Áður en stríðið byrjaði innlimuðu Þjóðverjar Austurríki og Súdetahéruðin á landamærum Tékkóslóvakíu. Það var árið 1938. Í mars 1939 tóku þeir það sem var eftir af Tékkóslóvakíu. Þeir gerðu Slóvakíu að leppríki og innlimuðu afganginn. Eftir þetta byrjaði síðari heimsstyrjöldin. Hún varði í sex ár, 1939-1945. Nokkrar þjóðir voru í bandalagi með Þjóðverjum. Það voru meðal annars: Ítalir, Japanar, Finnar, Ungverjar, Rúmenar og Búlgarar.
Fyrst hertóku Þjóðverjar Vestur-Pólland í september árið 1939, og þannig hófst stríðið. Vorið 1940 hertóku þeir Danmörku og Noreg til að tryggja innflutning sinn á járngrýti frá Svíþjóð og bæta aðstöðu sína í loft- og sjóhernaði gegn Bretum. Í maí og júní sama ár hertóku þeir Holland, Belgíu og Lúxemborg og gersigruðu Frakka. Ekki gekk Þjóðverjum vel að buga Breta með loftárásum. Í apríl og maí 1941 hertóku Þjóðverjar Júgóslavíu og Grikkland. Þá varð Króatía að leppríki þeirra. Í júni 1941 réðust þeir á Sovétríkin. Þá tóku þeir nokkur lönd sem Sovétmenn höfðu hertekið fyrst. Það voru: Austur-Pólland, Eistland, Lettland og Litháen. Síðan hertóku þeir stóran hluta af Sovétríkjunum. Í október 1942 höfðu þeir náð til Stalíngrad. Eftir það töpuðu þeir þessum löndum smám saman.
.