Vísindabyltingin á 16. og 17. öld verður mönnum hugstæð því upphaf nútíma vísinda er talið vera þar. Það sem auðkennir tímabilið er allavega fernt: Þetta var tímabil ótrúlegs sköpunarkrafts á sviði mennta og lista, og blóðugra trúarbragðaátaka. Vegna þess hvað saga þessa tímabils er stórbrotin og flókin leita vísindasagnfræðingar þangað sí og æ, sem eykur gildi þess að geta hugsað um sögusekkjuna á blæbrigðaríkan hátt. Menn fóru á þessum tíma að hugsa um náttúruna á nýjan hátt en fornir hlutir öðlust nýtt mikilvægi sbr. Newton og eplið góða.
Heimsmynd miðaldamanna byggðist á kenningum Aristólesar frá 4. öld f.Kr. um að jörðin væri miðja alheimsins. Líf miðaldamanna snerist umfram allt um það að vera nálægt hverjum einstakling. Skoðanir kirkjunnar um mál og málefni voru ávallt teknar góðar og gildar og hugmyndir manna um heiminn og tímann voru allt aðrar á miðöldum en þær eru í dag.
“Vísindin efla alla dáð,” sagði Jónas Hallgrímsson og má segja að hann hafi hitt naglann á höfuðið því tækni og vísindi byrjuðu ekki að skila verulegum árangri fyrr en eftir hans daga.
Í þessari grein ætla ég að segja frá merkum samtíðarmönnum vísindabyltingarinnar sem settu fram kenningar og komu fram á sjónarsviðið með staðreyndir sem ógnuðu kaþólsku kirkjunni.
Johann Gutenberg, gullsmiður, fann aðferð til að steypa mót einstakra bókstafa sem mátti raða upp í texta og þykkja á pappír. Þannig hægt var að prenta bækur á fljótlegan og auðveldan hátt. Þannig varð hægt að prenta út margfalt fleiri bækur á fljótlegri hátt en áður.
René Descartes (1596-1650), franskur menntamaður sem lagði stund á nám í lögfræði, stærðfræði og heimspeki, lagði grunn að hnitafræði í stærðfræði en er þó þekktastur fyrir heimspekikenningu sína “Ég hugsa, þess vegna er ég”. Þar sem hann sannar fyrir sjálfum sér að hann sé til.
Nikulás Kóperníkus, kaþólskur prestur, setti fram sólmiðjukenninguna fyrstur manna þ.e. þá kenningu að jörðin væri ekki í miðju alheims heldur sólin og að jörðin snerist um hana. Flestir tóku kenningunni illa og þóttust ekki byggja á neinum rökum um kenningar kaþólsku kirkjunnar og setti kaþólska kikjan mikið út á kenningar hans og á endanum bannaði kaþólska kirkjan öll rit hans.
Tycho Brahe var danskur stjörnufræðingur sem var í miklum metum hjá Friðriki 2. Danakonungi. Danakonungur lét reisa fyrstu vísindastofu í heiminum fyrir hann á eynni Hveðn á Eyrasundi. Þangað komu margir gestir og margir nemar m.a. Oddur Einarsson síðar biskup í Skálholti. Hann aðhylltist þó ekki sólmiðjukenninguna en hins vegar gerði einn nemandi hans það, Jóhannes Kepler.
Jóhannes Kepler var nemandi Brahe í stjörnufræði en aðhylltist kenningum Kopernikusar. Hann setti fram þrjár kenningar þ.e. að brautir reikistjarnanna væru á sporbaug, hraði stjarnanna væri mismunandi útaf þyngdarafli og að tími hverrar stjörnu væri mismunandi miðað við meðalfjarlægð hennar frá sólu.
Galileo Galilei, uppfinningamaður með meiru, menntaður í stærðfræði og læknisfræði, sannaði sólmiðjukenningu Kópernikusar. Galileo hannaði fyrsta stjörnukíkinn og var fyrstur manna til þess að sjá með eigin augum bletti á sólinni og dali á tunglinu. Kaþólska kirkjan bannaði honum að kenna niðurstöður sínar og voru niðurstöður hans á bannlista í langan tíma hjá kaþólsku kikjunnar.
Isaac Newton (1642-1727) frá Cambridge setti fram kenningu um hreyfingu himintunglanna þ.e. að þyngdarkrafturinn stjórni öllum efnum himinhvolfsins t.d. haldi hann plánetunum á braut um sólina og varni því að menn, dýr og plöntur svífi ekk í lausu lofti um himinhvolfið. Hann sannaði síðan fyrir samtíðarmönnum sínum að sólmiðjukenning Kopernikusar væri rétt með þyngdaraflskenningu sinni. Hann gaf út þær kenningar í ritinu Principia sem kom út árið 1687 sem fjallar um þyngdarlögmálið. Einnig má þess geta að Newton setti fram kenningar í stærðfræði um diffrun og heildun.