Sir. Isaac Newton. Frægasti vísindamaður sögunnar, Það varla til sú manneskja sem ekki kannsat við söguna um hann og eplið sem að leiddi til uppgötvunar hans á þyngdarlögmálinu.
Geriði það ekki vera að ásaka mig um eitthvað copy/paste þó að það hafi kannski verið búið að skrifa um þetta, þetta er einungis skólaritgerð í eðlisfræði sem ég fékk VÁM góða tíu fyrir.
Inngangur
Fáir fræðimenn hafa haft jafn mikil áhrif á veraldarsöguna og Sir Isaac Newton. Hann er einn kunnasti vísindamaður allra tíma en einnig var hann sérstæður persónuleiki sem ekki var eins og fólk er flest. Ég ætla að reyna að varpa ljósi á þennan enska snilling í þessari ritgerð.
Isaac Newton fæddist á jóladag árið 1642 í Woolsthorpe í Lincolnshire á Englandi. Móðir hans, Hannah Ayscough Newton var bæði læs og skrifandi sem var óvenjulegt fyrir konu á þessum tíma, þó engin merki séu um snilligáfu hjá forfeðrum Newtons.
Þegar Isaac var aðeins þriggja ára að aldri giftist móðir hans Barnabas nokkrum Smith sem var skólastjóri í North Witham í Lincolnshire en drengurinn var skilinn eftir hjá ömmu sinni. Árið 1654 sendi hún hann svo í menntaskólann í Grantham. Til að byrja með hafði hann takmarkaðan áhuga á þeirri skólavist en dag einn beið hrotti skólans lægri hlut fyrir honum eftir að hrottinn hafði reynt að leggja hendur á hann. Það var eins og Newton fyndi sig frá þessari stundu og fengi aukið sjálfstraust. Ekki leið á löngu þar til að hann varð jafn skólabræðrum sínum í námi og áður en kennslumisserinu lauk var hann orðinn fremsti námsmaður skólans.
Árið 1665 dó Barnabas, stjúpfaðir Newtons, og móðir hans þurfti að fá Isaac heim til að hjálpa til heima við. Ekki leist honum vel á það að vinna bústörfin en sem betur fyrir hann náði frændi hans, William Ayscough að fá Hannah systur sína til þess að koma Newton inn í Trinity háskólann í Cambridge. Nýstúdentum var skipt í tvo hópa, öðrum hópnum var úthlutað bestu vistarverunum og nutu þeir ýmissa annarra forréttinda, en hinn hópurinn var undirmálsfólk sem var látið gegna ýmsum þjónustustörfum fyrir fyrri hópinn. Þó að móðir hans hefði vel getað veitt honum fé til þess að vera í forréttindahópnum, sýndi hún námi hans ekki mikinn áhuga og studdi hann lítið fjárhagslega þannig að hann hafnaði í seinni hópnum og þurfti að tæma ruslakörfur hinna vel efnuðu skólafélaga sinna. Árið 1661 varð hann frístúdent við Trinity háskóla og lærisveinn þar 1664.
Plágan mikla sem svo var kölluð hafði byrjað vægt í London árið áður en breiddist nú út og ákveðið var að loka háskólanum í Cambridge. Fór Newton þá heim til sín í Woolsthore þar sem hann dvaldist samtals í 18 mánuði. Dvöl hans í sveitinni hefur orðið mjög fræg í vísindasögunni. Þar sló hann ekki slöku við og velti mikið fyrir sér hreyfingu hluta. Sagt er að hann hafi setið undir tré og epli hefði fallið á höfuð hans, aðrir segja að eplið hafi fallið á stúlku sem að sat þar hjá. Hvernig sem því líður þá fór Newton að velta því fyrir sér hvaða kraftur það væri sem að ylli því að eplið dytti á jörðina. Hann velti því fyrir sér af hverju eplið félli lóðrétt, og hvort sami kraftur væri orsök þess að tunglið hreyfist á braut um jörðu. Fyrstu tilraunir hans í þesu máli heppnuðust engan veginn vegna þess að lendgarmælingar sem notaðar voru í þá daga voru einfaldlega ekki nógu nákvæmar fyrir útreikninga af þessu tagi.
