Yngri ár Hitlers og ris hans til valda Formáli
Veit að hér inni eru nokkuð margar greinar um Hitler en hef verið að vinna í þessari í nokkurn tíma og ákvað að slá til og senda hana inn. Ritgerðin fjallar um yngri ár Hitlers og upphaf þriðja ríkisins. Biðst afsökunar á öllum stafsetningarvillum og endilega leiðréttið mig ef eitthvað hérna er rangt.

Uppvaxtarár Hitlers
Fæddur 20. Apríl, 1889, Adolf Hitler var fjórða barn Alois Schickelgruber tollgæslumanns og Klöru Hitler. Eitt systkina hans dó stuttu eftir fæðingu og tvö þeirra úr barnaveiki. Seinna eignaðist hann tvö systkini í viðbót auk þess sem hann átti tvö hálfsystkini frá fyrri hjónaböndum föður hans. Hann var upphaflega skýrður Adolf Schickelgruber en því var síðar breytt í Hitler eftir móður hans. Faðir hans hafði mikla trú á að mikið ætti eftir að verða úr Adolf en lagði samt sem áður mjög mikið upp úr aga og átti til að lemja Adolf ef hann óhlýðnaðist, það var þó svo sem ekki mjög óalgengt á þessum tíma. Klara móðir hans dekraði hann hinsvegar örlítið og öfugt við Alois reyndi hún að hvetja hann áfram með ástúð en ekki aga.

Snemma tók Adolf að fá áhuga á list og ætlaði sér að verða listamaður gegn vilja föður síns. Hann hafði þó um tíma látið sig dreyma um að gerast prestur eftir að hafa búið skammt frá klaustri í sex mánuði. Í kringum aldamótin 1900 blómstruðu hæfileikar Hitlers sem listamanns en því miður sýndi hann öðru námi lítinn áhuga og hætti í skóla 16 ára, vegna slæmrar heilsu og lélegra einkunna. Faðir hans vildi þó að hann héldi áfram námi og vegna þess að annar þeirra skóla sem hann átti möguleika á, var með teiknibraut samþykkti hann ákvörðun föður síns um að sækja þann skóla. Honum gekk þó lítið betur þar en í gagnfræðiskóla.

Faðir hans dó árið 1903, þegar Hitler var aðeins 14 ára. Hann fékk loks arf eftir föður síns þegar hann varð 18 ára og fékk leyfi móður sinnar til að flytja til Vínar og fara í listnám. Hann sótti um í bæði Arkitekta- og Listaskóla Vínar en komst ekki inn. Hann hafði þó aldrei kjarkinn í að segja móður sinni frá því og þóttist því vera nemandi þar til að valda henni ekki vonbrigðum. Hún dó úr lungnakrabba 21. Desember, 1907. Adolf tók dauða móður sinnar mjög nærri sér.
Hann bjó í Vín í 6. ár enn og lifði á arfinum sem hann hafði fengið frá föður sínum. Í Vín var mikið um að gyðingum væri kennt um hitt og þetta og á þessum tíma tók Adolf að þróa hatur sitt á gyðingum.

Upphaf Nasistaflokksins & Stormsveitanna
Hann flúði frá Vín til Munich til að forðast herskyldu í Austurísk-Ungverska herinn árið 1913, en náðist í janúar á næsta ári. Honum var gert að gera strax skyldur sínar við herinn eða eyða einu ári í fangelsi. Þegar hann mætti til herskyldu í Salzburg var hann fundinn óhæfur til að ganga í herinn, hann var of veikburða. Hann fékk þó með sínum eigin vilja að ganga í þýska herinn í byrjun fyrri heimstyrjaldarinnar. Hann náði naumlega að sleppa frá dauðanum í nokkur skipti og var á endanum verðlaunaður með tveimur járnkrossum fyrir hugrekki. Í október, 1916 slasaðist hann og farið með hann á spítala í Berlín. Hann jafnaði sig þó og þjónaði hernum í 2 ár til viðbótar, en varð tímabundið blindur í sinnepsgasárás Breta á Belgíu í Októbar 1918. Þegar hann fékk loks sjónina aftur hafði Þýskaland gefist upp og sósíalistar komust til valda í landinu.

