Nei hvur skrambinn. Nú er ég búinn að lesa yfir þessa grein, og búinn að lesa yfir svörin, mörg jákvæð svör og mörg neikvæð. Það skiptir engu máli.
En ég held ég verði nú að byrja á að spurja að einu minn kæri aggar. Hafðiru fyrir því að lesa yfir greinina áður en þú stalst henni??????????
Því að með fullri virðingu fyrir þér sem rithöfundi, verandi 13 ára gutti( það er reyndar ekki það eina sem ég hef fyrir mér) þá er FULLKOMLEGA ómögulegt að þú hafir skrifað þessa ritgerð. Bara því miður.
Mér finnst skömm af því að þessi grein birtist hér á huga og finnst í raun að hún ætti að vera tekin burt. Ef einhver myndi samt hafa áhuga á því að lesa hana þá vil ég benda á
http://www.hugi.is/visindi/greinar.php?grein_id=163 39029
En þar er líka að finna þessa nákvæmlega sömu grein, en þó birt undir réttum höfundi.
Þetta er eitt mesta hrós sem ég hef nokkurn tímann á ævinni fengið og er mjög stoltur af þessu. Ég taldi aldrei að ritgerð eftir mig yrði það góð að henni yrði stolið. Það er gaman.
En allavega, þá er þetta ritgerð eftir mig og henni er stolið algerlega á míns leyfis. Ef einhver trúir mér ekki, þá bendi ég á texta í greininni þar sem stendur
(lauslega þýtt af Hirti A. Guðmundssyni)
Hjörtur A. Guðmundsson þessi er jú, ÉG, þið getið farið á þjóðsskrá og séð að þessi Hjörtur A. Guðmundsson er svo sannarlega EKII 13 ára gamall eins og Aggar, heldur 16. En samt sem áður, er ég stoltur.
Vil samt spurja Aggar, hvað fær þig til þess að leggjast það lágt, að stela grein sem birtist hér á huga þann 24 október?? Langaði þig svona mikið í stigin og nenntir ekki að hafa fyrir því að skrifa grein sjálfur??
Þetta finnst mér, með fullri virðingu, alveg virkilega skítlegt, þetta er svakalegur aumingjaskapur, en ég þakka samt hrósið.
Fyrir ykkur sem gagnrýndu :D
Ég skrifaði ritgerðina í mikilli tímaþröng og viðurkenni það að hún er stútfull af villum :D
Takk fyrir mig
Greinarhöfundur
Betis