Leon Trotsky [1879-1940] –Til að byrja með vil ég taka það fram að ég aðhyllist ekki –kommúnisma framar öðru og reyndi því að líta sem hlutlausustum –augum á efnið sem ég var með í höndunum.

Leon Trotsky

Lev Davidovich Bronstein var fæddur á suðurströnd Úkraínu þann 26. október 1879 ekki langt frá Svartahafi. Foreldrar hans voru duglegir verkamenn sem mátu menntun mikils. Það var til þess að Lev flutti einungis 9 ára gamall einn til frænda síns í borgina Odessa þar sem hann sast á skólabekk. Hann þótti með mjög vel gefinn og góður nemandi, skilvís og heiðarlegur. Þessi persónueinkenni áttu eftir að einkenna manninn út líf hans.

Lev kláraði skóla sinn í Odessa og hélt í framhaldsnám í borgina Nicolayev þar sem hann lagði stund á stærðfræði. Á námsárum sínum þar komst hann fyrst í kynni við verkamannahreyfinguna og lífssýn Karl Marx. Byltingarólga þróaðist innra með honum. Árið 1897 var Lev virkur í stofnun ‘Suður rússneska verkamannabandalaginu’ og ári seinna aðalmaðurinn á bak við hinn nýstofnaða ‘Rússneska sósíal demókratíska verkamannaflokki (RSDLP)’.

Stuttu seinna var hann þó handtekinn fyrir aðgerðir sínar og dæmdur í útlegð í Síberíu árið 1900. Tveimur árum síðar flúði hann útlegð sína og tók upp nafnið Leon Trotsky. Trotsky átti sín fyrstu kynni það ár öðrum byltingarsinna, Vladimir Lenín í London á Englandi. Þar gerðist hann blaðamaður á kommúníska blaðinu ‘Iskra (Neistinn)’. Fljótlega var hann ásamt Lenín farinn að stjórna blaðinu og þar með orðinn einn af fremstu mönnum sem ýttu undir verkamannabyltingu í heimalandi sínu.

Þó að þessir menn þráðu það sama voru þeir ekki á allt sammála um hvernig því markmiði ætti að vera náð. Lenín vildi blóðuga byltingu á meðan Trotsky vildi beita skrifum og þjóðarvakningu. Bolsévikar fylgdu Lenín en sá hópur sem fylgdi Trotsky kallaðist Mensévikar. Árið 1905 sneri Trotsky aftur til Rússlands og var virkur í fyrstu rússnesku verkamannabyltingunni og var kosinn forseti ‘Pétursborgardeildarinnar’, sem að leiddi uppreisnina.

Byltingin rann þó fljótt út í sandinn og var bæld niður af stjórnvöldum, flestir meðlimir Pétursborgardeildarinnar, t.a.m. Trotsky, voru dæmdir í útlegð í Síberíu og endaði okkar maður þar í annað sinn árið 1907. Sama ár tókst honum aftur að flýja útlegð sína og næstu 10 árin var hann höfuðpaur stærstu blaða og málsgagna kommúnista í Rússlandi, t.d. Pravda. Árið 1917 sneri Trotsky á ný heim til ‘móðurlandsins’ og í ágúst gerðist hann meðlimur miðstjórnar bolsévika-flokksins, sem leiddur var ótrauður áfram af Lenín gegnum súrt og sætt. Nú var okkar maður orðinn annar valdamesti sósíalistinn í öllu Rússlandi.

Saman leiddu þeir í annað skiptið byltingu á hendur stjórninni komst bolsévikaflokkurinn til valda eftir október-byltinguna árið 1917. Trotsky fékk utanríkis- og hermál á sína könnu sem voru ein mikilvægustu ‘ráðuneytin’ í hinni nýstofnuðu ríkisstjórn. Hann sá um að byggja upp rússneska herinn fyrir hvað sem að höndum bæri.

Árið 1922 veiktist Lenín og dó tveimur árum seinna. Upp spruttu harðar deilur um hver ætti að taka við sem stjórnandi Sovétríkjanna. Lenín kaus Trotsky sér sem eftirmann en annar maður var kominn til sögunnar, Josef Stalin, sem var hátt settur innan ríkisins. Milli hans og Trotsky var hörð deila og lögðu þeir fæð á hvorn annan. Stalín vildi bæla niður þjóð sína með ofbeldi og hræðslu, þvert á móti hugsjónum kommúnismans, meðan Trotsky vildi halda áfram þróun Leníns og byggja upp landið með vinnusemi og friði. Það varð svo að Stalín hrifsaði að sér völdin og árið 1927 lét hann reka Trotsky úr stjórn bolsévikaflokksins og senda hann í útlegð til Kasakstan.

Árið 1929 komst Trotsky áfram til Tyrklands. Næstu áratugi eyddi hann í að skrifa greinar um hve andstæðar kenningar Stalíns voru gagnvart upprunarlegu hugmyndum kommúnismans og spáði því að ef að ríkið héldi svona áfram myndi það senn líða undir lok. Trotsky vingaðist við mexíkóska málarann Diego Rivera og með hans hjálp og áhrifum komst hann til Mexíkó þar sem hann bjó til æviloka.

Trotsky átti hlut í að stofna nokkrar alþjóðlegar hreyfingar um sósíalisma sem margar hverjar eru enn starfandi. Leon Trotsky var á endanum eltur uppi af liðsmönnum Stalíns og var myrtur með ísöxi á skrifstofu sinni í Mexíkóborg þann 20. ágúst 1940.

Heimildir:
http://www.fbuch.com/leon.htm
htt p://www.geocities.com/youth4sa/trotskybio.html