Þýski herin hóf að nota Hitler sem njósnara stuttu eftir stríðið. Í september, 1919 var honum sett fyrir að fylgjast með Þýska Vinnumannaflokknum (“The German Worker's Party”, ekki alveg nógu góð þýðing hjá mér) en herinn óttaðist að þessi flokkur, sem fremstur fyrir fór Anton Drexler, ætlaði sér uppreisn undir merkjum kommúnisma. Hitler sótti fund hjá þeim og uppgötvaði að pólitískar skoðanir þeirra voru svipaðar. Og þrátt fyrir að vera njósnari gat hann ekki stillt sig um að standa upp og rökræða þegar einn meðlima flokksins sagði eitthvað sem hann var ósammála.
Drexler var hrifinn af þessu og bauð Hitler að ganga til liðs við flokkinn, Hitler sá þetta sem tækifæri til að koma fram sínum pólitísku markmiðum og var fljótur að koma sér langt í flokknum.

Hitler tók að verða aðalræðurmaður á flestum fundum flokksins enda átti auðvelt með að ná fullkominni athygli viðstaddra. Hann talaði af miklum krafti um ósanngirnina gegn Þýskalandi og við enda ræðunnar gat hann beygt fólkið að vilja sínum. Brátt var nafni flokksins breytt yfir í “Nation Socialist German Worker's Party” (ætla ekki einu sinni að reyna að þýða þetta) og hakakrossinn á rauðu flaggi varð merki hans. Hitler varð formaður flokksins haustið 1921 vegna gífulegra vinsælda sinna.

Eftir 3 mánaðafangelsisvist fyrir að hafa verið partur af hóp sem réðist á annnan stjórnmálamann stofnaði Hitler sína eigin herdeild kallaða Sturm Abeilung eða Stormsveitirnar. Þeim var fyrirskipað að valda truflum og öðrum óþægindum á fundum annara stjórnmálaflokka og vernda Hitler. Hermann Goering, fyrrverandi flugmaður varð fyrirliði þessara sveita. Stormsveitirnar voru aðallega byggðar upp af fyrrverandi meðlimum Freikorps, sem var her stofnaður af fyrrverandi yfirmönnum þýska hersins til að vernda landamæri Þýskalands gegn innrásum rauða hersins.

Yfirráð í Þýskalandi
Þrettánda ágúst, 1923 varð Gustav Stresemann nýr kanslari Þýskalands og til að hætta ekki á reiði Frakka ákvað hann að Þjóðverjar skyldu halda áfram að borga bætur til þeirra. Hitler var afar óánægður með þetta og ákvað að tími væri kominn á að hann tæki við stjórn landsins. Áttunda nóvember þetta sama ár gerði hann tilraun til að taka stjórnina með valdi. Hitler ásamt vopnuðum stormsveitarmönnum réðist inn á fund 3000 stjórnmálamanna og hótaði dauða þeim sem ekki vildu ganga til liðs við hann. Næst átti hann eftir að taka landstjórnina í Berlín. Undarlega þó, þá Hitler ekki taka yfir útvarpsstöðvar og skeytastöðvar. Landsstjórnin heyrði vegna þessa brátt frá áætlunum Hitlers og fyrirskipaði lögreglu Munich að stöðva hann.
Stuðninsmenn Hitlers neituðu að fylgja skipunum lögregluliðsins og því hófst skothríð á milli hópanna. Strax létust 21. manns og margir særðust, en um leið og Hitler heyrði skothljóðin fleygði hann sér í jörðina og tók öxlina á sér úr lið. Hann flúði að bíl í nágrenninu og þrátt fyrir að þeir væri miklu fleiri en lögreglumennirnir fóru stuðningsmenn Hitlers að fordæmi leitoga síns og flúðu.

