Stalín halló, hér er ritgerð um jósef stalín sem ég gerði í skólanum fyrir stuttu.

Jósef Stalín fæddist árið 1879 í Sovétríkinu Georgíu. Hann var skírður Joseph Dzhugashvili en tók sér seinna meir nafnið Stalín. Hann varð strax mjög pólítískur en þrátt fyrir mikinn áhuga á pólítík hafði hann meiri áhuga á að verða prestur. Sá draumur varð aldrei að veruleika því hann var rekinn úr skóla útaf mikilli byltingastarfsemi.
Það varð til þess að hann byrjaði að hugsa aftur um pólítík, og var ekki aftur snúið. Stalín framdi meðal annars bankarán til að gefa hópum byltingasinna peninga. Á endanum gekk hann svo til liðs við Bolsévikaflokkinn þar sem að Lenín var aðalmaðurinn og árið 1912 var hann orðinn einn aðalmaður flokksins, þá 33 ára að aldri.
Árið 1914, í októberbyltingunni varð Bolsévikaflokkurinn aðal flokkurinn í Rússlandi og ásamt Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og fleiri ríkjum voru Sovétríkin stofnuð.
Árið 1924 dó Lenin. Komst þá Stalín til valda og tók við af honum sem formaður flokksins. Lenin hafði sagt að hann vildi ekki að Stalín yrði formaður flokksins en Stalín hélt áfram og lét hann reka hægri hönd Lenins, Lev Trotsky, úr landi og breytti næstum öllu sem Lenin hafði lagt grunn að. Hann sagði að Sovétríkin væru nógu stór til að til að geta komið sósíalisma á ein og sér. En hann sagði þetta í byrjun síns valdaferils en það versta var að þetta rættist aldrei.
Í Sovétríkjunum bjuggu um 100 þjóðir og þjóðarbrot er mynduðu 15 sambandslýðveldi, 20 sjálfstjórnarlýðveldi, 8 sjálfstjórnarhéruð og 10 þjóðernishéruð. Það beið því Stalín alveg gríðarlega erfitt verkefni að halda öllu þessu saman.
Undir stjórn Stalíns urðu Sovétríkin geysilega öflugt iðnveldi og urðu þau eitt að aðal forusturíkjum heims undir hans stjórn. Það má segja að einn af aðal sigrum stjórnarinnar var að útrýma ólæsi. Árið 1874 gátu um það bil 40% manna á aldrinum 9-49 ára lesið og skrifað, en árið 1930 var talan kominn upp í 94%. Varð þjóðin að miklu menntaríki. Það var Stalíns verk að breyta þessu fátæka landbúnaðaþjóðfélagi í ríkt iðnaðarríki og tókst það svo sannarlega hjá honum. Fyrir byltinguna skilaði landið um 4% iðnframleiðslu en árið 1975 var hún um 20%. Stalín var mjög tortrygginn á öll lönd sem að áttu landamæri að Sovétríkjunum og vann hann því mikið í að gera herinn sem bestan og styrkja varnir landsins.
Þýskaland varð einnig mikið herveldi með Adolf Hitler í broddi fylkingar. Hitler hóf seinni heimstyrjöldina og réðst síðan inn í Sovétríkin og braut þar með alla sáttmála sem hann hafði gert við Stalín. Sovétmenn veittu Hitler mesta mótspyrnu en alls dóu um tuttugu milljónir Sovétmanna í seinni heimstyrjöldinni, af þeim fjörutíu milljónum sem létust í heimsstyrjöldinni allri. Bandamenn fögnuðu nú og töldu þeir að friður væri kominn á um alla Evrópu og löndin þar yrðu frjáls.
Nú hafði verið ráðist á Rússland frá ríkjunum í Austur-Evrópu og Stalín vildi ekki að það gerðist aftur. Hann vildi gera þessi ríki að leppríkjum og koma þar á sósíalisma. Kalda stríðið var hafið. Mikið vantraust var í garð Stalíns og Sovétmanna og var verulega óhugnanlegt að hugsa um það að einn einræðisherra réði yfir 180.000.000 manns og stjórnaði ríki sem náði yfir 1/6 hluta yfirborðs jarðar. Kommúnismi og hugmyndafræði Stalíns var gert að hræðilegu hugtaki sem ekki mátti minnast á og í Bandaríkjunum um og eftir 1950 mátti sjá mikla kommúnistahræðslu sem breiddist út. Þingmaðurinn Joseph McCarthy stjórnaði kommúnistaveiðum og fangelsaði margt saklaust fólk.
Vesturveldin áttu í miklum hótunum við Stalín en hann lét þær bara þjóta fram hjá sér og hélt áfram að efla Rauða herinn og gera Sovétríkin að kjarnorkuveldi. Það tókst og varð Rauði herinn stærsti her í heimi. Kommúnistaflokkurinn réði öllu í Sovétríkjunum þrátt fyrir að í Sovétríkjunum hafi verið ein lýðræðislegasta stjórnarskrá heims. Gríðarleg persónudýrkun var á Stalín og lét hann reisa styttur til heiðurs sjálfum sér og Rússar litu á Stalín sem guð. Stalín skrifaði um sína heimsmynd og setti hann sig sem forustumann byltingarinnar árið 1917, en það var lygi því hann gerði allt of mikið úr þætti sínum í byltingunni.
Jósef Stalín dó árið 1953 og þá varð fólk rosalega hissa. Það trúði því líklegast innst inni að Stalín myndi lifa að eilífu og leiða það inn í velsæld og betra líf. Einn rússneskur sagnfræðingur lýsti þessu nokkuð vel árið 1982, rétt eftir að Brezhnev einn af síðari leiðtogum Sovétríkjanna dó. Hann sagði: “Stalín var guð í augum fólksins. Þegar hann dó flyktist fólkið út til að sjá sinn látna guð. En Brezhnev var mannlegur, það er allt miklu rólegra núna.”
Á valdaferli Stalíns var glæpum hans gegn sínu eigin fólki haldið leyndu fyrir umheiminum. En Nikita Khrushcev viðurkenndi glæpi Stalíns um miðjan sjötta áratuginn. “Meir en miljón kommúnista voru handteknir, eða um helmingur flokksmanna, og aðeins um 50 þúsundir þeirra lifðu af aftökuhrinur og fangabúðir. Ekki að furða þótt andstæðingar Stalíns meðal marxista heimsins kölluðu hann grafara rússnesku byltingarinnar. Enda útrýmdi þessi leiðtogi sovéska ríkisins fleiri kommúnistum en nokkur annar valdsherra hefur komist yfir.”
Við vonum að þessi ritgerð um hinn hrottafulla einræðisherra hafi geta nýst einhverjum og við vonumst til að þeir sem lesa þessa ritgerð kynnist Stalín og viti dálítið um hann og hans þátt í sögunni. Við lærðum heilmikið á að gera þessa ritgerð og hlökkum til að takast á við næsta verkefni í þessu spennandi námsefni.
Lallz