Part 1: The Blitzkrieg Era 1939-1941


Leifturstríð eða “Blitzkrieg” kom fyrst fram á sjónarsviðið í 1. september 1939 í Póllandi þegar Nasista Þýskaland eða “Nazi Germany” réðst á Pólland. Þjóðverjar sýndu herstyrk og aðferð sem gerði gamla skotgrafa stríðið úrelt. Með samvinnu flugvéla skriðdreka og svo eftirfylgjandi landgönguliðs bókstaflega völtuðu þeir yfir Pólverja á þrem vikum. Pólverjar komust fljótt að því að “Blitzkrieg” kom sterkt, hratt og ákveðið. Með engar Bryndeildir, fáar “Anti-Tank” byssur eða loftvarnabyssur og að miklu leiti úreltan flugher hafði pólski herinn litla möguleika. Bretar lofuðu að koma með hermenn til hjálpar en hjálpin kom aldrei… Vörnum Pólverja var gjörsamlega útrýmt og síðasta stóra vörn Póla féll í orrustuni við ána Bzura þegar 100.000 Pólverjar gáfust upp. Pólland féll 27 september, á rétt rúmum þrem vikum! En samt var síðasta skipulagða andspyrnan upprætt 5 október. Strangt til tekið þá var árásin á Pólland ekki “Blitzkrieg”. Hún var í grunnatriðum venjuleg árás með ákveðnum Blitzkrieg svipbrigðum. Þetta voru ákveðin atriðið… Mikilvægast var samt óvissan, því það var aldrei lýst yfir stríði af Þjóðverjum og bjuggust Pólverjar bara ekkert við þessu. Pólska ríkisstjórnin vissi að Þjóðverjar væru á leið að gera árás en flestir pólskir hermenn bjuggust alls ekki við henni strax og voru bara alls ekki tilbúnir. Stóru hlutverki í að sigra Pólverja gegndi dýfusprengiflugvélin Junkers-87 “Stuka”. Með vængi eins og grimmur ránfugl og flautur sem var komið fyrir á dekkjahlífunum kom óvininum til að flýja bara strax og það heyrðist í þeim, herdeildir klofnuðu, óttinn var gífurlegur. Ein mesta nýjungin var sú að Herforingjar voru ekki við endavígvallarins og sendu skilaboð um næstu hreyfingu, heldur voru þeir í fremstu víglínu og sendu skipanir jafnt og þétt er bardaginn breyttist, hafði þetta ekki sést áður. Pólverjar voru sigraðir.


Eftirfarandi er frásögn þýsks hermanns:

Underlegt atvik átti sér stað í smábæ í Tékkóslóvakíu 10 kílómetrum frá þýsku landamærunum, tékkneskur fangi sem talaði mjög góða þýsku sagði: “Hlustið, þið getið farið í stríð við okkur, en ekki fara í stríð við hinar þjóðirnar því þá verðið þið sigraðir” Þá sagði hermaðurinn: “Hvernig er það hægt?” Fanginn svaraði: “Ég veit það, í fyrsta lagi þá ráðist þið líklega á Frakkland, og síðan til Rússlands og það mun koma í bakið á ykkur” Þetta sagði tékkneski fanginn áður en stríðið hafði byrjað…

Ótrúlegt en þetta er akkúrat það sem gerðist….


Á eftir árásinni á Pólland bjuggust flesti hermenn við að það yrði ráðist á Bretland en þá berst skipun um að taka Noreg og Danmörku sem voru hlutlaus á þessum tíma, en þau voru landfræðilega mikilvæg. Ráðist var á Danmörku 9. apríl, 1940 og lauk því stríði á innan við degi. Því næst var haldið til Noregs. Noregur gafst upp 9. Júní 1940. Þegar stríðinu í Skandinavíu var lokið var strax búið að opna nýja víglínu í Vestur-Evrópu, ráðist hafði verið á Belgíu, Holland, Luxemburg og Frakkland. Þarna kom raunverulegt “Blitzkrieg” fram á sjónarsviðið. “Blitzkrieg” í í vestrinu var algert shock… því hernaðar sérfræðingar höfðu sagt að ómögulegt væri að kljúfa hina gífurlegu Maginot línu Frakka við landamæri Frakklands-Þýskalands. Frakkar höfðu hinsvegar vanrækt skógana við Belgísku landamærin því þeir héldu að það væri ómögulegat að ferðast þar í gegn , en þýsku skriðdrekarnir tróðust í gegn þar sem átti ekki að vera hægt að fara í gegn. “Blitzkrieg” braust í gegnum Belgíu og Holland á aðeins fjórum dögum! Stóru slétturnar í Frakklandi hentuðu mjög vel fyrir skriðdrekahernað Þjóðverja, Frakkland var gjörsigrað og aðeins var eftir að reyna að hindra brottflutning Breta. Þýskar flugvélar vörpuðu stanslaust sprengjum, ef þeir sökktu skipi þá komu þeir aftur til að drepa lifendurna, engin miskunn var sýnd. Frakkland féll á 6 vikum. Þjóðverjar fóru að gera sig tilbúna í að ráðast á Sovíetríkin. En þá sögðu Júgóslavara sig úr friðarsambandinu við Þjóðverja, Júgóslavía féll 16 apríl 1941. Þá þurftu þeir að aðstoða Ítalska herinn sem gat ekki tekið Grikkland af sjálfsdáðum og töfðust aðgerðir enn frekar þá vegna árásarinnar á Rússland. Þjóðverjar höfðu fullkomin yfirráð í lofti, Grikkland var fallið. Næst snéru Þjóðverjar sér að Sovíetríkjunum, þeir gengu inn í Rússland 22 júní, 1941……….

Áframhald kemur á næstunni…
ViktorAlex