Þrátt fyrir misheppnaða valdatilraun fékk Hitler aðeins lágmarksrefsingu sem hljómaði upp á 5. ára fangelsisdóm og aðrir meðlimir nasistaflokksins en vægari dóma. Þetta fengu þeir fram eftir að Hitler tókst að snúa réttarhaldinu upp í pólitískar umræður. Enn og aftur kom hæfileiki hans til að tala fyrir fólki honum að gangni. Hann afplánaði dóm sinn í lágmarksöryggis-fangelsi í Landsberg kastalanum. Hann fékk að gagna um í sínum eigin fötum, ganga frjáls um lóð kastalans og fá heimsóknir. Á tímanum sem hann var í fangelsi las hann mikið og las á meðal annara ævisögu Henry Fords og aðra bók hans, Alþjóðlega Gyðinginn (The internation jew). Þeirri síðar nefndari hélt hann fram að væri um áætlanir gyðinga um yfirtöku heimsins.

Á þeim tíma sem Hitler eyddi í fangelsi skrifaði (eða fékk Emil Maurice og síðar Rudolf Hess til að skrifa fyrir sig) hann fyrsta bindi bókar sinnar, Barátta mín, eða Mein Kampf. Bókin sem var blanda af ævisögu Hitlers og hugmyndum, skýrði frá meginatriðum pólitískra markmiða Hitlers. Hann hélt því meðal annars fram að aríar væru af hinum eina hreina kynstofni og betri en allir aðrir. Auk þessa og fleira hélt hann áfram herferð sinni gegn gyðingum, eða eins og hann lýsti þeim sem lötum og sagði að þeir gerðu lítið fyrir heiminn. Þeir báru ábyrgð á ósigri Þjóðverja í fyrri heimstyrjöldinni og ýmsu öðru.

Hitler var sleppt úr fangelsi enn á ný 20. Desember, 1924 eftir að hafa aðeins afplánað eitt ár af fimm. Eftir að fyrri tilraun hans um að taka stjórn landsins með valdi ákvað hann að fara hefbundu leiðina og keppa við aðra flokka í kosningum. Það gekk hinsvegar ekki eins vel og hann hafði áætlað og hann tók að draga sig í smá hlé frá stjórnmálum. Hann fluttist til Berchtesgaden í Þýsku ölpunum og tók að hafa mikinn áhuga á kvennfólki. Eftir 2. ára samband við Geli Raubal framdi hún sjálfsmorð eftir stórt rifrildi þeirra á milli. Eftir dauða hennar fór hann að hitta meira 17. ára stúlku að nafni Eva Braun en hélt sig þó ekki bara við hana. Eva var afar öfundsjúk út í hinar ástkonur Hitlers og reyndi að skjóta sig 1932. Henni var þó bjargað af læknum og eftir þetta tók Hitler að hætta að hitta aðrar konur en Evu. Auk þessara tveggja framdi Renate Mueller sjálfsmorð með með því að fleygja sér útum glugga í Berlín eftir ástarsamband við Hitler. Hitler gekk greinilega ekki of vel í ástarlífinu.

Loks tók hann að taka meiri áhuga á stjórnmálum aftur og þrátt fyrir að hafa aðeins fengið 12. sæti á þingi árið 1928 jókst sífellt hópur stuðningsmanna nasistaflokksins. Meðal nýrra stuðningsmanna flokksins voru Joseph Goebbles og Heinrich Himmler. Hitler dáðist af hæfileikum Goebbles sem rithöfundur og ræðurmaður og saman skipulögðu þeir fleiri auglýsingaherferðir til að vinna stuðning fleira fólks. Himmler hins vegar vakti áhuga Hitlers vegna þjóðerniskenndar sinnar og hatur sitt á gyðingum, hann var síðar gerður að yfirmanni stormsveitanna.

