Þar sem Gerog Weichman vissi ekkert hvað hann ætti að gera við piltinn þá ákvað hann að fara með hann til umrædds kapteins.
Þegar þangað var komið var það eina sem pilturinn gat sagt “Mig langar til að hermaður eins og pabbi var”. Drengurinn virtist hungraður var honum boðið kjöt, öl og brauð. En hann vildi bara vatn og brauð og neitaði öllu öðru.
Fætur hans voru illa farnir, allir í sárum og var það engu líkara en hann hefði farinn langan veg fótgangandi. Ef ljósi var lýst á hann brást hann illa við, eins og hann væri vanur dimmum stað. Hann virtist vera um 17 ára gamall.
Kapteininn fór með drenginn á lögreglustöð. Og þar endurtók hann einu setninguna sem hann hafði sagt áður “”Mig langar til að hermaður eins og pabbi var“” og á blað skrifaði hann nafnið “Kaspar Hauser”.
Bréfið er hann hafði afhent skósmiðnum var líklega skrifað að verkamanni og var innihald þess eftirfarandi: Kaspar hafði verið skilinn eftir á heimili sínu 1812. Hann vissi ekkert um eigin uppruna eða ætterni. Bréfið endaði á því að honum var veitt heimild til að ganga í herinn.
Kaspar afhendi nú annað bréf er virtist vera frá móður hans og var það skrifað á Latínu. Þar sagði að hún væri of fátæk til að sjá um Kaspar og að faðir hans væri nú látinn.
Þeir er seinna lýstu Kaspar Hauser sögðu hann vera afar einkennilegan á allan hátt, og á margan hátt eins og lítið barn. Hann átti það til að stara tímunum saman út í geiminn. Hann gat séð allar stjörnur þó það væri dagur. Birta og hávaði angaraði hann og ef hann heyrði klukkuhringingu þá varð hann mjög hræddur eins og hann vissi ekki hvað væri að gerast. Hann var hræddur við þrumuveður og tunglskin en elskaði snjó. Ef hann sá kyndil er eldur var í eða kerti þá stakk hann alltaf puttanum í logann og virtist ekki skilja afhverju hann brenndi sig og varð alltaf mjög hissa.
Kaspar kallaði alla menn “stráka” og öll dýr “hesta”. Hann gat illa skynjað liti og gat ekki skynjað verðgildi peninga.
Hafði Kaspar verið geymdur á afviknum stað í það langan tíma þar að hann hafði ekki náð að þroska upp helstu skilningarvit. Eða var hann bara einfaldlega tregur til að læra?
Drengnum var komið fyrir í umsjá prófessor er kenndi honum Þýsku. Og er hann var nógu fær á málið þá gat hann útskýrt sína fortíð.
Hann hafði verið geymdur í kjallara 6 feta löngum, 4 feta breiðum og 5 feta háum. Gólfið var þakið aur og engir gluggar voru þar. Hann svaf á gólfinu og eina leikfangið hans var tréhestur.
Kaspar var komið fyrir Englendingi, Lord Stanhope sem hafði áhuga á að finna ættingja Kaspars. Kenning Stanhopes var sú að Kaspar væri kominn af greifafjölskyldunni af Baden. Einnig voru uppi getgátur að hann væri kominn af konungættum.
Stuttu eftir að Kaspar var ættleiddur af Stanhope var ráðist á hann í kjallara Stanhope af manni í negradulargervi. Árásarmaðurinn komst undan og Kaspar lifði af.
Þann 14. Desember 1833 fór Kaspar í göngutúr í skrúðgarðinum að boði manns er tjáði honum að garðyrkjumaðurinn vildi sýna honum nýjan gosbrunn. Það voru mikil mistök að þiggja boðið. Kaspar fannst í garðinum stunginn nálægt hjarta en var samt ekki dauður. Engin fótspor fundust nálægt honum og ekkert vopn fannst. Kaspar lifði í þrjá daga eftir árásina. Krufning leiddi í ljós að lifrin í honum var afbrigðilega stór og fótleggir hans voru vanskapaðir er studdi þá kenningu að hann hafði dvalið lengi í kjallara. Banasárið var þannig að það var óhugsandi að hann hefði gert það sjálfur.
Eina sem Kaspar vilsi segja var að “Ég gerði þetta ekki sjálfur” og bætti alltaf við “Að hafa marga ketti er hin örugga leið til að mýsnar deyi”.
Eftir dauða hans fór af stað mikill áhugi á hver þessi drengur hefði verið. Bækur voru ritaðar um hann, en hver hann var hefur aldrei verið vitað.
Mögulegar svör:
Margir trúa því að Kaspar hafi verið skilgetinn sonur Greifans Karl Fredrick af Baden. Og honum hafi verið smyglað út úr kastalanum svo hann gæti ekki krafist krúnunnar. Og að dauðu barni var komið fyrir í hans stað.
Kaspar þótti lýkjast Baden ættinni í útliti æði mikið. Aðalhertoginn af Bade opnaði að þessu tilefni allt skjalasafn ættarinnar til að sanna að Kaspar væri ekki af hans ætt.
Önnur frekar langsótt kenning var sú að Kaspar hafi verið fórnarlamb tilrauna einhverja sem við vitum ekki skil á og hafi hann verið heilaþveginn af röngum minningum og komið honum fyrir til að kanna mannlegt samfélag sem og hegðun manna. Fuerbach heldur því fram að “Kaspar var ekki frá þessum heimi. Honum var komið til okkar frá einhverju sem enginn veit hvar er”.
Kaspar Hauser er grafinn í Ansbach kirkjugarðinum. Á legsteini hans stendur “ Hic jacet CASPARUS HAUSER, Aengima Sui Temporis, Ignota Navitas, Occulta Mors, MDCCCXXXIII.” (Hér hvílir Kaspar Hauser, ráðgáta síns tíma, fæðingardagur ekki vitaður, dularfullur dauðsdagur árið 1833.)
Lauslega þýdd grein úr bókinni The Peoples Almanac 1977
Ekki er hægt að miða siðferði í dag við siðferði áður fyrr.