Newton sneri aftur í háskólann og varð þar kennari 1667. Næstu ár æfi hans fóru aðallega í rannsóknir á ljósinu og eðli ljóss sem varð til þess að hann fann upp fyrsta spegil- eða endurkastssjónaukann sinn árið 1668. Þessi sjónauki var 6 þumlunga langur sívalningur með um það bil þumlungs opi og með honum sá hann fylgihnetti Júpíters. Hann var síðan skipaður Lucasian prófessor í stærðfræði 1669 og hafði þessi staða mikla þýðingu fyrir árangur hans síðar meir, því að þarna fékk hann tækifæri til þess að leggja stund á aflfræði, ljósfræði, stærðfræði, stjörnufræði, fagurfræði og guðfræði.
Hann var síðan kosinn félagi í Konunglega vísindafélaginu og hans fyrsta ritgerð þar var um ljósfræði og tilraunir sem hann hafði gert með svokallaðri prismu eða þrístendu gleri en niðurstöður hans reyndust vera rangar og leiddu þær til deilna milli fræðimanna. Þessi ritgerð barst til meginlandsins, vakti þar mikla athygli, einkum í Frakklandi. Newton varð sjálfur þreyttur á þessu öllu saman og sagðist hreinlega vera ofsóttur vegna kenningu hans um ljósið.
Hann einbeitti sér nú að útreikningum varðandi þyngdarlögmálið sem hann hafði nokkuð stundað frá hans fyrstu tilraun. Það var ekki fyrr en 1684 sem mikill vinur hans, Edmund Halley sem að halastjarnan fræga er kennd við, komst að því að Newton var með réttu kenninguna og sannanir að henni og hvatti hann til þess að skrifa kerfisbundna ritgerð um efnið. Sú ritgerð hét De Motu Corparum en uppgötvunum hans var lýst nákvæmar í verki sem hét Philosophiae Naturalis Principia Methematica sem birtist á prenti 1687. Þar sýndi hann fram á þyndarlögmálið, hafði uppgötvað þær reglur, sem stjórna tilveru og hreyfingum heimsins og náði að yfirstíga aðalvandann við að sanna kenningu sína sem var að reikna út stærð sólar og tungls vegna gífurlegrar fjarlægðar frá jörðu. Það má því segja að Halley eigi heiðurinn af útgáfunni að Principia, því að ásamt því að hafa hert á Newton að skrifa ritgerðina og birta á skömmum tíma, þá sigraðist hann einnig á þeim erfiðleikum sem stöfuðu af því að fræðimaðurinn Robert Hooke hélt því fram að hann hefði verið á undan Newton með uppgötvanir hans.
Isaac Newton var mjög einmana fræðimaður. Hann var hann oft svo hugsi að hann var án matar og svefns svo dögum skipti og eina persónan sem hann hafði samskipti við var kötturinn hans, því hann átti aldrei fjölskyldu. Á árunum 1692 til 1694 gat hann lítið starfað vegna sjúkleika, hann þjáðist af taugabilun og sagt er að hann hafi hreinlega orðið vitskertur og settur á geðveikrahæli. Til allrar hamingju var honum veitt starf sem myntsláttustjóri og ekki leið á löngu þar til hann var orðinn yfirmaður myntsláttunnar og hélt því starfi til dauðadags, þó að hann hafi verið kosinn forseti Konunglega vísindafélagsins 1703. Anna bretadrottning heimsótti Cambridge árið 1705 og var þetta tækifæri notað til þess að aðlaða Newton.
Ekki er mikið vitað um Newton í ellinni nema þá kannski deilur hans við Leibnitz um það hver ætti heiðurinn að diffrun sem er líklega helsti skugginn á glæstum ferli Newtons. Hann veiktist alvarlega snemma á árinu 1727 og lést 20. mars það ár á 83. aldursári úr steinsótt.
Lokaorð
Í þessari ritgerð hef ég skrifað um snillinginn mikla Isaac Newton.
Hér hef ég fjallað um verk hans í grófum dráttum en einnig farið inn á hans persónulegu hliðar. Að endingu vil ég vitna í lof til hans sem Pope samdi: ,,Náttúran og lögmál hennar lágu í myrki hulin; Guð sagði: ,,verði Newton,‘‘ og allt varð ljóst.‘‘
Heimildaskrá
1973. Afburðarmenn og örlagavaldar II. Reykjavík. Ægisútgáfan
Bergsteinn Jónson. 1963. Mannkynssaga 1648-1789. Reykjavík. Mál og menning.