Hitler hafði spáð efnahagshruni 1928 var álitinn vitlaus þá, en þegar Wall Street hrunið varð í október, 1929 og bandaríkjamenn tóku að innkalla lán í evrópu, valdandi atvinnuleysi og lægri launum, áttaði fólk sig á að hann hafði haft rétt fyrir sér. Enn ókst á fylgjendur flokksins og á þingkostningunum 1930 fékk nasistaflokkurinn 107 sæti á þingi sem gerði hann að næst stærsta flokki landsins. En loks eftir hrottalegt morð á dreng framið af fjórum meðlima stormsveitanna með billjardkjuða (oj?) fór fólk að hræðast nasistaflokkinn meira og hann fór að tapa fylgi. Hinsvegar tókst Hitler að finna leið út úr tapinu og snúa því upp í sigur fyrir sjálfann sig og flokkinn. Við tap fylgis hjá nasistaflokknum tók það að aukast hjá kommúnistaflokknum. Hitler tókst að skapa ótta við byltingu svipaða og þá sem Bolshevik kom af stað, og að aðeins nasistaflokkurinn gæti komið í veg fyrir þessa þróun. Nokkrir auðkýfingar sem óttuðust þetta sérstaklega sendu þáverandi forseta landsins Paul von Hindenburg bréf um áhyggjur sínar og beiddust eftir því að Hitler yrði gerður að kanslara Þýskalands. Og eftir nokkra umhugsun varð það úr að Hitler, þá 34. ára að aldri, var gerður að kanslara í janúar, 1933. Goering varð forseti ríkisstjórnar Hitlers.

Nasistaflokkurinn tók að reka hina ýmsu yfirmenn lögreglunnar og ráða í stað þeirra stuðningsmenn nasista, þar ber helst að nefna Rudolf Diels, Arthur Nebe og Kurt Daluege. Auk þessa voru ráðnir um 50. þúsund SA meðlimir. Þetta lögreglulið varð síðar að hinu þekkta Gestapo.

Þegar eldur var settur að þýska þinghúsinu 27. febrúar, 1933 kom að lokum í ljós að ungur maður að nafni Marianus van der Lubbe stóð á bakvið íkveikjuna. Hann hafði verið kommúnisti á unglingsárum og Goering nýtti sér það og hélt því fram að íkveikjan væri hluti af áætlun kommúnista um að varpa stjórn landsins af kolli. Hitler fyrirskipaði að allir meðlimir þýska kommúnistaflokksins yrðu líflátnir og stuttu síðar voru þúsundir meðlima kommúnista- og demókrataflokksins sendir í fangabúðir. Þrátt fyrir allt þetta tókst nasistaflokknum ekki enn að vinna kosningarnar 5. Mars, 1933. Flokkurinn fékk 44% atkvæða og 288 sæti á þingi.

Eftir kosningarnar setti Hitler fram lög sem myndu tryggja honum einræði, en til þess að fá lögin samþykkt þyrfti meirihluti þingsins að vera samþykkur þeim. Þar sem að meirihluti kommúnista og Demókrata voru annað hvort í fangabúðum eða höfðu flúið land voru aðeins 94 þingmenn sem kusu gegn lögunum. Hitler hafði nú fullkomið vald yfir Þýska ríkinu.
Kommúnistaflokkurinn og Demókrataflokkurinn voru samstundis bannaðir og mánuði seinna voru allir aðrir flokkar aðrir en nasistaflokkurinn bannaðir. Auk pólitískra fanga voru vændiskonur, samkynhneigðir og allir þeir seim voru ófærir um að vinna sendir í fangabúðir. Með því að skipa fyrir um hvað fyrirtæki skyldu framleiða og í hve miklu magni var hægt að stjórna verðbólgu og atvinnuleysi. Öll pólitísk samtök voru annað hvort bönnuð eða stjórnað af nasistum og allar pólitískar kosningar lagðar niður.
Allir kennarar sem hugsanlega voru á móti nasistaflokknum og aðgerðum hans voru reknir og hinir sem eftir voru þjálfaðir til þess að kenna samkvæmt kenningum nasistaflokksins og Hitlers. Sömuleiðis voru allar kennslubækur skrifaðar upp á nýtt af nasistum.
Í stuttu máli þá varð Þýskaland líkt og Ítalía að fasistaríki.

Árið 1934 hafði Hitler náð fullkominni stjórn á Þýska ríkinu.

Heimildir
Rise And Fall Of The Third Reich – William L. Shirer
The Life and Death of Adolf Hitler – James Cross Giblin