Var ég að skrifa ritgerð fyrir stuttu um Adolf Hitler og ákvað að setja hana hérna inn til að gá hvað ykkur fannst um hana :)
Í þessari ritgerð ætla ég að fjalla um Adolf Hitler. Ég valdi þetta efni vegna þess að mig langaði að fræðast meira um manninn sem kom af stað seinni heimsstyrjöldinni og þeim voðaverkum sem henni fylgdu. Ætla ég aðallega að fjalla um stríðsrekstur hans.
Adolf Hitler fæddist 20. apríl 1889 í Braunau í Efra-Austurríki. Var hann fæddur inn í lágstétt sem sonur tollvarðar. Faðir hans hafði ákveðið að Adolf mundi líka verða borgaralegur embættismaður en Adolf langaði að verða listamaður. Eftir dauða föður síns hlaut hann kennslu í einkalistaskóla en hafði tvívegis mistekist að ná inntökuprófi í listaháskólann í Vín.
Var honum oft ráðlagt að reyna að verða húsameistari en gat hann ekki orðið það því hann vantaði prófvottorð. Þessi atvik urðu uppsprettan að oftækisfullu hatri hans á menntamönnum. Árið 1913 flutti hann til Munchen og þessi ár sem hann dvaldi þar fékk hann enga fasta atvinnu en í staðinn hékk hann bara á kaffihúsum og sagði fólki frá stjórnmálaskoðunum sínum. Þegar fyrri heimstyrjöldin skall á fór hann strax í þýska herinn og særðist þar og var sæmdur járnkrossinum. Eftir að stríðinu lauk með ósigri Þjóðverja, gerðist Hitler meðlimur að Nationalsósíalistaflokknum.
Varð hann fljótt einn mesti forystumaður flokksins og varð þessi flokkur brátt mikill ofbeldis- og byltingarflokkur og skoðun hans var að gyðingar væru sök alls hins illa. Árið 1923 gerði Hitler bandalag við hershöfðingjann Ludendorf um byltingartilraun og náði ríkislögreglan að halda þessu í skefjum. Hitler var sendur í fangelsi þar sem hann skifaði bókina „Mein Kampf”, sem nasisminn grundvallaðist á.
Í kosningunum 1924 fengu nasistar 32 þingsæti en þegar hægðist á í Þýskalandi, töpuðu þeir miklu fylgi. Svo kom kreppan og kom það nasistum mjög vel því þeir styrktust einmitt þegar þingrof var og nýjar kosningar voru gerðar og fengu nasistar þá 107 þingsæti sem gerði þá að næststærsta flokknum í Þýskalandi. Út af því voru þeir hafðir með í ráðum um stjórnun landsins og varð Hitler bara ákafari og ákafari í að ná meiri völdum við þetta. Sendi hann sveitir einkennisklæddra manna út um allt og rákust fylkingarnar á í götubardögum og réði lögreglan ekki við neitt.
En árið 1932 fóru fram þrennar mikilvægar kosningar. Fyrst voru það forsetakosningarnar og þá bauð Hitler sig fram á móti hinum aldraða Hindenburg en Hindenburg bar sigur úr býtum.
Enn aðrar kosningar voru þetta sama ár og voru það kosningar til ríkisþings og þar unnu nasistar sinn mesta sigur og fengu 13,7 milljónir atkvæða og 230 þingsæti en kosningarnar voru endurteknar og þá kom í ljós að fylgi Hitlers fór ört minnkandi en Hitler hélt í vonina og var hann stuttu eftir kosningarnar gerður að kanslara. Skýringin á því var sögð vera refskák stjórnmálamanna. Sumarið 1932 myndaði von Papen minnihlutastjórn og tókst honum að ná smá ró í landinu en vildi fá meiri og leitaði þá til Scheicher til þess að fá bann á stormsveitirnar. Schleicher vildi samt fá meiri stuðning eins og von Papens fékk svo hann neitaði þessu samstarfi því hann hélt að hann gæti fengið Hindenburg til að reka minnihlutastjórnina frá og gekk það eiginlega eftir því von Papen var rekinn úr kansalaraembættinu. Þá vonaðist Schleicher til að gera samning við nasista en ekki gekk það því von Papen gerði samnig við Hitler og þá varð Hindenburg að fela stjórnina til Hitlers, varð þá Hitler gerður að kanslara og eftir smástund fékk Hitler eiginlega vald yfir öllu Þýskalandi og varð allt sem hann gerði svo öfgafullt.
Einni viku fyrir kosningar var kveikt í þinghúsinu og allt var á fullu með að útrýma gyðingum, berja þá úti á götum og senda í fangabúðir.
Svo fékk Hitler sínu framgengt með því að hans flokkur fengi að ráða öllu og þá hafði Hitler náð öllum sínum markmiðum og varð einræðisherra Þýskalands og tókst að útiloka alla aðra flokka.
Upphaf heimstyrjaldarinnar síðari var að Þjóðverjar réðust inn í Pólland. Í upphafi gekk stríðsrekstur þeirra mjög vel, þar sem þeir voru mjög vel tækjum búnir, agaðir og höfðu á að skipa færum herforingjum. Sennilega voru þeirra stærstu mistök að ráðast inn í Rússland eða Sovétríkin. Í stað þess að styrkja stöðu sína í 5
nágrannalöndum Þýskalands. Einnig réði það baggamuninn að Bandaríkinn drógust inn í stríðið, eftir árás Japana á Pearl Harbor á Hawaii.
Þegar Rússar sóttu að frá austri og vestrænir bandamenn frá öðrum áttum að Berlín þar sem aðsetur Hitlers var, áttaði hann sig á því að hann var að tapa stríðinu og svipti hann sig því lífi.
Í ritgerðinni lagði ég aðaláherslur á hvernig fátækur, óskólagenginn og ættlaus maður á borð við Adolf Hitler gat orðið einvaldur þýsku þjóðarinnar.Er þetta saga um mann sem ætlaði sér stóra hluti og komst langt en náði ekki að klára dæmið.