
Ósnotur maður