Kínamúrinn hefur verið efni í margar sögur og ljóð. Við Evrópubúar heyrðum fyrst af múrinum á 16.öld og síðan þá hafa spunnist margar goðsögur um hann. Helstu sagnirnar eru að múrinn sé ein órofin heild, hafi verið byggður allur fyrir þúsundum ára og sjáist frá tunglinu.
Hjá Landamæravirki
Klári minn, drekktu! Kljúfum Haustkalt vatnið!
Krapað er fljótið, vindur hvass sem sverð.
Handan við sanda er dagsins glóð að dvína,
Drjúgan spöl inní skuggann bíður ferð.
Menn háðu stríð hjá þessum mikla múr,
Og minntust þess með dramblátu fasi.
Nú er sú fortíð fokið gulnað duft,
Fallnar rústir og molnuð bein í grasi.
Þetta ljóð var eftir Vang Sjang Ling það var það ort á 8.öld.
Kínamúrinn hefur verið efni í margar sögur og ljóð. Við Evrópubúar heyrðum fyrst af múrinum á 16.öld og síðan þá hafa spunnist margar goðsögur um hann. Helstu sagnirnar eru að múrinn sé ein órofin heild, hafi verið byggður allur fyrir þúsundum ára og sjáist frá tunglinu.
Byggingarsögu múrsins er yfirleitt skipt í 3 parta og partarnir nefndir eftir ættum sem stjórnuðu. Það er ch?in-tímbilið, Han-tímabilið og Ming-tímabilið.
Lítum nú á Kína fyrir byggingu múrsins. Fyrir 211 fyrir krist var Kína skipt niður í furstadæmi og stanslaus stríð voru á milli þeirra. Til verndar sjálfum sér byggðu margir furstanna leir- og moldarveggi milli sín og næstu fursta. Árið 211 náði ch?in ættin undir forystu Zheng völdum yfir þessum furstadæmum og sameinaði í það sem við köllum Kína.
Í kjölfarið breytti hann nafni sínu og tók nafnið Shi Huangdi Tí eða hinn fyrsti einvaldi keisari. Til þess að Kína yrði eitt ríki lét hann sameina letur, mælieiningar og staðlaði allt. Ennfremur eyddi Shi Huangdi veggjunum milli furstadæmanna svo landið varð ein órofin heild. Nágrannar Kína voru Mongólar en þeir voru svarnir andstæðingar Kína og réðust reglulega á þá . Til varnar þeim sameinaði ig styrkti Shi Huangdi hluta af ytri veggjum gömlu furstadæmanna og reisti nýja og lengri.
Hann byrjaði stuttu eftir valdatökuna og múrinn varð 3700 km langur á aðeins 8 árum. Byggingarhraðinn samsvaraði því að byggt væri einn og hálfan km á dag. Þessi fyrsti múr var kallaður 10000 Li longwall eða gigantic Mangol og var frumgerð Kínamúrsins. Til þess að halda þessum gífurlega byggingarhraða voru hundruð þúsunda þræla notaðir í verkið og en fleiri sjálfseignarbændur fengnir til að aðstoða og þegar mest var er talið að 20 milljónir manns hafi verið að byggja vegginn í einu. Enda er talið að tala þeirra sem létust við byggingu hlaupi á hundruðum þúsunda. Það er í raun rangnefni að kalla þetta einn múr því þetta voru margar raðir af múrum sumstaðar urðu þeir tvöfaldir.
Shi Huangdi þótti mikill kúari og ætlaði arftaki hans að halda því áfram en var myrtur 2-3 árum eftir dauða Shi Huangdi. Gerðist það í mikilli uppreisn árið 206 f.kr. Eftir fall Ch?in ættarinnar varð baráttu um stjórnun landsins og í henni var múrinn skilinn eftir ómannaðir í 66-7 ár eða uns Han ættin náði völdum. Eftir að hún náði völdum byrjaði annar þáttur í byggingarsögu múrsins.
Han ættin undir stjórn Wu-ti mannaði vegginn mun betur með því að setja svokallaðan ljósvita á 2,5 Km fresti, Turna á 5 Km fresti, virki á 15 Km fresti og Kastala á 50 Km fresti. Svo ef gerð var á árás á vegginn þá sendu verðirnir reykmerki frá ljósvitunum á degi að kveiktu á vitanum að nóttu og bárust skilaboð hratt eftir múrnum og komust þau til keisara hallarinnar mun hraðar heldur en ef reiðskjótur hefði verið sendur. Wu-ti bjó einnig til silkileiðina en það var verslunarleið sem lá meðfram múrnum til vestur og varð hún mjög vinsæl en þá varði múrinn hana drjúgan hluta leiðarinnar. Fleiri meðlimir Han ættarinnar lagfærðu og stækkuðu múrinn. Ein af merkari stækkunum ættarinnar var þegar múrinn var byggður í gegnum Gobi eyðimörkina sem þykir illfaranleg.
