'
Hamar og sigð
Hamar og sigð, tákn Sovétríkjanna, eru ímynd þeirrar meiginkenningar sósíalismans, að valdið í ríkinu beri verkamönnum og bændum. Það kemur fyrst fram á sjónarsviðið í torga- og gatnaskreytingu Moskvuborgar 1. maí, 1918. Listamenn þeir sem falið hafði verið að undirbúa skreytinguna, tóku að velta því fyrir sér, hvernig þeir gætu sýnt í mynd það, ,,bandalag verkamanna og bænda“ sem byltingin hafði kunngert. Borgarráðið stakk upp á hamri og steðja með gneistaflugi umhverfis, ásamt plógi, til þess að tákna einingu hins vinnandi fólks. Gerassímov hirðmálari Stalíns, en hann var síðar langa hríð forseti Listamannasambandsins, segir svo frá í endurminningum sínum, að allt í einu brá ungur félagi hans upp drögum að merki því, er síðar vað klassíkst. ,,Hvernig væri” sagði Jevgení Kamsolin, ,,að við reyndu þessi tákn?“ Hann var þá tuttugu og þriggja ára gamall. Síðan teiknaði hann fyrst sigð með svart krít á stóran líndúk, sem lá á gólfinu - ,,þetta merkir bænadafólkið” - og síðann hamarinn - ,, verkalýðinn“ - þvert yfir. Á fánum og blæum þessarar maísýningar í Moskvu birtist svo merkið, sem síðar varð alkunnugt. Kamsolkin, sem í þann tíð var þekktur listmálari og leiktjaldasmiður, átti auðvitað síst von á því, að þessi skyndimynd myndi hljóta slíkar viðtökur. Þegar hann lést, áið 1957, í smábænum Púsjkíno rétt hjá Moskvu, hlaut hann þessa áletrun á legstein sinn: ,,Höfundur merkisins Hamar og sigð.”