Vegna þess hve jörðin í Gobi eyðimörkinn varð efnisnotkun öðruvísi en áður hafði verið. Í stað þess að þjappa mold og leir í 10 cm háa viðarramma, þá var sett í botninn á viðarrömmunum reyrstafi og ofan á það fíngerður sandur og vatn sem var þjappað vel.
Eftir að Han ættin var rekin frá völdum liðu yfir 1000 ár þar til byggt var einhvað mikið við múrinn aftur. Þó skipti múrinn áfram gífurlega miklu máli fyrir Kínversku þjóðina.
Árið 423 byggði Ming-shuan um 1000km af veggi á eftir honum kom T?ai-wu sem byggði þunnan vegg utan um höfuðborgina . Árið 552 voru fengnir 1,8 milljón manns til að gera við og stækka múrinn. Eftir að Súí ættin náði völdum var byggt við og gert við hann 7 sinnum.
T?ang ættin náði völdum 618 og hófst þá mikil útþennsla í Kína og datt Kínamúrinn upp fyrir og endaði með því að Mongólar réðust á Kína, tóku yfir hana 1279 og réðu henni í ríflega 100 ár en þá kom
Ming-ættin til sögunnar og með henni fylgdi gulltímabil Kínamúrsins. Ming-ættin náði aftur ríkinu og ákvað að aldrei aftur skildu Mongólar ráðast á Kína og hóf því að byggja mun rammgerðari múr en áður hafði verið. Múrinn var í þetta sinn aðalega úr stein ólíkt því sem hafði verið úr mold, leir og sandi. Ming múrinn er sá múr sem við þekkjum í dag sem Kínamúrinn. Þegar Ming ættin byggði múrinn fékk hún hæfa steinverkamenn í stað þrælanna áður og borgaði þeim í silfri. Ming ættin endurbyggði drúgan hluta af múrunum og bætti ennfremur mikið við.
Múrinn er að meðaltali 7-8 metra hár og fer mest í 10 metra. Hann er 6 m breiður og hægt er að ganga ofan á múrinum og eru 1 m háir kantar ofan á múrinum svo hestar og menn falli ekki af honum. Tröppur liggja upp á múrin og á 200-300 metra fresti kemur svo upphækkaður stallur sem gaf góða sýn yfir bardagann þar uppi kemur svo reglulega ljósviti eða skjól fyrir hermennina í stormum. Stundum var stallurinn á 2-3 hæðum og geymd vopn og skotfæri þar inni.
Ming ættin byggði nálægt höfuðborginni annan múr samsíða hinum svo um tvöfalda vörn væri að ræða og var þá skipt í syðri og nyrðri múr.
Ming ættin var ein duglegasta ættin í byggingu múrsins og bætti hún hann ekki aðeins heldur lengdi einnig mikið.
Árið 1644 var Ming-ættin rekin frá völdum og ch?ing ættin tók til valda og lagði hún mikla áheyrslu á að sameina Mongolíu, Tíbet og aðrar þjóðir í kring og því var engin ástæða fyrir því að halda múrinum við og því var múrinum ekki haldið við í árhundruð.
Í upphafi síðustu aldrar var eyðilagður múrinn í kringum höfuðborgina. Einnig hefur verið gerð göt í gegnum vegginn fyrir vegi. Árið 1970 gekk þetta meira að segja svo langt að hluta af múrinum var eyðilagður fyir byggingarefni. Í dag er litið á þetta öðrum augum og hlutinn sem var eyðilagður 1970 hefur verið endurbyggður og vissir hlutar af múrinum verið gerðir upp fyrir ferðamenn.
Kínamúrinn er allt í allt 7300 Km langur ef við tökum ekki tvöföldunina með þá er hann um 6700 km langur. Sem þýðir að ef múrinn myndi byrja í Reykjavík þá myndi hann enda einhverstaðar nálægt Wasington. En þrátt fyrir þessa mikli stærð sést veggurinn ekki frá tunglinu samkvæmt tunglförunum en þó sést hann utan úr geim.
Mörg merkileg ummæli hafa verið látum um þennan múr þegar Nixon heimsótti Kína sagði hann: ,,This is a Great Wall and only a great people with a great past could have a great wall and such a great people with such a great wall will surly have a great future.?
Ef þér skildi detta einhvern tíman í hug að heimsækja múrinn þá er best að best að fara í Badaling, Juyongguan, Mutianyu, Jinshanling og Simatai en þar er búið að gera vegginn upp og er selt inn á en það kostar á milli 18 og 40 yuan. Einnig þykir gott að fara á Badaling en það er í nágrenni við Beijing en þar er þó hætta á að það verði fullmikið af fólki en um 10000 manns fara þar um á hverjum degi.
Kv. Velmagt